„Þeir óttast raddir okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2016 14:30 Shireen ásamt vinkonu sinni Kaziwar á víglínunni nærri Raqqa. Vísir/AFP „Þeir óttast raddir okkar," segir 25 ára kona sem hefur barist með sveitum Kúrda (YPG) í Sýrlandi í um fimm ár. Hundruð kvenna hafa gengið til liðs við YPG eftir að vígamenn samtakanna tóku þúsundir kvenna og barna sem tilheyra Jasídum í þrældóm sumarið 2014 og stofnað hópinn YPJ. YPG stendur í raun fyrir People's Protection Units, en YPJ stendur fyrir Women's Protection Units. Talið er að um 3.200 Jasídar séu enn í haldi ISIS og þar af að mestu í Sýrlandi.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt trú ISIS-liða er skömmustulegt og bannað að vera veginn af konu og er það eitthvað sem þeir óttast mjög. Því láta Shireen og aðrar konur í YPG vel heyra í sér þegar þær sækja fram gegn ISIS. YPG ásamt sýrlenskum bandamönnum þeirra hafa stofnað regnhlífarsamtökin SDF, eða Syrian Democratic Forces, og hafa samtökin sótt hart fram gegn ISIS á síðustu mánuðum, með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Nú sækja SDF að borginni Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins. Rojda Felat, yfirmaður Shireen, segir konurnar taka þátt í orrustunni um Raqqa til að verja „mæður sínar og systur“. „Fólk lítur niður á konur af fyrirlitningu og halda því fram að við séum of viðkvæmar, að við ættum ekki að dirfast halda á hníf eða byssu,“ segir Rojda við blaðamann AFP. „En þú getur séð sjálfur að við kunnum að notast við dushka (rússnesk gerð af vélbyssum), við kunnum að nota sprengjuvörpur og við getum einnig fjarlægt jarðsprengjur.“ Shireen segir vígamenn ISIS líta á konur sem þræla. Þess vegna berjist hún. Til að frelsa kynsystur sínar úr þrældómi.Out for revenge: Syria Kurd women fighters vow to make jihadist foes pay https://t.co/nRmK0bxAgy pic.twitter.com/iUE50PTiSd— AFP news agency (@AFP) November 11, 2016 Mið-Austurlönd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
„Þeir óttast raddir okkar," segir 25 ára kona sem hefur barist með sveitum Kúrda (YPG) í Sýrlandi í um fimm ár. Hundruð kvenna hafa gengið til liðs við YPG eftir að vígamenn samtakanna tóku þúsundir kvenna og barna sem tilheyra Jasídum í þrældóm sumarið 2014 og stofnað hópinn YPJ. YPG stendur í raun fyrir People's Protection Units, en YPJ stendur fyrir Women's Protection Units. Talið er að um 3.200 Jasídar séu enn í haldi ISIS og þar af að mestu í Sýrlandi.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt trú ISIS-liða er skömmustulegt og bannað að vera veginn af konu og er það eitthvað sem þeir óttast mjög. Því láta Shireen og aðrar konur í YPG vel heyra í sér þegar þær sækja fram gegn ISIS. YPG ásamt sýrlenskum bandamönnum þeirra hafa stofnað regnhlífarsamtökin SDF, eða Syrian Democratic Forces, og hafa samtökin sótt hart fram gegn ISIS á síðustu mánuðum, með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Nú sækja SDF að borginni Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins. Rojda Felat, yfirmaður Shireen, segir konurnar taka þátt í orrustunni um Raqqa til að verja „mæður sínar og systur“. „Fólk lítur niður á konur af fyrirlitningu og halda því fram að við séum of viðkvæmar, að við ættum ekki að dirfast halda á hníf eða byssu,“ segir Rojda við blaðamann AFP. „En þú getur séð sjálfur að við kunnum að notast við dushka (rússnesk gerð af vélbyssum), við kunnum að nota sprengjuvörpur og við getum einnig fjarlægt jarðsprengjur.“ Shireen segir vígamenn ISIS líta á konur sem þræla. Þess vegna berjist hún. Til að frelsa kynsystur sínar úr þrældómi.Out for revenge: Syria Kurd women fighters vow to make jihadist foes pay https://t.co/nRmK0bxAgy pic.twitter.com/iUE50PTiSd— AFP news agency (@AFP) November 11, 2016
Mið-Austurlönd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira