Romney, sem gagnrýndi Trump harðlega mánuðum saman fyrir kosningarnar, hrósaði Trump í hástert eftir kvöldverð þeirra en með í för var einnig Reince Priebus, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins.
Sagði Romney við blaðamenn að hann ætti von á því að Trump myndi leiða Bandaríkin til betri framtíðar og að almenningur hefði náð að tengja vel við framtíðarsýn Trump.
Romney virðist hafa skipt um skoðun á Trump frá því kosningabaráttunni. Romney kallaði Trump meðal annars loddara og svikara í mars síðastliðnum. Romney og Trump hafa nú fundað tvisvar en líkt og áður sagði þykir líklegt að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra.