Landspítalinn fær fjóra milljarða á fjárlögum en þarf tólf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2016 16:59 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í dag. vísir/gva Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Ekki verður þó annað ráðið af frumvarpinu en að hækkunin sé að mestu fólgin í verðlags-og launabótum. Miðað við orð Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld er þetta verulega langt frá þeim tólf milljörðum sem spítalinn telur sig þurfa til að geta sinnt nauðsynlegri þjónustu. Í fréttinni var miðað við það að spítalinn fengi tvo milljarða til viðbótar á fjárlögum næsta árs auk verðlags-og launabóta. María sagði á sunnudagskvöld að það gengi ekki upp að spítalinn fengi minni fjármuni en hann í raun þurfi. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” sagði María. Þá sagði hún að spítalinn myndi leita til heilbrigðisráðherra varðandi það hvernig ætti að skera niður þjónustu á spítalanum. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” sagði María á sunnudagskvöld. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er þó í heildina gert ráð fyrir því að rekstrarframlög til heilbrigðismála aukist um samtals 7,3 milljarða. Þar af eru fjórir milljarðar til styrkingar á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilsugæslu og um 1,5 milljarður vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna frumvarpsins. Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Ekki verður þó annað ráðið af frumvarpinu en að hækkunin sé að mestu fólgin í verðlags-og launabótum. Miðað við orð Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld er þetta verulega langt frá þeim tólf milljörðum sem spítalinn telur sig þurfa til að geta sinnt nauðsynlegri þjónustu. Í fréttinni var miðað við það að spítalinn fengi tvo milljarða til viðbótar á fjárlögum næsta árs auk verðlags-og launabóta. María sagði á sunnudagskvöld að það gengi ekki upp að spítalinn fengi minni fjármuni en hann í raun þurfi. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” sagði María. Þá sagði hún að spítalinn myndi leita til heilbrigðisráðherra varðandi það hvernig ætti að skera niður þjónustu á spítalanum. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” sagði María á sunnudagskvöld. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er þó í heildina gert ráð fyrir því að rekstrarframlög til heilbrigðismála aukist um samtals 7,3 milljarða. Þar af eru fjórir milljarðar til styrkingar á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilsugæslu og um 1,5 milljarður vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna frumvarpsins.
Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50
Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15