Landspítali leitar til ráðherra um skerðingu á þjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. desember 2016 19:00 Framkvæmdastjórn Landspítalans ætlar að leita til heilbrigðisráðherra um tillögur til að skera niður þjónustu fái spítalinn ekki aukið fjármagn. Gert er ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um tvo milljarða í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður eftir helgi, en 12 milljarða vantar til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningar á þriðjudag. Helsta verkefni þingmanna verður að ná samkomulagi um fjárlög en frumvarpið verður kynnt á þriðjudag.Vantar 12 milljarða en fá tvo Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir auknum framlögum til heilbrigðismála í fjárlögum næsta árs. Hér á Landspítalanum er gert ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um að hámarki tvo milljarða króna. „Því miður að þá er það alls ekki í samræmi við þarfir og jafnvel þó við fengum alla þessa tvo milljarða, að þá nægir það varla til þess að svara þeirri eftirspurnaraukningu sem að verður á ári hverju, sem að er að minnsta kosti 1,7 prósent,” segir María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans. Skerðing á þjónustu Það munar því um 10 milljörðum á því sem spítalinn fær og því sem hann vantar til að sinna allri þjónustu. María segir þetta einfaldlega ekki ganga upp en gangi þetta eftir muni Landspítalinn kynna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hvað þetta kæmi til með að þýða fyrir spítalann. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” segir María. Leita til ráðherra ef til skerðingar á þjónustu kemur Hún segir að komi til þess að skerða þurfi þjónustu muni spítalinn leita til heilbrigðisráðherra um hvernig það skuli gert, en það sé í samræmi við ný lög um opinber fjármál. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” segir María. Það sé vissulega rétt að það sé verið að auka fjármagn til heilbrigðismála í ríkisfjármálaáætlun. Hins vegar sé þetta einfaldlega ekki nóg enda Landspítalinn að koma undan löngu og erfiðu tímabili. Til samanburðar megi benda á að spítalinn sé á föstu verðlagi rekinn fyrir sömu fjárhæðir og í byrjun aldarinnar en á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað mikið og spítalinn tekið við mörgum nýjum verkefnum. „Þetta er auðvitað mjög mikil ógn við allt heilbrigðiskerfið. Það auðvitað liggur fyrir að það verður breyting á því þjónustuframboði sem að hægt er að halda úti, ef að menn eru ekki tilbúnir að setja inn fjármagn til þess að mæta aukinni eftirspurn. Það er því miður ekki hægt að skilja það á nokkurn annan hátt,” segir María. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Framkvæmdastjórn Landspítalans ætlar að leita til heilbrigðisráðherra um tillögur til að skera niður þjónustu fái spítalinn ekki aukið fjármagn. Gert er ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um tvo milljarða í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður eftir helgi, en 12 milljarða vantar til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningar á þriðjudag. Helsta verkefni þingmanna verður að ná samkomulagi um fjárlög en frumvarpið verður kynnt á þriðjudag.Vantar 12 milljarða en fá tvo Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir auknum framlögum til heilbrigðismála í fjárlögum næsta árs. Hér á Landspítalanum er gert ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um að hámarki tvo milljarða króna. „Því miður að þá er það alls ekki í samræmi við þarfir og jafnvel þó við fengum alla þessa tvo milljarða, að þá nægir það varla til þess að svara þeirri eftirspurnaraukningu sem að verður á ári hverju, sem að er að minnsta kosti 1,7 prósent,” segir María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans. Skerðing á þjónustu Það munar því um 10 milljörðum á því sem spítalinn fær og því sem hann vantar til að sinna allri þjónustu. María segir þetta einfaldlega ekki ganga upp en gangi þetta eftir muni Landspítalinn kynna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hvað þetta kæmi til með að þýða fyrir spítalann. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” segir María. Leita til ráðherra ef til skerðingar á þjónustu kemur Hún segir að komi til þess að skerða þurfi þjónustu muni spítalinn leita til heilbrigðisráðherra um hvernig það skuli gert, en það sé í samræmi við ný lög um opinber fjármál. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” segir María. Það sé vissulega rétt að það sé verið að auka fjármagn til heilbrigðismála í ríkisfjármálaáætlun. Hins vegar sé þetta einfaldlega ekki nóg enda Landspítalinn að koma undan löngu og erfiðu tímabili. Til samanburðar megi benda á að spítalinn sé á föstu verðlagi rekinn fyrir sömu fjárhæðir og í byrjun aldarinnar en á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað mikið og spítalinn tekið við mörgum nýjum verkefnum. „Þetta er auðvitað mjög mikil ógn við allt heilbrigðiskerfið. Það auðvitað liggur fyrir að það verður breyting á því þjónustuframboði sem að hægt er að halda úti, ef að menn eru ekki tilbúnir að setja inn fjármagn til þess að mæta aukinni eftirspurn. Það er því miður ekki hægt að skilja það á nokkurn annan hátt,” segir María.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira