„Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 11:02 Formaður Neytendasamtakanna segir hagsmunir framleiðenda allsráðandi. Vísir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir Brúneggjamálið svokallaða endurspegla það hvernig hagsmunir neytenda séu afgangsstærð á Íslandi. Þeim sé sópað út af borðinu á meðan hagsmunir framleiðenda séu allsráðandi. Þetta kom fram í máli hans á Sprengisandi þar sem hann var gestur ásamt þeim Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni. Ólafur segir að Neytendasamtökin hafi ekki farið varhluta af óánægju almennings þegar Kastljósið uppljóstraði um svik Brúneggja ehf. Hann rekur viðbrögðin til vitundavakningar um neytendamál og áhrifa samfélagsmiðlanna. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði „Ég held að ég hafi aldrei viðbrögðin verða svona snögg eins og á mánudaginn eftir að Kastljósið sýndi Brúneggjaþáttinn. Það reis upp alda á samfélagsmiðlum, það fylltist „inboxið“ hjá mér,“ segir Ólafur. Hann fagnar því að verslanir hafi í kjölfarið ákveðið að taka eggin úr sölu, sem og aðrar vörur sem merktar eru vistvænar því það er í raun, „ekkert til sem heitir vistvænn landbúnaður.“ Það sé annars vegar venjulegur landbúnaður og hins vegar lífrænn landbúnaður sem um gilda strangar alþjóðlegar reglur. Hið sama á ekki við um vistvænan lanbúnað - sem „er bara einhver óskapnaður.“ Þjónkun við framleiðendur alger Hann fagnar loforðum Matvælastofnunar um bót og betrun enda sé það grunnkrafa neytenda að fá upplýsingar um vörur og þjónustu. Brúneggjamálið endurspegli þó forgangsröðun stjórnvalda í neytendamálum. „Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger og tilitsemin við neytendur er engin. Engin,“ segir Ólafur „Hagsmunir neytenda eru afgangsstærð, sópað út af borðinu. Hagsmunir framleiðenda eru allsráðandi,“ bætir hann við. Ólafur telur þó að hlutirnir séu að breytast með tilkomu samfélagsmiðlanna og vitundarvakningar neytenda í kjölfarið. „Neytendur geta greitt atkvæði með fótunum og ég held að þeir séu farnir að gera það í auknum mæli.“ Spjall þeirra má heyra með því að smella hér. Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir Brúneggjamálið svokallaða endurspegla það hvernig hagsmunir neytenda séu afgangsstærð á Íslandi. Þeim sé sópað út af borðinu á meðan hagsmunir framleiðenda séu allsráðandi. Þetta kom fram í máli hans á Sprengisandi þar sem hann var gestur ásamt þeim Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni. Ólafur segir að Neytendasamtökin hafi ekki farið varhluta af óánægju almennings þegar Kastljósið uppljóstraði um svik Brúneggja ehf. Hann rekur viðbrögðin til vitundavakningar um neytendamál og áhrifa samfélagsmiðlanna. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði „Ég held að ég hafi aldrei viðbrögðin verða svona snögg eins og á mánudaginn eftir að Kastljósið sýndi Brúneggjaþáttinn. Það reis upp alda á samfélagsmiðlum, það fylltist „inboxið“ hjá mér,“ segir Ólafur. Hann fagnar því að verslanir hafi í kjölfarið ákveðið að taka eggin úr sölu, sem og aðrar vörur sem merktar eru vistvænar því það er í raun, „ekkert til sem heitir vistvænn landbúnaður.“ Það sé annars vegar venjulegur landbúnaður og hins vegar lífrænn landbúnaður sem um gilda strangar alþjóðlegar reglur. Hið sama á ekki við um vistvænan lanbúnað - sem „er bara einhver óskapnaður.“ Þjónkun við framleiðendur alger Hann fagnar loforðum Matvælastofnunar um bót og betrun enda sé það grunnkrafa neytenda að fá upplýsingar um vörur og þjónustu. Brúneggjamálið endurspegli þó forgangsröðun stjórnvalda í neytendamálum. „Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger og tilitsemin við neytendur er engin. Engin,“ segir Ólafur „Hagsmunir neytenda eru afgangsstærð, sópað út af borðinu. Hagsmunir framleiðenda eru allsráðandi,“ bætir hann við. Ólafur telur þó að hlutirnir séu að breytast með tilkomu samfélagsmiðlanna og vitundarvakningar neytenda í kjölfarið. „Neytendur geta greitt atkvæði með fótunum og ég held að þeir séu farnir að gera það í auknum mæli.“ Spjall þeirra má heyra með því að smella hér.
Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans 1. desember 2016 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent