Yfirlýsing vegna Alþjóðlega mannréttindadagsins Federica Mogherini skrifar 9. desember 2016 07:00 Þann 10. desember halda Evrópusambandið og aðildarríki þess upp á Alþjóðlega mannréttindadaginn. Þar sem ójöfnuður og mannréttindabrot fara sívaxandi víða um heim, og átökum linnir ekki í löndum á við Sýrland, er enn brýnna en ella að efla aðgerðir okkar til varnar sameiginlegum réttindum allra. Þess vegna tökum við höndum saman með Sameinuðu þjóðunum í ákalli til fólks um að verja rétt hvers og eins. Hvert og eitt okkar ber persónulega ábyrgð á því að standa vörð um þessi réttindi. Við getum sótt innblástur til þeirra mannréttindafrömuða sem hafa í fjölda landa sýnt hugrekki frammi fyrir vaxandi þrýstingi og ógnunum. Evrópusambandið ásetur sér að verja þá, og efla rými borgaralegs samfélags. Embættismenn ESB, á öllum stigum, gera þetta með fundum við mannréttindafrömuði, eftirliti með réttarhöldum yfir þeim, heimsóknum til þeirra sem haldið er föngnum og með því að vekja máls á stöðu þeirra við stjórnvöld. Gegnum neyðarsjóð EIDHR hefur ESB einnig í ár veitt fjárhagsaðstoð til yfir 250 mannréttindafrömuða og fjölskyldna þeirra, sem eru í hættu vegna daglegra starfa sinna.ESB stendur vörð um mannréttindi Aðgerðir einstaklinga skipta sköpum, en Evrópusambandið í heild mun þó áfram gegna forystuhlutverki í að tala máli heimsskipulags á grundvelli laga og réttar, með virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi. Stavros Lambrinidis, sérlegur fulltrúi mannréttinda innan ESB, vinnur ötullega að því að hefja merki mannréttindastefnu ESB á loft á alþjóðavettvangi. Á sama tíma starfa sendinefndir ESB linnulaust að vörnum mannréttinda innan gistilanda sinna. ESB er enn sem fyrr einarður talsmaður mannréttinda á fjölþjóðavettvangi. Við styðjum mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna heilshugar, sem lykilþátt til að verja mannréttindi og til að hafa eftirlit með því að þeim sé framfylgt. Á næsta ári mun Evrópusambandið fylgja eftir nýrri Heimsáætlun ESB í utanríkis- og öryggismálum, sem kynnt var í júní 2016, þar sem við hétum því að hlúa að virðingu fyrir mannréttindum bæði innan og utan sambandsins. Það felur í sér að tryggja hæsta stig mannréttindavarna fyrir förufólk og flóttamenn í öllum aðgerðum ESB á sviði fólksflutninga og þróunar. Að sama skapi munum við endurnýja skuldbindingar okkar í baráttunni gegn pyntingum og illri meðferð, og til að verja réttindi barna. Í dag, og sérhvern dag á komandi ári, mun ESB standa vörð um mannréttindi á heimsvísu, og heitir hverjum einstaklingi sem það gerir fullum stuðningi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 10. desember halda Evrópusambandið og aðildarríki þess upp á Alþjóðlega mannréttindadaginn. Þar sem ójöfnuður og mannréttindabrot fara sívaxandi víða um heim, og átökum linnir ekki í löndum á við Sýrland, er enn brýnna en ella að efla aðgerðir okkar til varnar sameiginlegum réttindum allra. Þess vegna tökum við höndum saman með Sameinuðu þjóðunum í ákalli til fólks um að verja rétt hvers og eins. Hvert og eitt okkar ber persónulega ábyrgð á því að standa vörð um þessi réttindi. Við getum sótt innblástur til þeirra mannréttindafrömuða sem hafa í fjölda landa sýnt hugrekki frammi fyrir vaxandi þrýstingi og ógnunum. Evrópusambandið ásetur sér að verja þá, og efla rými borgaralegs samfélags. Embættismenn ESB, á öllum stigum, gera þetta með fundum við mannréttindafrömuði, eftirliti með réttarhöldum yfir þeim, heimsóknum til þeirra sem haldið er föngnum og með því að vekja máls á stöðu þeirra við stjórnvöld. Gegnum neyðarsjóð EIDHR hefur ESB einnig í ár veitt fjárhagsaðstoð til yfir 250 mannréttindafrömuða og fjölskyldna þeirra, sem eru í hættu vegna daglegra starfa sinna.ESB stendur vörð um mannréttindi Aðgerðir einstaklinga skipta sköpum, en Evrópusambandið í heild mun þó áfram gegna forystuhlutverki í að tala máli heimsskipulags á grundvelli laga og réttar, með virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi. Stavros Lambrinidis, sérlegur fulltrúi mannréttinda innan ESB, vinnur ötullega að því að hefja merki mannréttindastefnu ESB á loft á alþjóðavettvangi. Á sama tíma starfa sendinefndir ESB linnulaust að vörnum mannréttinda innan gistilanda sinna. ESB er enn sem fyrr einarður talsmaður mannréttinda á fjölþjóðavettvangi. Við styðjum mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna heilshugar, sem lykilþátt til að verja mannréttindi og til að hafa eftirlit með því að þeim sé framfylgt. Á næsta ári mun Evrópusambandið fylgja eftir nýrri Heimsáætlun ESB í utanríkis- og öryggismálum, sem kynnt var í júní 2016, þar sem við hétum því að hlúa að virðingu fyrir mannréttindum bæði innan og utan sambandsins. Það felur í sér að tryggja hæsta stig mannréttindavarna fyrir förufólk og flóttamenn í öllum aðgerðum ESB á sviði fólksflutninga og þróunar. Að sama skapi munum við endurnýja skuldbindingar okkar í baráttunni gegn pyntingum og illri meðferð, og til að verja réttindi barna. Í dag, og sérhvern dag á komandi ári, mun ESB standa vörð um mannréttindi á heimsvísu, og heitir hverjum einstaklingi sem það gerir fullum stuðningi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun