Edda Garðars: KR er ekki Fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 10:00 Edda Garðarsdóttir sem leikmaður KR og þjálfari KR. Vísir/Samsett mynd Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna, hefur heldur betur safnað að sér sterkum leikmönnum síðan að tímabilinu lauk. Fjórar landsliðskonur, fyrrverandi og núverandi, hafa samið við KR fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir hafa spilað saman 265 A-landsleiki en þær léku allar með KR á árum áður. Edda fer yfir stöðu mála hjá KR-liðinu í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag en KR rétt náði að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni í haust. „Ég ætla alls ekki að fara að tala um að nú getum við orðið meistarar eða eitthvað slíkt. Það væri algjör geðveiki. Við náðum að taka „kvikmyndalegan“ viðsnúning í hálfleik gegn ÍA í lokaumferðinni og héldum okkur þannig uppi í deildinni, þannig að mér finnst við ekkert geta verið kokhraustar,“ sagði Edda í viðtalinu við Sindra. Hún var staðráðin í að breyta um taktík en KR-liðið var með fjóra erlenda leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég er tiltölulega ný í þessu starfi og finnst þetta svolítið óþægilegt. Maður fær endalausar ábendingar um hina og þessa erlendu leikmenn og þetta er svo mikið lotterí. Maður krossleggur bara fingur þegar þær koma um vorið. Ég vil ekki hafa þetta svona. Þegar Þórunn, Katrín og Hólmfríður vildu koma heim þá tók maður því auðvitað bara fagnandi,“ sagði Edda í viðtalinu. „Mig langar að treysta á KR-inga og mínar stelpur. Ég vil ekki fá erlenda leikmenn sem ég þekki ekki. Ég er mun spenntari fyrir því að fá íslenska leikmenn sem mér lýst vel a, metnaðarfullar stelpur sem vilja breytingar. Mér finnst mjög gaman að hjálpa ungum leikmönnum að stíga sín fyrstu skref, þó að ég sé að fá gamlar með til að lyfta þessu upp. Þær eru KR-ingar og ég tel að það skipti máli, þó að nútímafótbolti sé eins og hann er," sagði Eddda. Edda skýtur líka á stjórnina í Fram sem vill ekkert með kvennalið félagsins gera og hefur enn ekki ráðið þjálfara eins og kom fram í sameiginlegum pistli frá leikmönnum Safamýrarliðsins í vikunni. „KR er ekki Fram, ef þú ert að spyrja að því. Ef maður horfir til baka þá kom þarna tími um 2008 eða 2009, þegar hópur leikmanna KR hafði tækifæri til að komast í atvinnumennsku. Við misstum liðið bara út á einu bretti. það er ekkert fyrst núna sem KR er að reyna að rífa þetta upp og stjórnin hefur alltaf verið boðin og búin að hjálpa til. Það kom mér bara meira á óvart en ekki hve mikill stuðningurinn hefur verið úr öllum áttum,“ sagði Edda. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira
Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna, hefur heldur betur safnað að sér sterkum leikmönnum síðan að tímabilinu lauk. Fjórar landsliðskonur, fyrrverandi og núverandi, hafa samið við KR fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir hafa spilað saman 265 A-landsleiki en þær léku allar með KR á árum áður. Edda fer yfir stöðu mála hjá KR-liðinu í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag en KR rétt náði að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni í haust. „Ég ætla alls ekki að fara að tala um að nú getum við orðið meistarar eða eitthvað slíkt. Það væri algjör geðveiki. Við náðum að taka „kvikmyndalegan“ viðsnúning í hálfleik gegn ÍA í lokaumferðinni og héldum okkur þannig uppi í deildinni, þannig að mér finnst við ekkert geta verið kokhraustar,“ sagði Edda í viðtalinu við Sindra. Hún var staðráðin í að breyta um taktík en KR-liðið var með fjóra erlenda leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég er tiltölulega ný í þessu starfi og finnst þetta svolítið óþægilegt. Maður fær endalausar ábendingar um hina og þessa erlendu leikmenn og þetta er svo mikið lotterí. Maður krossleggur bara fingur þegar þær koma um vorið. Ég vil ekki hafa þetta svona. Þegar Þórunn, Katrín og Hólmfríður vildu koma heim þá tók maður því auðvitað bara fagnandi,“ sagði Edda í viðtalinu. „Mig langar að treysta á KR-inga og mínar stelpur. Ég vil ekki fá erlenda leikmenn sem ég þekki ekki. Ég er mun spenntari fyrir því að fá íslenska leikmenn sem mér lýst vel a, metnaðarfullar stelpur sem vilja breytingar. Mér finnst mjög gaman að hjálpa ungum leikmönnum að stíga sín fyrstu skref, þó að ég sé að fá gamlar með til að lyfta þessu upp. Þær eru KR-ingar og ég tel að það skipti máli, þó að nútímafótbolti sé eins og hann er," sagði Eddda. Edda skýtur líka á stjórnina í Fram sem vill ekkert með kvennalið félagsins gera og hefur enn ekki ráðið þjálfara eins og kom fram í sameiginlegum pistli frá leikmönnum Safamýrarliðsins í vikunni. „KR er ekki Fram, ef þú ert að spyrja að því. Ef maður horfir til baka þá kom þarna tími um 2008 eða 2009, þegar hópur leikmanna KR hafði tækifæri til að komast í atvinnumennsku. Við misstum liðið bara út á einu bretti. það er ekkert fyrst núna sem KR er að reyna að rífa þetta upp og stjórnin hefur alltaf verið boðin og búin að hjálpa til. Það kom mér bara meira á óvart en ekki hve mikill stuðningurinn hefur verið úr öllum áttum,“ sagði Edda.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira