Erlent

Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum

Samúel Karl Ólason skrifar
Barack Obama, Donald Trump, og Vladimir Putin.
Barack Obama, Donald Trump, og Vladimir Putin. Vísir/Getty
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hét því í gærkvöldi að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárása Rússa sem leyniþjónustur Bandaríkjanna segja að hafi verið ætlað að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Rússar eru hins vegar orðnir þreyttir á þessum ásökunum og segja yfirvöldum í Bandaríkjunum að leggja fram sannanir eða hætta þessum ásökunum.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur einnig tjáð sig um ásakanirnar. Eins og hann gerir gjarnan tísti hann um málið. Tump og stuðningsmenn hans eru sannfærðir um að ásakanirnar gegn Rússum séu til þess fallnar að draga úr trúverðugleika á sigur Trump í kosningunum.

Í fyrra tístinu spur Trump af hverju yfirvöld í Bandaríkjunum hafi ekki brugðist við aðgerðum Rússa fyrr en eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í nóvember. Hvíta húsið sakaði þó Rússa í október um að gera tölvuárásir á vefsvæði Demókrataflokksins, fjölda tölvupósta og símtala meðlima flokksins var lekið á netið í gegnum Wikileaks.

Obama ræddi málið við NPR í gærkvöldi. Þar sagði hann að ef einhver utanaðkomandi stjórnvöld reyndu að hafa áhrif á kosningar Bandaríkjanna, yrði ríkið að bregðast við.

„Við munum gera það, á stað og tíma að okkar vali,“ sagði forsetinn.

Hann sagðist telja öruggt að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði komið að árásunum á einhvern hátt og að á endanum beri hann ábyrgð á málinu. 


Tengdar fréttir

Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar

„Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News.

Obama krefst rannsóknar á netárásum

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir rannsókna á netárásum sem skóku forsetakosningarnar vestanhafs fyrr á árinu.

Teymi Trump hafnar ásökunum CIA um aðkomu Rússa

Umbreytingateymi Donald Trump hafnar ásökunum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem halda því fram að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×