„Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 11:02 Formaður Neytendasamtakanna segir hagsmunir framleiðenda allsráðandi. Vísir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir Brúneggjamálið svokallaða endurspegla það hvernig hagsmunir neytenda séu afgangsstærð á Íslandi. Þeim sé sópað út af borðinu á meðan hagsmunir framleiðenda séu allsráðandi. Þetta kom fram í máli hans á Sprengisandi þar sem hann var gestur ásamt þeim Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni. Ólafur segir að Neytendasamtökin hafi ekki farið varhluta af óánægju almennings þegar Kastljósið uppljóstraði um svik Brúneggja ehf. Hann rekur viðbrögðin til vitundavakningar um neytendamál og áhrifa samfélagsmiðlanna. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði „Ég held að ég hafi aldrei viðbrögðin verða svona snögg eins og á mánudaginn eftir að Kastljósið sýndi Brúneggjaþáttinn. Það reis upp alda á samfélagsmiðlum, það fylltist „inboxið“ hjá mér,“ segir Ólafur. Hann fagnar því að verslanir hafi í kjölfarið ákveðið að taka eggin úr sölu, sem og aðrar vörur sem merktar eru vistvænar því það er í raun, „ekkert til sem heitir vistvænn landbúnaður.“ Það sé annars vegar venjulegur landbúnaður og hins vegar lífrænn landbúnaður sem um gilda strangar alþjóðlegar reglur. Hið sama á ekki við um vistvænan lanbúnað - sem „er bara einhver óskapnaður.“ Þjónkun við framleiðendur alger Hann fagnar loforðum Matvælastofnunar um bót og betrun enda sé það grunnkrafa neytenda að fá upplýsingar um vörur og þjónustu. Brúneggjamálið endurspegli þó forgangsröðun stjórnvalda í neytendamálum. „Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger og tilitsemin við neytendur er engin. Engin,“ segir Ólafur „Hagsmunir neytenda eru afgangsstærð, sópað út af borðinu. Hagsmunir framleiðenda eru allsráðandi,“ bætir hann við. Ólafur telur þó að hlutirnir séu að breytast með tilkomu samfélagsmiðlanna og vitundarvakningar neytenda í kjölfarið. „Neytendur geta greitt atkvæði með fótunum og ég held að þeir séu farnir að gera það í auknum mæli.“ Spjall þeirra má heyra með því að smella hér. Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir Brúneggjamálið svokallaða endurspegla það hvernig hagsmunir neytenda séu afgangsstærð á Íslandi. Þeim sé sópað út af borðinu á meðan hagsmunir framleiðenda séu allsráðandi. Þetta kom fram í máli hans á Sprengisandi þar sem hann var gestur ásamt þeim Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni. Ólafur segir að Neytendasamtökin hafi ekki farið varhluta af óánægju almennings þegar Kastljósið uppljóstraði um svik Brúneggja ehf. Hann rekur viðbrögðin til vitundavakningar um neytendamál og áhrifa samfélagsmiðlanna. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði „Ég held að ég hafi aldrei viðbrögðin verða svona snögg eins og á mánudaginn eftir að Kastljósið sýndi Brúneggjaþáttinn. Það reis upp alda á samfélagsmiðlum, það fylltist „inboxið“ hjá mér,“ segir Ólafur. Hann fagnar því að verslanir hafi í kjölfarið ákveðið að taka eggin úr sölu, sem og aðrar vörur sem merktar eru vistvænar því það er í raun, „ekkert til sem heitir vistvænn landbúnaður.“ Það sé annars vegar venjulegur landbúnaður og hins vegar lífrænn landbúnaður sem um gilda strangar alþjóðlegar reglur. Hið sama á ekki við um vistvænan lanbúnað - sem „er bara einhver óskapnaður.“ Þjónkun við framleiðendur alger Hann fagnar loforðum Matvælastofnunar um bót og betrun enda sé það grunnkrafa neytenda að fá upplýsingar um vörur og þjónustu. Brúneggjamálið endurspegli þó forgangsröðun stjórnvalda í neytendamálum. „Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger og tilitsemin við neytendur er engin. Engin,“ segir Ólafur „Hagsmunir neytenda eru afgangsstærð, sópað út af borðinu. Hagsmunir framleiðenda eru allsráðandi,“ bætir hann við. Ólafur telur þó að hlutirnir séu að breytast með tilkomu samfélagsmiðlanna og vitundarvakningar neytenda í kjölfarið. „Neytendur geta greitt atkvæði með fótunum og ég held að þeir séu farnir að gera það í auknum mæli.“ Spjall þeirra má heyra með því að smella hér.
Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans 1. desember 2016 07:00