Vistvæna bullið Jóhannes Gunnarsson skrifar 2. desember 2016 07:00 Í september 2003 vöktu Neytendasamtökin athygli yfirvalda á því að engar sérstakar kröfur eða skilyrði væru gerð til framleiðenda sem notuðu heitið „vistvænt“ fyrir framleiðsluvörur sínar. Við bentum á að það stæði í raun ekkert á bak við þetta og þessi markaðssetning væri andstæð samkeppnislögum. Hún væri villandi og gæfi í skyn framleiðsluferli sem væru ekki til staðar. Í maímánuði 2004 vísuðu yfirvöld kvörtun Neytendasamtakanna frá og töldu ekki ástæðu til aðgerða þrátt fyrir að viðurkennt væri að engar sérstakar kröfur væru gerðar til framleiðenda sem notuðu merkinguna vistvænt. Einn mikilvægasti réttur neytenda er rétturinn til að fá réttar og góðar upplýsingar um þá vöru sem hann veltir fyrir sér að kaupa. Við í stjórn Neytendasamtakanna bentum því ítrekað á það í ræðu og riti allt frá árinu 2004 eða í rúman áratug að þessi skilgreining „vistvænn“ væri einskis virði og vöruðum neytendur við og gerðum athugasemdir við að þessar vörur væru markaðssettar sem sérstakar hollustuvörur og frábrugðnar öðrum venjulegum matvörum sem væru ekki merktar með þessu heiti. Ítrekað kvartað án árangurs Ítrekað var kvartað yfir þessu við yfirvöld sem sáu enga ástæðu til aðgerða og höfnuðu því að notkun ákveðinna framleiðenda á hugtakinu „vistvænt“ væri brot á samkeppnislögum. Það er ekki nýtt að yfirvöld hafni ábendingum frá neytendum og meti meira hagsmuni framleiðenda og seljenda en neytenda. Þannig var það jafnan meðan ríkiseinokun var á ákveðinni þjónustu. Þá stóðu stjórnvöld alltaf með einokunarfyrirtæki ríkisins gegn réttmætum kröfum neytenda og engu skipti þó framleiðendurnir og/eða seljendurnir væru á svokölluðum frjálsum markaði. Stjórnvöld stóðu alltaf með framleiðendum og seljendum í stað þess að vinna að eðlilegri uppbyggingu samkeppni og góðrar þjónustu á sanngjörnu verði. Þjóðinni var brugðið þegar Kastljós Sjónvarpsins afhjúpaði hvers konar svikastarfsemi hefur viðgengist um árabil í sambandi við framleiðslu ákveðins eggjaframleiðanda. Eggjaframleiðandinn hafði um árabil markaðssett vöru sína sem „vistvæna“ og stjórnvöld höfðu ekkert aðhafst jafnvel þó að eftirlitsaðilum væri fullkunnugt um það um árabil að þetta væri rangt og þessi merking og markaðssetning væri notuð fyrst og fremst í þeim tilgangi að selja neytendum vöru á fölskum forsendum á hærra verði en samkeppnisaðilinn gerði. Fölskum forsendum sem voru í raun blessuð af stjórnvöldum sem neituðu að aðhafast nokkuð í málinu til að tryggja eðlilega og sanngjarna samkeppni og gæta öryggis neytenda og þess að ekki væri okrað á þeim. Nú þegar dapurlegar staðreyndir liggja fyrir um svikastarfsemi Brúneggjaframleiðandans þá stoðar lítt fyrir Matvælastofnun og landbúnaðarráðuneyti að telja sig ekki bera neina ábyrgð á því að neytendur skyldu vera blekktir svo árum skiptir og narraðir til að kaupa verstu vöruna á markaðnum á yfirverði á þeim forsendum að við framleiðslu viðkomandi eggja væri beitt betri aðferðum og farið betur með dýrin en hjá samkeppnisaðilum. Spurning er hvaða ábyrgð eiga yfirvöld að bera í þessu sambandi. Eiga þau að hafa frumkvæðisskyldu til að koma í veg fyrir svikastarfsemi og okur á neytendum viti þau af því? Að sjálfsögðu eiga þau að gera það. Nágrannalönd standa með neytendum Í nágrannalöndum okkar bera stjórnvöld meiri virðingu fyrir því að rétt og lögleg markaðsstarfsemi fari fram og standa venjulega með neytendum gegn hagsmunum framleiðenda sé spurning um markaðssetningu, öryggi, verðlagningu og fullnægjandi upplýsingar. Af þeim sökum er framleiðsla nágrannaþjóða okkar viðurkennd gæðavara á sama tíma og á það skortir að vöruvöndun hér á landi sé með sama hætti. Nú hefur verið afhjúpað hvernig framleiðendur og eftirlitsaðilar hafa brugðist neytendum og í raun svikið þá og okrað á þeim. Til að neytendavernd verði virk þá þurfum við ekki bara á vakandi stjórnvöldum að halda sem standa með neytendum. Við þurfum öll að vera á verði og gæta þess að láta vita ef við teljum að verið sé að hafa rangt við. Við erum öll neytendur og það skiptir máli að við eigum kost á bestu þjónustunni, bestu framleiðslunni og besta verðinu hverju sinni. Það getum við fengið með samstöðu um eðlilega samkeppni og eftirlit. