Segir hreinsanir sínar njóta stuðnings Donalds Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 09:49 Bandaríkjaforseti segir Rodrigo Duterte vera í meira lagi litríkan. Vísir/Epa Áætlun Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, um að drepa alla grunaða fíkniefnasala og neytendur í landinu virðist eiga hljómgrunn hjá verðandi forseta Bandaríkjanna - ef marka má Duterte sjálfan. Í yfirlýsingu sem Duterte sendi frá sér í gær lýsir forsetinn 7 mínútna samtali sem hann átti við Donald Trump á föstudag. Þar kemur fram að Trump hafi sagst styðja herferð Duterte gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Talið er að á fimmta þúsund manns hafi verið ráðnir af dögum án dóms og laga á þeim 5 mánuðum sem herferðin hefur staðið yfir. Að sögn hins filippseyska sagði Trump að Duterte væri að gera þetta „á réttan hátt,“ eins og það er orðað á vef Washington Post.Sjá einnig: Duterte segist ekki geta drepið allaTalsmenn bandaríska forsetaefnisins hafa ekki staðfest ummælin en séu þau rétt má gera ráð fyrir því að þau kunni að hafa áhrif á samskipti ríkjanna tveggja. Filippseyjar eru fyrrum nýlenda Bandaríkjanna og hafa ríkin verið miklir bandamenn svo áratugum skiptir. Það kom þó annað hljóð í strokkinn með kjöri Dutertes í vor sem hefur reglulega hótað því ögra Bandaríkjunum með því að styrkja sambandið við Kína og Rússland. Duterte lét til að mynda Barack Obama heyra það í september síðastliðnum þegar sá bandaríski lýsti efasemdum um fíkniefnaherferð filippeyska forsetans. Við það missti Duterte stjórn á sér og kallaði Obama öllum illum nöfnum, svo sem hóruunga. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins hafa allir fordæmt herferð Duterte. Það hafa mannréttindasamtök gert að sama skapi sem í október síðastliðnum furðuðu sig á ummælum forsetans sem þá stærði sig af því að vera líkt við Hitler. „Hitler myrti þrjár milljónir gyðinga. Nú, hér eru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga. Ég myndi glaður slátra þeim,“ sagði Duterte. Donald Trump Filippseyjar Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“ Æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við vopnasölu til Filippseyja. 2. nóvember 2016 21:50 Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja lögreglu Filippseyja 26 þúsund árásarriffla. 31. október 2016 23:56 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Áætlun Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, um að drepa alla grunaða fíkniefnasala og neytendur í landinu virðist eiga hljómgrunn hjá verðandi forseta Bandaríkjanna - ef marka má Duterte sjálfan. Í yfirlýsingu sem Duterte sendi frá sér í gær lýsir forsetinn 7 mínútna samtali sem hann átti við Donald Trump á föstudag. Þar kemur fram að Trump hafi sagst styðja herferð Duterte gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Talið er að á fimmta þúsund manns hafi verið ráðnir af dögum án dóms og laga á þeim 5 mánuðum sem herferðin hefur staðið yfir. Að sögn hins filippseyska sagði Trump að Duterte væri að gera þetta „á réttan hátt,“ eins og það er orðað á vef Washington Post.Sjá einnig: Duterte segist ekki geta drepið allaTalsmenn bandaríska forsetaefnisins hafa ekki staðfest ummælin en séu þau rétt má gera ráð fyrir því að þau kunni að hafa áhrif á samskipti ríkjanna tveggja. Filippseyjar eru fyrrum nýlenda Bandaríkjanna og hafa ríkin verið miklir bandamenn svo áratugum skiptir. Það kom þó annað hljóð í strokkinn með kjöri Dutertes í vor sem hefur reglulega hótað því ögra Bandaríkjunum með því að styrkja sambandið við Kína og Rússland. Duterte lét til að mynda Barack Obama heyra það í september síðastliðnum þegar sá bandaríski lýsti efasemdum um fíkniefnaherferð filippeyska forsetans. Við það missti Duterte stjórn á sér og kallaði Obama öllum illum nöfnum, svo sem hóruunga. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins hafa allir fordæmt herferð Duterte. Það hafa mannréttindasamtök gert að sama skapi sem í október síðastliðnum furðuðu sig á ummælum forsetans sem þá stærði sig af því að vera líkt við Hitler. „Hitler myrti þrjár milljónir gyðinga. Nú, hér eru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga. Ég myndi glaður slátra þeim,“ sagði Duterte.
Donald Trump Filippseyjar Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“ Æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við vopnasölu til Filippseyja. 2. nóvember 2016 21:50 Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja lögreglu Filippseyja 26 þúsund árásarriffla. 31. október 2016 23:56 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44
Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25
Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“ Æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við vopnasölu til Filippseyja. 2. nóvember 2016 21:50
Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja lögreglu Filippseyja 26 þúsund árásarriffla. 31. október 2016 23:56