Landspítalinn fær fjóra milljarða á fjárlögum en þarf tólf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2016 16:59 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í dag. vísir/gva Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Ekki verður þó annað ráðið af frumvarpinu en að hækkunin sé að mestu fólgin í verðlags-og launabótum. Miðað við orð Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld er þetta verulega langt frá þeim tólf milljörðum sem spítalinn telur sig þurfa til að geta sinnt nauðsynlegri þjónustu. Í fréttinni var miðað við það að spítalinn fengi tvo milljarða til viðbótar á fjárlögum næsta árs auk verðlags-og launabóta. María sagði á sunnudagskvöld að það gengi ekki upp að spítalinn fengi minni fjármuni en hann í raun þurfi. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” sagði María. Þá sagði hún að spítalinn myndi leita til heilbrigðisráðherra varðandi það hvernig ætti að skera niður þjónustu á spítalanum. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” sagði María á sunnudagskvöld. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er þó í heildina gert ráð fyrir því að rekstrarframlög til heilbrigðismála aukist um samtals 7,3 milljarða. Þar af eru fjórir milljarðar til styrkingar á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilsugæslu og um 1,5 milljarður vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna frumvarpsins. Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Ekki verður þó annað ráðið af frumvarpinu en að hækkunin sé að mestu fólgin í verðlags-og launabótum. Miðað við orð Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld er þetta verulega langt frá þeim tólf milljörðum sem spítalinn telur sig þurfa til að geta sinnt nauðsynlegri þjónustu. Í fréttinni var miðað við það að spítalinn fengi tvo milljarða til viðbótar á fjárlögum næsta árs auk verðlags-og launabóta. María sagði á sunnudagskvöld að það gengi ekki upp að spítalinn fengi minni fjármuni en hann í raun þurfi. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” sagði María. Þá sagði hún að spítalinn myndi leita til heilbrigðisráðherra varðandi það hvernig ætti að skera niður þjónustu á spítalanum. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” sagði María á sunnudagskvöld. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er þó í heildina gert ráð fyrir því að rekstrarframlög til heilbrigðismála aukist um samtals 7,3 milljarða. Þar af eru fjórir milljarðar til styrkingar á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilsugæslu og um 1,5 milljarður vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna frumvarpsins.
Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50
Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15