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Neytendur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í september 2003 vöktu Neytendasamtökin athygli yfirvalda á því að engar sérstakar kröfur eða skilyrði væru gerð til framleiðenda sem notuðu heitið „vistvænt“ fyrir framleiðsluvörur sínar. Við bentum á að það stæði í raun ekkert á bak við þetta og þessi markaðssetning væri andstæð samkeppnislögum. Hún væri villandi og gæfi í skyn framleiðsluferli sem væru ekki til staðar. Í maímánuði 2004 vísuðu yfirvöld kvörtun Neytendasamtakanna frá og töldu ekki ástæðu til aðgerða þrátt fyrir að viðurkennt væri að engar sérstakar kröfur væru gerðar til framleiðenda sem notuðu merkinguna vistvænt. Einn mikilvægasti réttur neytenda er rétturinn til að fá réttar og góðar upplýsingar um þá vöru sem hann veltir fyrir sér að kaupa. Við í stjórn Neytendasamtakanna bentum því ítrekað á það í ræðu og riti allt frá árinu 2004 eða í rúman áratug að þessi skilgreining „vistvænn“ væri einskis virði og vöruðum neytendur við og gerðum athugasemdir við að þessar vörur væru markaðssettar sem sérstakar hollustuvörur og frábrugðnar öðrum venjulegum matvörum sem væru ekki merktar með þessu heiti. Ítrekað kvartað án árangurs Ítrekað var kvartað yfir þessu við yfirvöld sem sáu enga ástæðu til aðgerða og höfnuðu því að notkun ákveðinna framleiðenda á hugtakinu „vistvænt“ væri brot á samkeppnislögum. Það er ekki nýtt að yfirvöld hafni ábendingum frá neytendum og meti meira hagsmuni framleiðenda og seljenda en neytenda. Þannig var það jafnan meðan ríkiseinokun var á ákveðinni þjónustu. Þá stóðu stjórnvöld alltaf með einokunarfyrirtæki ríkisins gegn réttmætum kröfum neytenda og engu skipti þó framleiðendurnir og/eða seljendurnir væru á svokölluðum frjálsum markaði. Stjórnvöld stóðu alltaf með framleiðendum og seljendum í stað þess að vinna að eðlilegri uppbyggingu samkeppni og góðrar þjónustu á sanngjörnu verði. Þjóðinni var brugðið þegar Kastljós Sjónvarpsins afhjúpaði hvers konar svikastarfsemi hefur viðgengist um árabil í sambandi við framleiðslu ákveðins eggjaframleiðanda. Eggjaframleiðandinn hafði um árabil markaðssett vöru sína sem „vistvæna“ og stjórnvöld höfðu ekkert aðhafst jafnvel þó að eftirlitsaðilum væri fullkunnugt um það um árabil að þetta væri rangt og þessi merking og markaðssetning væri notuð fyrst og fremst í þeim tilgangi að selja neytendum vöru á fölskum forsendum á hærra verði en samkeppnisaðilinn gerði. Fölskum forsendum sem voru í raun blessuð af stjórnvöldum sem neituðu að aðhafast nokkuð í málinu til að tryggja eðlilega og sanngjarna samkeppni og gæta öryggis neytenda og þess að ekki væri okrað á þeim. Nú þegar dapurlegar staðreyndir liggja fyrir um svikastarfsemi Brúneggjaframleiðandans þá stoðar lítt fyrir Matvælastofnun og landbúnaðarráðuneyti að telja sig ekki bera neina ábyrgð á því að neytendur skyldu vera blekktir svo árum skiptir og narraðir til að kaupa verstu vöruna á markaðnum á yfirverði á þeim forsendum að við framleiðslu viðkomandi eggja væri beitt betri aðferðum og farið betur með dýrin en hjá samkeppnisaðilum. Spurning er hvaða ábyrgð eiga yfirvöld að bera í þessu sambandi. Eiga þau að hafa frumkvæðisskyldu til að koma í veg fyrir svikastarfsemi og okur á neytendum viti þau af því? Að sjálfsögðu eiga þau að gera það. Nágrannalönd standa með neytendum Í nágrannalöndum okkar bera stjórnvöld meiri virðingu fyrir því að rétt og lögleg markaðsstarfsemi fari fram og standa venjulega með neytendum gegn hagsmunum framleiðenda sé spurning um markaðssetningu, öryggi, verðlagningu og fullnægjandi upplýsingar. Af þeim sökum er framleiðsla nágrannaþjóða okkar viðurkennd gæðavara á sama tíma og á það skortir að vöruvöndun hér á landi sé með sama hætti. Nú hefur verið afhjúpað hvernig framleiðendur og eftirlitsaðilar hafa brugðist neytendum og í raun svikið þá og okrað á þeim. Til að neytendavernd verði virk þá þurfum við ekki bara á vakandi stjórnvöldum að halda sem standa með neytendum. Við þurfum öll að vera á verði og gæta þess að láta vita ef við teljum að verið sé að hafa rangt við. Við erum öll neytendur og það skiptir máli að við eigum kost á bestu þjónustunni, bestu framleiðslunni og besta verðinu hverju sinni. Það getum við fengið með samstöðu um eðlilega samkeppni og eftirlit. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun