Sunna segir Sigmund Davíð aldrei hafa spurt út í efni viðtalsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 12:42 Sunna Valgerðardóttir er verðlaunaður blaðamaður. Sunna Valgerðardóttir, fréttakona RÚV á Akureyri, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, aldrei hafa spurt hvert efni viðtalsins væri sem hann veitti RÚV á 100 ára afmælishátíð flokksins norðan heiða.Segja má að upp úr hafi soðið þegar Sunna hætti að spyrja þingmanninn út í afmæli flokksins og sneri sér að mætingu þingmannsins á Alþingi fyrstu daga nýs þings.Mætti í afmælið upp á von og óvon „Ég hafði óskað eftir viðtali við hann í tilefni dagsins með SMS-skilaboðum, en engin svör fengið. Við ákváðum því að fara á staðinn og kanna hvort hann myndi veita viðtalið,“ segir Sunna á Facebook. Sunna fór því á afmælisfögnuð flokksins á Akureyri síðastliðinn föstudag upp á von og óvon. „Sigmundur Davíð tók mér vel og bað mig að bíða andartak, áður en við tókum viðtalið. Hann spurði mig aldrei um efni þess fyrirfram, eins og stjórnmálamenn gera þó gjarnan.“ Í viðtalinu, sem birt var í heild á vef RÚV, kom fram að Sigmundur Davíð taldi sig hafa veitt viðtalið á ákveðnum forsendum. Sunna þvertekur fyrir það.Gekk úr viðtalinu Á árum áður var það því sem næst regla að ráðherrar fengju að vita efni viðtala áður en þeir veittu þau. Sömuleiðis þekkist það enn að ráðherrar og þingmenn neiti að veita viðtöl nema fyrir liggi hvert umræðuefnið er. Sem fyrr segir brást Sigmundur illa við spurningum sem sneru að því af hverju hann hefði ekki mætt í vinnuna. Lauk viðtalinu með því að hann gekk úr viðtalinu áður en því var lokið. Alþingi Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 „Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. 19. desember 2016 10:35 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Sunna Valgerðardóttir, fréttakona RÚV á Akureyri, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, aldrei hafa spurt hvert efni viðtalsins væri sem hann veitti RÚV á 100 ára afmælishátíð flokksins norðan heiða.Segja má að upp úr hafi soðið þegar Sunna hætti að spyrja þingmanninn út í afmæli flokksins og sneri sér að mætingu þingmannsins á Alþingi fyrstu daga nýs þings.Mætti í afmælið upp á von og óvon „Ég hafði óskað eftir viðtali við hann í tilefni dagsins með SMS-skilaboðum, en engin svör fengið. Við ákváðum því að fara á staðinn og kanna hvort hann myndi veita viðtalið,“ segir Sunna á Facebook. Sunna fór því á afmælisfögnuð flokksins á Akureyri síðastliðinn föstudag upp á von og óvon. „Sigmundur Davíð tók mér vel og bað mig að bíða andartak, áður en við tókum viðtalið. Hann spurði mig aldrei um efni þess fyrirfram, eins og stjórnmálamenn gera þó gjarnan.“ Í viðtalinu, sem birt var í heild á vef RÚV, kom fram að Sigmundur Davíð taldi sig hafa veitt viðtalið á ákveðnum forsendum. Sunna þvertekur fyrir það.Gekk úr viðtalinu Á árum áður var það því sem næst regla að ráðherrar fengju að vita efni viðtala áður en þeir veittu þau. Sömuleiðis þekkist það enn að ráðherrar og þingmenn neiti að veita viðtöl nema fyrir liggi hvert umræðuefnið er. Sem fyrr segir brást Sigmundur illa við spurningum sem sneru að því af hverju hann hefði ekki mætt í vinnuna. Lauk viðtalinu með því að hann gekk úr viðtalinu áður en því var lokið.
Alþingi Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 „Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. 19. desember 2016 10:35 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18
Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32
„Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. 19. desember 2016 10:35