Ekki bara neikvæðar upplifanir – frábær gagnrýni í National Geographic Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 16. desember 2016 14:03 Nýverið hafa farið hátt viðtöl við ferðafólk sem blöskrar verðlag hér á landi. Nú síðast tók par frá Bretlandi svo djúpt í árinni að þeim leið eins og það hafi verið í haldi fjárkúgara á meðan þau dvöldu hér á landi. Auðvitað er margt sem betur má fara hvað ferðamennsku varðar, en það eru síður en svo neikvæðar umsagnir eða upplifanir sem einkenna endurgjöfina sem við fáum frá okkar viðskiptavinum. Í samtali við National Geographic segir Meg Calnan, framkvæmdarstjóri samskiptasviðs ferðahluta blaðsins, frá hápunktum heimsóknar sinnar til Íslands. Þar er náttúran í aðalhlutverki, enda er hún, að margra mati, það verðmætasta sem við eigum. Meg nefnir jökla, fossa, norðurljós og veðrið í því samhengi. Það sem Meg segir hafa verið annan hápunkt ferðar sinnar er leiðsögumaðurinn, Gilli, en hvergi minnist hún á verðlag. Því er nefnilega þannig farið að innan ferðaþjónustunnar starfar fjöldi fólks af ástríðu og alúð og það er þetta fólk sem hjálpar ferðamönnum að skapa ódauðlegar minningar. Og fyrir þær eru ferðamenn tilbúnir að borga. Gilla, sem heitir Þorgils Gunnarsson fullu nafni, er lýst sem stórkostlegum leiðsögumanni; þolinmóðum, fyndnum og sveigjanlegum. Í rauninni var Gilli sá þáttur, að mati Meg, sem færði heimsóknina á hærra plan. Enda ómetanlegt að ferðast um framandi staði með leiðsögumanni sem þekkir umhverfið vel. Val á sjónarhorni Við höfum alltaf val um það hvernig við horfum á hlutina, hvort sem við erum ferðamenn, ferðaskipuleggjendur eða blaðamenn getum við valið okkur sjónarhorn. Ferðalög kosta alltaf eitthvað og Ísland verður líklega aldrei „ódýr“ áfangastaður en ég held að við ættum að líta á stóru myndina áður en við förum að segja fleiri sögur af óánægðu fólki, við ættum að tala okkur upp frekar en niður og fagna því sem vel er gert í stað þess að einblína á hið neikvæða. Greinin í National Geographic segir miklu áhugaverðari sögu um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi því sem haldið er að okkur í íslenskum fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið hafa farið hátt viðtöl við ferðafólk sem blöskrar verðlag hér á landi. Nú síðast tók par frá Bretlandi svo djúpt í árinni að þeim leið eins og það hafi verið í haldi fjárkúgara á meðan þau dvöldu hér á landi. Auðvitað er margt sem betur má fara hvað ferðamennsku varðar, en það eru síður en svo neikvæðar umsagnir eða upplifanir sem einkenna endurgjöfina sem við fáum frá okkar viðskiptavinum. Í samtali við National Geographic segir Meg Calnan, framkvæmdarstjóri samskiptasviðs ferðahluta blaðsins, frá hápunktum heimsóknar sinnar til Íslands. Þar er náttúran í aðalhlutverki, enda er hún, að margra mati, það verðmætasta sem við eigum. Meg nefnir jökla, fossa, norðurljós og veðrið í því samhengi. Það sem Meg segir hafa verið annan hápunkt ferðar sinnar er leiðsögumaðurinn, Gilli, en hvergi minnist hún á verðlag. Því er nefnilega þannig farið að innan ferðaþjónustunnar starfar fjöldi fólks af ástríðu og alúð og það er þetta fólk sem hjálpar ferðamönnum að skapa ódauðlegar minningar. Og fyrir þær eru ferðamenn tilbúnir að borga. Gilla, sem heitir Þorgils Gunnarsson fullu nafni, er lýst sem stórkostlegum leiðsögumanni; þolinmóðum, fyndnum og sveigjanlegum. Í rauninni var Gilli sá þáttur, að mati Meg, sem færði heimsóknina á hærra plan. Enda ómetanlegt að ferðast um framandi staði með leiðsögumanni sem þekkir umhverfið vel. Val á sjónarhorni Við höfum alltaf val um það hvernig við horfum á hlutina, hvort sem við erum ferðamenn, ferðaskipuleggjendur eða blaðamenn getum við valið okkur sjónarhorn. Ferðalög kosta alltaf eitthvað og Ísland verður líklega aldrei „ódýr“ áfangastaður en ég held að við ættum að líta á stóru myndina áður en við förum að segja fleiri sögur af óánægðu fólki, við ættum að tala okkur upp frekar en niður og fagna því sem vel er gert í stað þess að einblína á hið neikvæða. Greinin í National Geographic segir miklu áhugaverðari sögu um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi því sem haldið er að okkur í íslenskum fjölmiðlum.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun