Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2016 16:22 Vinningstillagan frá Studio Granda, tölvuteikning. Arkitektar frá Studio Granda stóð uppi sem sigurvegari í hönnunarsamkeppi um nýbyggingu á Alþingisreitnum. Tilkynnt var um úrslitin á kynningu í Landsímahúsinu í dag en 22 aðilar skiluðu tillögum. Studio Granda hlaut sjö milljónir króna í sigurlaun. Í öðru sæti í keppninni urðu T.ark arkitektar og hlutu 4,5 milljónir króna í verðlaunafé. Í þriðja sæti urðu PKdM arkitektar og hlutu 2,5 milljónir króna í sinni hlut. Svo segir í tilkynningu til fjölmiðla. Gerð er ráð fyrir að byggingin taki þrjú ár í byggingu og verði vígð áramótin 2019/2020. Sýning á öllum tillögum verður opin á morgun í Landsímahúsinu á milli 14 og 17 og svo á milli 16 og 18 á virkum dögum fram að áramótum.Úr verðlaunatillögunni.Dómnefndin var einhuga um verðlaunatillöguna en í niðurstöðu dómnefndar kemurfram að tillagan „felur í sér sannfærandi og listræna heildarlausn á þeim húsnæðis- og skipulagsmálum Alþingis sem aðkallandi er að hrinda í framkvæmd. Jafnframt sýnir hún fram á dýrmæta möguleika til framtíðarþróunar á húsakosti þingsins. Höfundar leitast við að tengja nýbygginguna við sögu Alþingis og þróun byggðar í Kvosinni allt frá landnámsöld.“ Minjar um upphaf byggðar og minni úr seinni tíma byggingarsögu Reykjavíkur séu dregin fram og myndi samþætta heild með nýrri byggingarlist sem ber isamtíð sinni vitni af hógværð og tillitssemi við nánasta umhverfi. Tillagan sem hlaut annað sæti, frá T.ark arkitektum.„Höfundar leggja áherslu á að styrkja og fegra þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins fremur en að skapa ný inn á miðju hans. Tengsl samtíðar við atburði fyrri alda eru viðfangsefni myndlistarverks við aðalinngang og þau endurspeglast jafnframt í hugmynd um lagskipta steinklæðingu á ytra borði aðalbyggingar. Innra skipulag allra hæða er vel leyst og öll vinnurými njóta dagsbirtu og beinnar útloftunar í annars samþjappaðri byggingu. Hringgangur innan hverrar hæðar umhverfis ljósgeil í miðju býður upp á margbreytileg sjóntengsl og sveigjanleika í nýtingu.“ Segir að tillagan sé í heild verðugur merkisberi framsækinnar og vandaðrar byggingarlistar fyrir Alþingi á 21. öldinni á líkan hátt og Alþingishúsið við Austurvöll hafi verið tákn nýrra tíma í listhugsun og verkmenningu á 19. öld. „Við mat dómnefndar á innsendum tillögum kom í ljós að fermetratala sú sem tilgreind var í rýmistöflu keppnislýsingar undir liðnum Önnur rými var að öllum líkindum vanáætluð. Aftur á móti var staðfest, við endurútreikning á stærðum verðlaunaðra tillagna, að nettóstærðir þeirra voru innan eðlilegra stærðarmarka húsrýmisáætlunar.“ Alþingi Tengdar fréttir 500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Arkitektar frá Studio Granda stóð uppi sem sigurvegari í hönnunarsamkeppi um nýbyggingu á Alþingisreitnum. Tilkynnt var um úrslitin á kynningu í Landsímahúsinu í dag en 22 aðilar skiluðu tillögum. Studio Granda hlaut sjö milljónir króna í sigurlaun. Í öðru sæti í keppninni urðu T.ark arkitektar og hlutu 4,5 milljónir króna í verðlaunafé. Í þriðja sæti urðu PKdM arkitektar og hlutu 2,5 milljónir króna í sinni hlut. Svo segir í tilkynningu til fjölmiðla. Gerð er ráð fyrir að byggingin taki þrjú ár í byggingu og verði vígð áramótin 2019/2020. Sýning á öllum tillögum verður opin á morgun í Landsímahúsinu á milli 14 og 17 og svo á milli 16 og 18 á virkum dögum fram að áramótum.Úr verðlaunatillögunni.Dómnefndin var einhuga um verðlaunatillöguna en í niðurstöðu dómnefndar kemurfram að tillagan „felur í sér sannfærandi og listræna heildarlausn á þeim húsnæðis- og skipulagsmálum Alþingis sem aðkallandi er að hrinda í framkvæmd. Jafnframt sýnir hún fram á dýrmæta möguleika til framtíðarþróunar á húsakosti þingsins. Höfundar leitast við að tengja nýbygginguna við sögu Alþingis og þróun byggðar í Kvosinni allt frá landnámsöld.“ Minjar um upphaf byggðar og minni úr seinni tíma byggingarsögu Reykjavíkur séu dregin fram og myndi samþætta heild með nýrri byggingarlist sem ber isamtíð sinni vitni af hógværð og tillitssemi við nánasta umhverfi. Tillagan sem hlaut annað sæti, frá T.ark arkitektum.„Höfundar leggja áherslu á að styrkja og fegra þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins fremur en að skapa ný inn á miðju hans. Tengsl samtíðar við atburði fyrri alda eru viðfangsefni myndlistarverks við aðalinngang og þau endurspeglast jafnframt í hugmynd um lagskipta steinklæðingu á ytra borði aðalbyggingar. Innra skipulag allra hæða er vel leyst og öll vinnurými njóta dagsbirtu og beinnar útloftunar í annars samþjappaðri byggingu. Hringgangur innan hverrar hæðar umhverfis ljósgeil í miðju býður upp á margbreytileg sjóntengsl og sveigjanleika í nýtingu.“ Segir að tillagan sé í heild verðugur merkisberi framsækinnar og vandaðrar byggingarlistar fyrir Alþingi á 21. öldinni á líkan hátt og Alþingishúsið við Austurvöll hafi verið tákn nýrra tíma í listhugsun og verkmenningu á 19. öld. „Við mat dómnefndar á innsendum tillögum kom í ljós að fermetratala sú sem tilgreind var í rýmistöflu keppnislýsingar undir liðnum Önnur rými var að öllum líkindum vanáætluð. Aftur á móti var staðfest, við endurútreikning á stærðum verðlaunaðra tillagna, að nettóstærðir þeirra voru innan eðlilegra stærðarmarka húsrýmisáætlunar.“
Alþingi Tengdar fréttir 500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent