Landspítalinn fær fjóra milljarða á fjárlögum en þarf tólf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2016 16:59 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í dag. vísir/gva Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Ekki verður þó annað ráðið af frumvarpinu en að hækkunin sé að mestu fólgin í verðlags-og launabótum. Miðað við orð Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld er þetta verulega langt frá þeim tólf milljörðum sem spítalinn telur sig þurfa til að geta sinnt nauðsynlegri þjónustu. Í fréttinni var miðað við það að spítalinn fengi tvo milljarða til viðbótar á fjárlögum næsta árs auk verðlags-og launabóta. María sagði á sunnudagskvöld að það gengi ekki upp að spítalinn fengi minni fjármuni en hann í raun þurfi. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” sagði María. Þá sagði hún að spítalinn myndi leita til heilbrigðisráðherra varðandi það hvernig ætti að skera niður þjónustu á spítalanum. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” sagði María á sunnudagskvöld. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er þó í heildina gert ráð fyrir því að rekstrarframlög til heilbrigðismála aukist um samtals 7,3 milljarða. Þar af eru fjórir milljarðar til styrkingar á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilsugæslu og um 1,5 milljarður vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna frumvarpsins. Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Ekki verður þó annað ráðið af frumvarpinu en að hækkunin sé að mestu fólgin í verðlags-og launabótum. Miðað við orð Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld er þetta verulega langt frá þeim tólf milljörðum sem spítalinn telur sig þurfa til að geta sinnt nauðsynlegri þjónustu. Í fréttinni var miðað við það að spítalinn fengi tvo milljarða til viðbótar á fjárlögum næsta árs auk verðlags-og launabóta. María sagði á sunnudagskvöld að það gengi ekki upp að spítalinn fengi minni fjármuni en hann í raun þurfi. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” sagði María. Þá sagði hún að spítalinn myndi leita til heilbrigðisráðherra varðandi það hvernig ætti að skera niður þjónustu á spítalanum. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” sagði María á sunnudagskvöld. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er þó í heildina gert ráð fyrir því að rekstrarframlög til heilbrigðismála aukist um samtals 7,3 milljarða. Þar af eru fjórir milljarðar til styrkingar á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilsugæslu og um 1,5 milljarður vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna frumvarpsins.
Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50
Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15