Tilraunir eru ekki ávísun á árangur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Hinn 3. október sl. kom út ítarleg skýrsla í Færeyjum, sem unnin var að skipan sjávarútvegsráðherra Færeyja, vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga. Skýrslan var unnin af níu manna nefnd, sem falið var að leggja fram tillögur að betrumbótum á færeyskri fiskveiðistjórnun. Skýrsla þessi er fyrir margra hluta sakir áhugaverð, sér í lagi vegna umræðu sem skapaðist hér á landi í aðdraganda alþingiskosninga og varðaði tilraunir Færeyinga með uppboð aflaheimilda. Áhersla á svo takmarkaðan þátt gjaldtöku í annars umsvifamiklu kerfi fiskveiðistjórnunar er varhugaverð. Fiskveiðistjórnun og gjaldtöku þarf að skoða í heildarsamhengi. Ólíkar leiðir við stjórn fiskveiða fela í sér ólíka hvata til verðmætasköpunar. Íslendingar hafa stýrt veiðum með aflamarkskerfi en Færeyingar með sóknardagakerfi. Á þessum kerfum er reginmunur. Á Íslandi er ástand þorskstofnsins gott, hrygningarstofninn er á uppleið og hefur ekki verið stærri í hálfa öld. Í Færeyjum er staðan hins vegar sú að þorskstofninn er í mikilli lægð og stærð hrygningarstofnsins hefur verið við varúðarmörk síðan árið 2005. Af þessu má leiða að skilvirk skipulagsumgjörð sjávarútvegs hér á landi, ásamt framtaki og frumkvæði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, hefur gert íslenskan sjávarútveg bæði sjálfbæran og arðbæran. Því miður hefur Færeyingum ekki tekist jafn vel upp. Í færeysku skýrslunni er lagt til að horfið sé frá sóknardagakerfi og þess í stað innleitt aflamarkskerfi. Er íslenska kerfið þar sérstaklega nefnt sem góð fyrirmynd. Þegar Færeyingar hafa komið sér upp skilvirkri skipulagsumgjörð er gjaldtaka fyrst orðin raunhæf. Þannig skal á það bent að engin gjaldtaka hefur verið í Færeyjum vegna veiða úr fiskistofnum á heimamiðum. Stafar þetta af þeim vandkvæðum sem áður voru nefnd. Tilraunir þær sem Færeyingar framkvæmdu í sumar á uppboði aflaheimilda verða sökum þessa að skoðast sem slíkar. Þær eru hluti af heildarendurskoðun kerfis sem hefur gengið sér til húðar. Það kann að vera eðlilegt í því samhengi að gera tilraunir með ólík form gjaldtöku, þ. á m. uppboð. Við Íslendingar eigum að fylgjast með framvindu þessara mála þar í landi. Ekkert kerfi er fullkomið og við eigum ávallt að leita leiða til að gera hið íslenska enn betra. Það tók hins vegar tíma að byggja upp skilvirkt kerfi og sú vegferð var ekki sársaukalaus. Okkur ber því að sýna ábyrgð og ígrunda vel þær leiðir sem kunna að verða farnar annars staðar í heiminum. Sjávarútvegur er einn grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar, fiskistofnar eru viðkvæmir og reynsla annarra þjóða hefur sýnt okkur að skilvirkt og sjálfbært kerfi er síður en svo auðsótt. Það væri því misráðið að stökkva á nýlega framkvæmdar uppboðstilraunir Færeyinga, þegar enn liggur ekkert fyrir um afrakstur eða afleiðingar þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 3. október sl. kom út ítarleg skýrsla í Færeyjum, sem unnin var að skipan sjávarútvegsráðherra Færeyja, vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga. Skýrslan var unnin af níu manna nefnd, sem falið var að leggja fram tillögur að betrumbótum á færeyskri fiskveiðistjórnun. Skýrsla þessi er fyrir margra hluta sakir áhugaverð, sér í lagi vegna umræðu sem skapaðist hér á landi í aðdraganda alþingiskosninga og varðaði tilraunir Færeyinga með uppboð aflaheimilda. Áhersla á svo takmarkaðan þátt gjaldtöku í annars umsvifamiklu kerfi fiskveiðistjórnunar er varhugaverð. Fiskveiðistjórnun og gjaldtöku þarf að skoða í heildarsamhengi. Ólíkar leiðir við stjórn fiskveiða fela í sér ólíka hvata til verðmætasköpunar. Íslendingar hafa stýrt veiðum með aflamarkskerfi en Færeyingar með sóknardagakerfi. Á þessum kerfum er reginmunur. Á Íslandi er ástand þorskstofnsins gott, hrygningarstofninn er á uppleið og hefur ekki verið stærri í hálfa öld. Í Færeyjum er staðan hins vegar sú að þorskstofninn er í mikilli lægð og stærð hrygningarstofnsins hefur verið við varúðarmörk síðan árið 2005. Af þessu má leiða að skilvirk skipulagsumgjörð sjávarútvegs hér á landi, ásamt framtaki og frumkvæði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, hefur gert íslenskan sjávarútveg bæði sjálfbæran og arðbæran. Því miður hefur Færeyingum ekki tekist jafn vel upp. Í færeysku skýrslunni er lagt til að horfið sé frá sóknardagakerfi og þess í stað innleitt aflamarkskerfi. Er íslenska kerfið þar sérstaklega nefnt sem góð fyrirmynd. Þegar Færeyingar hafa komið sér upp skilvirkri skipulagsumgjörð er gjaldtaka fyrst orðin raunhæf. Þannig skal á það bent að engin gjaldtaka hefur verið í Færeyjum vegna veiða úr fiskistofnum á heimamiðum. Stafar þetta af þeim vandkvæðum sem áður voru nefnd. Tilraunir þær sem Færeyingar framkvæmdu í sumar á uppboði aflaheimilda verða sökum þessa að skoðast sem slíkar. Þær eru hluti af heildarendurskoðun kerfis sem hefur gengið sér til húðar. Það kann að vera eðlilegt í því samhengi að gera tilraunir með ólík form gjaldtöku, þ. á m. uppboð. Við Íslendingar eigum að fylgjast með framvindu þessara mála þar í landi. Ekkert kerfi er fullkomið og við eigum ávallt að leita leiða til að gera hið íslenska enn betra. Það tók hins vegar tíma að byggja upp skilvirkt kerfi og sú vegferð var ekki sársaukalaus. Okkur ber því að sýna ábyrgð og ígrunda vel þær leiðir sem kunna að verða farnar annars staðar í heiminum. Sjávarútvegur er einn grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar, fiskistofnar eru viðkvæmir og reynsla annarra þjóða hefur sýnt okkur að skilvirkt og sjálfbært kerfi er síður en svo auðsótt. Það væri því misráðið að stökkva á nýlega framkvæmdar uppboðstilraunir Færeyinga, þegar enn liggur ekkert fyrir um afrakstur eða afleiðingar þeirra.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun