Yfirlýsing vegna Alþjóðlega mannréttindadagsins Federica Mogherini skrifar 9. desember 2016 07:00 Þann 10. desember halda Evrópusambandið og aðildarríki þess upp á Alþjóðlega mannréttindadaginn. Þar sem ójöfnuður og mannréttindabrot fara sívaxandi víða um heim, og átökum linnir ekki í löndum á við Sýrland, er enn brýnna en ella að efla aðgerðir okkar til varnar sameiginlegum réttindum allra. Þess vegna tökum við höndum saman með Sameinuðu þjóðunum í ákalli til fólks um að verja rétt hvers og eins. Hvert og eitt okkar ber persónulega ábyrgð á því að standa vörð um þessi réttindi. Við getum sótt innblástur til þeirra mannréttindafrömuða sem hafa í fjölda landa sýnt hugrekki frammi fyrir vaxandi þrýstingi og ógnunum. Evrópusambandið ásetur sér að verja þá, og efla rými borgaralegs samfélags. Embættismenn ESB, á öllum stigum, gera þetta með fundum við mannréttindafrömuði, eftirliti með réttarhöldum yfir þeim, heimsóknum til þeirra sem haldið er föngnum og með því að vekja máls á stöðu þeirra við stjórnvöld. Gegnum neyðarsjóð EIDHR hefur ESB einnig í ár veitt fjárhagsaðstoð til yfir 250 mannréttindafrömuða og fjölskyldna þeirra, sem eru í hættu vegna daglegra starfa sinna.ESB stendur vörð um mannréttindi Aðgerðir einstaklinga skipta sköpum, en Evrópusambandið í heild mun þó áfram gegna forystuhlutverki í að tala máli heimsskipulags á grundvelli laga og réttar, með virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi. Stavros Lambrinidis, sérlegur fulltrúi mannréttinda innan ESB, vinnur ötullega að því að hefja merki mannréttindastefnu ESB á loft á alþjóðavettvangi. Á sama tíma starfa sendinefndir ESB linnulaust að vörnum mannréttinda innan gistilanda sinna. ESB er enn sem fyrr einarður talsmaður mannréttinda á fjölþjóðavettvangi. Við styðjum mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna heilshugar, sem lykilþátt til að verja mannréttindi og til að hafa eftirlit með því að þeim sé framfylgt. Á næsta ári mun Evrópusambandið fylgja eftir nýrri Heimsáætlun ESB í utanríkis- og öryggismálum, sem kynnt var í júní 2016, þar sem við hétum því að hlúa að virðingu fyrir mannréttindum bæði innan og utan sambandsins. Það felur í sér að tryggja hæsta stig mannréttindavarna fyrir förufólk og flóttamenn í öllum aðgerðum ESB á sviði fólksflutninga og þróunar. Að sama skapi munum við endurnýja skuldbindingar okkar í baráttunni gegn pyntingum og illri meðferð, og til að verja réttindi barna. Í dag, og sérhvern dag á komandi ári, mun ESB standa vörð um mannréttindi á heimsvísu, og heitir hverjum einstaklingi sem það gerir fullum stuðningi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 10. desember halda Evrópusambandið og aðildarríki þess upp á Alþjóðlega mannréttindadaginn. Þar sem ójöfnuður og mannréttindabrot fara sívaxandi víða um heim, og átökum linnir ekki í löndum á við Sýrland, er enn brýnna en ella að efla aðgerðir okkar til varnar sameiginlegum réttindum allra. Þess vegna tökum við höndum saman með Sameinuðu þjóðunum í ákalli til fólks um að verja rétt hvers og eins. Hvert og eitt okkar ber persónulega ábyrgð á því að standa vörð um þessi réttindi. Við getum sótt innblástur til þeirra mannréttindafrömuða sem hafa í fjölda landa sýnt hugrekki frammi fyrir vaxandi þrýstingi og ógnunum. Evrópusambandið ásetur sér að verja þá, og efla rými borgaralegs samfélags. Embættismenn ESB, á öllum stigum, gera þetta með fundum við mannréttindafrömuði, eftirliti með réttarhöldum yfir þeim, heimsóknum til þeirra sem haldið er föngnum og með því að vekja máls á stöðu þeirra við stjórnvöld. Gegnum neyðarsjóð EIDHR hefur ESB einnig í ár veitt fjárhagsaðstoð til yfir 250 mannréttindafrömuða og fjölskyldna þeirra, sem eru í hættu vegna daglegra starfa sinna.ESB stendur vörð um mannréttindi Aðgerðir einstaklinga skipta sköpum, en Evrópusambandið í heild mun þó áfram gegna forystuhlutverki í að tala máli heimsskipulags á grundvelli laga og réttar, með virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi. Stavros Lambrinidis, sérlegur fulltrúi mannréttinda innan ESB, vinnur ötullega að því að hefja merki mannréttindastefnu ESB á loft á alþjóðavettvangi. Á sama tíma starfa sendinefndir ESB linnulaust að vörnum mannréttinda innan gistilanda sinna. ESB er enn sem fyrr einarður talsmaður mannréttinda á fjölþjóðavettvangi. Við styðjum mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna heilshugar, sem lykilþátt til að verja mannréttindi og til að hafa eftirlit með því að þeim sé framfylgt. Á næsta ári mun Evrópusambandið fylgja eftir nýrri Heimsáætlun ESB í utanríkis- og öryggismálum, sem kynnt var í júní 2016, þar sem við hétum því að hlúa að virðingu fyrir mannréttindum bæði innan og utan sambandsins. Það felur í sér að tryggja hæsta stig mannréttindavarna fyrir förufólk og flóttamenn í öllum aðgerðum ESB á sviði fólksflutninga og þróunar. Að sama skapi munum við endurnýja skuldbindingar okkar í baráttunni gegn pyntingum og illri meðferð, og til að verja réttindi barna. Í dag, og sérhvern dag á komandi ári, mun ESB standa vörð um mannréttindi á heimsvísu, og heitir hverjum einstaklingi sem það gerir fullum stuðningi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar