Lengsta ferðalagið á HM 2022 eins og að fara á milli Anfield og Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 23:15 Katarbúar eru að byggja marga glæsilega leikvanga. Vísir/Getty Næsta heimsmeistarakeppni í fótbolta fer fram í Rússlandi eftir eitt og hálft ár og er undankeppnin í fullum gangi. Keppnin fjórum árum síðar hefur hinsvegar verið í uppnámi í langan tíma en er nú að taka á sig mynd. Forráðamenn heimsmeistarakeppninnar í Katar 2022 ætla að gera fólki afar auðvelt að ferðast á milli keppnisstaða ætli það sér að sjá margra leiki í keppninni. Katarbúar hafa nú reiknað út fjarlægðina á milli allra átta leikvanganna sem keppt verður á á HM 2022. HM 2022 mun fara fram á 28 dögum frá 21. nóvember til 18. desember 2022. Mótshaldarar segja að lengsta ferðlagið á milli leikvanga í keppninni sé aðeins 55 kílómetrar sem er samskonar vegalengd og á milli Old Trafford (Manchester United) og Anfield (Liverpool). Sem dæmi eru 52 kílómetrar á milli Kaplakrikavallar (FH) og Akranesvallar (ÍA). Minnsta fjarlægðin á milli leikvanga er síðan aðeins 4,5 kílómetrar eða eins og að fara á milli Emirates-leikvangsins (Arsenal) og White Hart Lane (Tottenham). Sem dæmi eru 5 kílómetrar á milli Víkingsvallar (Víkingur R.) og Kópavogsvallar (Breiðablik). Þessi litlu ferðalög liðanna þýða að þau geta gist á sama stað allt mótið en ekki verið á fleygiferð eins og íslenska landsliðið á EM í Frakklandi í sumar. Heimsmeistaramótið í Brasilíu árið 2014 bauð upp á gríðarleg ferðlög fyrir liðin og stuðningsmenn þeirra. Þar var lengst 3140 kílómetrar á milli liða en styst um 340 kílómetrar. Það verður líka mikið um ferðlög á HM í Rússlandi sumarið 2018. Móthaldarar reyna nú eftir fremsta megni að byggja upp meiri jákvæða umfjöllun í kringum komandi heimsmeistaramót árið 2022. Þetta var eitt skrefið í því. Ákvörðun að fara með keppnina til Katar hefur fengið mikla gagnrýni enda flestum ljóst að Katarbúar höfðu keypt framkvæmdastjórn FIFA. Þetta skapaði mörg vandamál og endanum varð að færa HM úr steikjandi hita júní- og júlímánaðar inn á veturinn svo ekki væri lífshættulegt fyrir leikmenn og stuðningsfólk að vera á ferðinni í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stæði. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Næsta heimsmeistarakeppni í fótbolta fer fram í Rússlandi eftir eitt og hálft ár og er undankeppnin í fullum gangi. Keppnin fjórum árum síðar hefur hinsvegar verið í uppnámi í langan tíma en er nú að taka á sig mynd. Forráðamenn heimsmeistarakeppninnar í Katar 2022 ætla að gera fólki afar auðvelt að ferðast á milli keppnisstaða ætli það sér að sjá margra leiki í keppninni. Katarbúar hafa nú reiknað út fjarlægðina á milli allra átta leikvanganna sem keppt verður á á HM 2022. HM 2022 mun fara fram á 28 dögum frá 21. nóvember til 18. desember 2022. Mótshaldarar segja að lengsta ferðlagið á milli leikvanga í keppninni sé aðeins 55 kílómetrar sem er samskonar vegalengd og á milli Old Trafford (Manchester United) og Anfield (Liverpool). Sem dæmi eru 52 kílómetrar á milli Kaplakrikavallar (FH) og Akranesvallar (ÍA). Minnsta fjarlægðin á milli leikvanga er síðan aðeins 4,5 kílómetrar eða eins og að fara á milli Emirates-leikvangsins (Arsenal) og White Hart Lane (Tottenham). Sem dæmi eru 5 kílómetrar á milli Víkingsvallar (Víkingur R.) og Kópavogsvallar (Breiðablik). Þessi litlu ferðalög liðanna þýða að þau geta gist á sama stað allt mótið en ekki verið á fleygiferð eins og íslenska landsliðið á EM í Frakklandi í sumar. Heimsmeistaramótið í Brasilíu árið 2014 bauð upp á gríðarleg ferðlög fyrir liðin og stuðningsmenn þeirra. Þar var lengst 3140 kílómetrar á milli liða en styst um 340 kílómetrar. Það verður líka mikið um ferðlög á HM í Rússlandi sumarið 2018. Móthaldarar reyna nú eftir fremsta megni að byggja upp meiri jákvæða umfjöllun í kringum komandi heimsmeistaramót árið 2022. Þetta var eitt skrefið í því. Ákvörðun að fara með keppnina til Katar hefur fengið mikla gagnrýni enda flestum ljóst að Katarbúar höfðu keypt framkvæmdastjórn FIFA. Þetta skapaði mörg vandamál og endanum varð að færa HM úr steikjandi hita júní- og júlímánaðar inn á veturinn svo ekki væri lífshættulegt fyrir leikmenn og stuðningsfólk að vera á ferðinni í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stæði.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira