Kjarabarátta tónlistarskólakennara er barátta okkar allra! Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 10:18 Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár og þó að þeir hafi vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara hefur ekkert orðið til að hreyfa við þeim. Svo mánuðum skiptir hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við kjör sambærilegra hópa. Það eina sem samninganefnd sveitarfélaga hefur lagt á borðið á undanförnum mánuðum viðheldur óréttlætanlegum launamun milli tónlistarskólakennara og annarra sambærilegra hópa. Það sem mætir tónlistarskólakennurum við samningaborðið er þöggun og ótrúlegt metnaðarleysi í garð tónlistarskólanna. Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Himinhrópandi tómlæti ríkir í garð tónlistarmenntunar þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Stefna sveitarfélaga er að sambærileg og jafnverðmæt störf eigi að launa með sama hætti. Ekki er hægt að segja að það háttalag sem viðsemjandinn hefur sýnt af sér við samningaborðið svo mánuðum skiptir sé í samræmi við þessa stefnu. Er ekkert að marka þessa stefnu? Er þessi samningapólitík sem rekin er við samningaborðið að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en annarra kennarahópa? Er það þeirra skoðun að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en annarra hópa í kennarasamtökum landsins? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga spurðu kennarasamtökin stjórnmálaframboðin um afstöðu þeirra til mats á menntun og störfum tónlistarskólakennara til launa samanborið við aðra sambærilega kennarahópa. Í svörum flokkanna sem nú eiga sæti á þingi segir þetta um málið: • Björt framtíð: Menntun skili sér í launaumslagið. Tónlistarkennarar eru með áralangt nám að baki sér sem gerir þá að sérfræðingum í sínu fagi. Það ber að virða. • Framsókn: Eðlilegt að launakjör kennara sem kenna á sama skólastigi (aldursbili) séu sambærileg og byggð á sambærilegum grunni. • Píratar: Sambærileg menntun og starf = sömu grunnlaun. Þetta eru augljós réttindi. • Samfylking: Tónlistarkennarar séu metnir að verðleikum varðandi laun og önnur starfskjör. Það er eðlilegt að tónlistarkennarar njóti kjara sem standast jöfnuð við kjör kennarahópa með sambærilega menntun. • Sjálfstæðisflokkur: Eðlilegt að fólk fái greitt sambærileg laun fyrir sambærileg störf. • Viðreisn: Tónlistarkennarar ættu ekki að búa við lakari kjör en sambærilegir kennarahópar. • Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Tryggja tónlistarskólakennurum laun í samræmi við menntun og sérhæfingu. Framboðin sem nú eiga sæti á þingi eiga flest fulltrúa í sveitarstjórnum um allt land. Kennarasamtökin gera þá kröfu að þeir beiti sér strax fyrir því að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum, kennurum og stjórnendum þeirra. Störf þeirra á að meta að verðleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár og þó að þeir hafi vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara hefur ekkert orðið til að hreyfa við þeim. Svo mánuðum skiptir hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við kjör sambærilegra hópa. Það eina sem samninganefnd sveitarfélaga hefur lagt á borðið á undanförnum mánuðum viðheldur óréttlætanlegum launamun milli tónlistarskólakennara og annarra sambærilegra hópa. Það sem mætir tónlistarskólakennurum við samningaborðið er þöggun og ótrúlegt metnaðarleysi í garð tónlistarskólanna. Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Himinhrópandi tómlæti ríkir í garð tónlistarmenntunar þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Stefna sveitarfélaga er að sambærileg og jafnverðmæt störf eigi að launa með sama hætti. Ekki er hægt að segja að það háttalag sem viðsemjandinn hefur sýnt af sér við samningaborðið svo mánuðum skiptir sé í samræmi við þessa stefnu. Er ekkert að marka þessa stefnu? Er þessi samningapólitík sem rekin er við samningaborðið að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en annarra kennarahópa? Er það þeirra skoðun að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en annarra hópa í kennarasamtökum landsins? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga spurðu kennarasamtökin stjórnmálaframboðin um afstöðu þeirra til mats á menntun og störfum tónlistarskólakennara til launa samanborið við aðra sambærilega kennarahópa. Í svörum flokkanna sem nú eiga sæti á þingi segir þetta um málið: • Björt framtíð: Menntun skili sér í launaumslagið. Tónlistarkennarar eru með áralangt nám að baki sér sem gerir þá að sérfræðingum í sínu fagi. Það ber að virða. • Framsókn: Eðlilegt að launakjör kennara sem kenna á sama skólastigi (aldursbili) séu sambærileg og byggð á sambærilegum grunni. • Píratar: Sambærileg menntun og starf = sömu grunnlaun. Þetta eru augljós réttindi. • Samfylking: Tónlistarkennarar séu metnir að verðleikum varðandi laun og önnur starfskjör. Það er eðlilegt að tónlistarkennarar njóti kjara sem standast jöfnuð við kjör kennarahópa með sambærilega menntun. • Sjálfstæðisflokkur: Eðlilegt að fólk fái greitt sambærileg laun fyrir sambærileg störf. • Viðreisn: Tónlistarkennarar ættu ekki að búa við lakari kjör en sambærilegir kennarahópar. • Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Tryggja tónlistarskólakennurum laun í samræmi við menntun og sérhæfingu. Framboðin sem nú eiga sæti á þingi eiga flest fulltrúa í sveitarstjórnum um allt land. Kennarasamtökin gera þá kröfu að þeir beiti sér strax fyrir því að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum, kennurum og stjórnendum þeirra. Störf þeirra á að meta að verðleikum.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun