Vildi koma sterkari til baka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2016 06:00 Hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er í hópi markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. vísir/ernir Þórey Rósa Stefánsdóttir segir að það sé krefjandi að vera ung móðir og um leið atvinnumaður í handbolta. Þórey eignaðist sitt fyrsta barn snemma á þessu ári en sneri til baka með liði sínu, Vipers Kristiansand, í upphafi tímabilsins. „Það hefur gengið vonum framar að komast aftur af stað. Ég var heppin með góða meðgöngu og góða fæðingu og hef náð að vera á fullu síðan 1. ágúst,“ sagði Þórey Rósa við Fréttablaðið eftir landsliðsæfingu í Laugardalshöllinni í vikunni. Hún æfði sjálf á meðgöngunni og segist hafa náð markmiðum sínum. „Ég ætlaði mér að koma sterkari til baka en ég var áður og það hefur gengið nokkuð vel eftir. Ég hef náð að spila vel.“ Þórey neitar því ekki heldur að það hafi verið henni hollt að taka frí frá boltanum. „Maður verður vissulega æstari í að koma til baka og mig var farið að kitla í fingurna yfir þeirri tilhugsun,“ segir hún. „Svo er það þroskandi ferli að eignast barn og hef ég sjálf fundið fyrir því að ég er rólegri yfir hlutunum. Maður hefur meiri ró yfir sér á vellinum, þegar púlsinn er á fullu – eins skrítið og það kann að hljóma.“Félag í fremstu röð Vipers er eitt besta félagslið Noregs. Liðið er í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni en landslið Noregs, sem er þjálfað af Þóri Hergeirssyni, er eitt það allra besta í heimi. Þórey er næstmarkahæst í liðinu og í hópi 20 markahæstu leikmanna deildarinnar. „Við fengum nýjan þjálfara í sumar og sex leikmenn með sem eru ýmist nýir eða komu til baka í sumar. Félagið ætlar sér að vera í fremstu röð og er mikil og góð stemning í kringum það, ekki síst í bænum. Þó svo að við værum að spila við botnliðið í deildinni á dögunum voru 1.500 manns í stúkunni,“ segir Þórey.Samningslaus í sumar Þórey verður samningslaus í sumar sem og unnusti hennar, Einar Ingi Hrafnsson, sem spilar með ØIF Arendal. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir Þórey sem útilokar ekki að snúa heim í sumar, þó það sé ólíklegt. „Nú þegar við erum komin með barn þá kitlar það meira en áður, en við höfum það mjög gott í Noregi og væri erfitt að yfirgefa liðið mitt nú. Við ætlum þó að sjá til með þetta allt saman.“ Ísland hóf í gær leik í forkeppni HM 2017 í Þýskalandi. Liðið er í riðli með Austurríki, andstæðingi Íslands í gær, Færeyjum og Makedóníu. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í umspilsleikina sem fara fram í júní. Stelpurnar okkar hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2012 en það var þá þriðja stórmót Íslands í röð. Þórey Rósa var með á því móti, sem og HM 2011 í Brasilíu. „Framtíðin er björt, tel ég. Reynslumiklir leikmenn eru á góðum aldri og við eigum líka marga góða unga leikmenn, sem hafa þurft að taka mikla ábyrgð og eru nú tryggari í sínum hlutverki. Það er auðvitað mikil vinna fram undan en við erum rétt að byrja á nýrri vegferð með nýjum þjálfara,“ segir hún en Axel Stefánsson tók við þjálfun landsliðsins í sumar. „Auðvitað viljum við allar komast aftur á stórmót. En það verður ekki auðvelt. Við þurfum að taka eitt skref í einu og við byrjum á þessu.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Þórey Rósa Stefánsdóttir segir að það sé krefjandi að vera ung móðir og um leið atvinnumaður í handbolta. Þórey eignaðist sitt fyrsta barn snemma á þessu ári en sneri til baka með liði sínu, Vipers Kristiansand, í upphafi tímabilsins. „Það hefur gengið vonum framar að komast aftur af stað. Ég var heppin með góða meðgöngu og góða fæðingu og hef náð að vera á fullu síðan 1. ágúst,“ sagði Þórey Rósa við Fréttablaðið eftir landsliðsæfingu í Laugardalshöllinni í vikunni. Hún æfði sjálf á meðgöngunni og segist hafa náð markmiðum sínum. „Ég ætlaði mér að koma sterkari til baka en ég var áður og það hefur gengið nokkuð vel eftir. Ég hef náð að spila vel.“ Þórey neitar því ekki heldur að það hafi verið henni hollt að taka frí frá boltanum. „Maður verður vissulega æstari í að koma til baka og mig var farið að kitla í fingurna yfir þeirri tilhugsun,“ segir hún. „Svo er það þroskandi ferli að eignast barn og hef ég sjálf fundið fyrir því að ég er rólegri yfir hlutunum. Maður hefur meiri ró yfir sér á vellinum, þegar púlsinn er á fullu – eins skrítið og það kann að hljóma.“Félag í fremstu röð Vipers er eitt besta félagslið Noregs. Liðið er í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni en landslið Noregs, sem er þjálfað af Þóri Hergeirssyni, er eitt það allra besta í heimi. Þórey er næstmarkahæst í liðinu og í hópi 20 markahæstu leikmanna deildarinnar. „Við fengum nýjan þjálfara í sumar og sex leikmenn með sem eru ýmist nýir eða komu til baka í sumar. Félagið ætlar sér að vera í fremstu röð og er mikil og góð stemning í kringum það, ekki síst í bænum. Þó svo að við værum að spila við botnliðið í deildinni á dögunum voru 1.500 manns í stúkunni,“ segir Þórey.Samningslaus í sumar Þórey verður samningslaus í sumar sem og unnusti hennar, Einar Ingi Hrafnsson, sem spilar með ØIF Arendal. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir Þórey sem útilokar ekki að snúa heim í sumar, þó það sé ólíklegt. „Nú þegar við erum komin með barn þá kitlar það meira en áður, en við höfum það mjög gott í Noregi og væri erfitt að yfirgefa liðið mitt nú. Við ætlum þó að sjá til með þetta allt saman.“ Ísland hóf í gær leik í forkeppni HM 2017 í Þýskalandi. Liðið er í riðli með Austurríki, andstæðingi Íslands í gær, Færeyjum og Makedóníu. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í umspilsleikina sem fara fram í júní. Stelpurnar okkar hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2012 en það var þá þriðja stórmót Íslands í röð. Þórey Rósa var með á því móti, sem og HM 2011 í Brasilíu. „Framtíðin er björt, tel ég. Reynslumiklir leikmenn eru á góðum aldri og við eigum líka marga góða unga leikmenn, sem hafa þurft að taka mikla ábyrgð og eru nú tryggari í sínum hlutverki. Það er auðvitað mikil vinna fram undan en við erum rétt að byrja á nýrri vegferð með nýjum þjálfara,“ segir hún en Axel Stefánsson tók við þjálfun landsliðsins í sumar. „Auðvitað viljum við allar komast aftur á stórmót. En það verður ekki auðvelt. Við þurfum að taka eitt skref í einu og við byrjum á þessu.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira