Sparkspekingur í Noregi segir Lars of leiðinlegan fyrir norska landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2016 11:00 Lars náði frábærum árangri með íslenska landsliðið á árunum 2012-16. vísir/epa Norska blaðið Verdens Gang nefnir Lars Lagerbäck sem einn af mögulegum eftirmönnum Per-Mathias Högmo sem landsliðsþjálfari Noregs. Norskur sparkspekingur hefur þó lítinn áhuga á að fá Lagerbäck og segir hann of leiðinlegan.Greint var frá því í gær að Högmo væri hættur þjálfun norska landsliðsins eftir þriggja ára starf. Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn, þykir líklegastur til að taka við norska liðinu sem hann lék sjálfur með á árunum 1994-2000. Óvíst er þó hvort Solbakken sé tilbúinn að yfirgefa FCK sem eru danskir meistarar og spila í Meistaradeild Evrópu. Auk Solbakkens nefnir VG fjóra aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara Noregs. Þetta eru þeir Lars Lagerbäck, Erik Hamrén, Ole Gunnar Solskjær og Kjetil Rekdal. Þá eru Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari, og Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, nefndir sem ólíklegir kandítatar.Egil „Drillo“ Olsen kom Noregi upp í 2. sæti heimslistans, þó ekki með neinum kampavínsfótbolta.vísir/gettyÍ umsögn VG um Lagerbäck segir að hann hafi farið með sænska landsliðið á fimm stórmót í röð sem enginn annar hafi afrekað. Hann hafi svo náð frábærum árangri með Ísland. Þá kemur einnig fram að Lagerbäck hafi orðið vinsælli með árunum og orðið mýkri eftir að hann tók við Íslandi. Kostirnir við Lagerbäck eru, samkvæmt VG, að hann er á lausu, leggur upp með vel skipulagðan varnarleik og býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa þjálfað Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. Gallarnir eru að Lagerbäck verður 69 ára á næsta ári og er ekki þekktur fyrir að mjög skemmtilegur. Sparkspekingurinn Joacim Jonsson segist í samtali við VG ekki hafa neina trú á því að Solbakken hætti hjá FCK til að taka við norska landsliðinu. Þá er hann hvorki spenntur fyrir Hamrén né Lagerbäck og segir leikstíl sænsku þjálfaranna leiðinlegan. „Hamrén er frekar leiðinlegur og sænska landsliðið spilaði leiðinlegan fótbolta. Vissulega fóru þeir á EM en þangað komust flest lið. Noregur mun ekki spila neinn kampavínsfótbolta með hann við stjórnvölinn,“ segir Jonsson en Norðmenn voru eitt þeirra liða sem mistókst að komast á EM í Frakklandi. „Ísland var sjarmerandi en þú mátt ekki bara horfa í úrslitin. Þeir náðu ekki árangri með góðum fótbolta. Þetta verður ekki neinn glansbolti með þá í brúnni,“ bætir Jonsson við. Noregur er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina í undankeppni HM 2018. Þessi þrjú stig fengust fyrir sigur á smáliði San Marínó. Norðmenn hafa ekki komist á stórmót síðan þeir voru á meðal þátttökuliða á EM 2000. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Norska blaðið Verdens Gang nefnir Lars Lagerbäck sem einn af mögulegum eftirmönnum Per-Mathias Högmo sem landsliðsþjálfari Noregs. Norskur sparkspekingur hefur þó lítinn áhuga á að fá Lagerbäck og segir hann of leiðinlegan.Greint var frá því í gær að Högmo væri hættur þjálfun norska landsliðsins eftir þriggja ára starf. Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn, þykir líklegastur til að taka við norska liðinu sem hann lék sjálfur með á árunum 1994-2000. Óvíst er þó hvort Solbakken sé tilbúinn að yfirgefa FCK sem eru danskir meistarar og spila í Meistaradeild Evrópu. Auk Solbakkens nefnir VG fjóra aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara Noregs. Þetta eru þeir Lars Lagerbäck, Erik Hamrén, Ole Gunnar Solskjær og Kjetil Rekdal. Þá eru Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari, og Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, nefndir sem ólíklegir kandítatar.Egil „Drillo“ Olsen kom Noregi upp í 2. sæti heimslistans, þó ekki með neinum kampavínsfótbolta.vísir/gettyÍ umsögn VG um Lagerbäck segir að hann hafi farið með sænska landsliðið á fimm stórmót í röð sem enginn annar hafi afrekað. Hann hafi svo náð frábærum árangri með Ísland. Þá kemur einnig fram að Lagerbäck hafi orðið vinsælli með árunum og orðið mýkri eftir að hann tók við Íslandi. Kostirnir við Lagerbäck eru, samkvæmt VG, að hann er á lausu, leggur upp með vel skipulagðan varnarleik og býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa þjálfað Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. Gallarnir eru að Lagerbäck verður 69 ára á næsta ári og er ekki þekktur fyrir að mjög skemmtilegur. Sparkspekingurinn Joacim Jonsson segist í samtali við VG ekki hafa neina trú á því að Solbakken hætti hjá FCK til að taka við norska landsliðinu. Þá er hann hvorki spenntur fyrir Hamrén né Lagerbäck og segir leikstíl sænsku þjálfaranna leiðinlegan. „Hamrén er frekar leiðinlegur og sænska landsliðið spilaði leiðinlegan fótbolta. Vissulega fóru þeir á EM en þangað komust flest lið. Noregur mun ekki spila neinn kampavínsfótbolta með hann við stjórnvölinn,“ segir Jonsson en Norðmenn voru eitt þeirra liða sem mistókst að komast á EM í Frakklandi. „Ísland var sjarmerandi en þú mátt ekki bara horfa í úrslitin. Þeir náðu ekki árangri með góðum fótbolta. Þetta verður ekki neinn glansbolti með þá í brúnni,“ bætir Jonsson við. Noregur er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina í undankeppni HM 2018. Þessi þrjú stig fengust fyrir sigur á smáliði San Marínó. Norðmenn hafa ekki komist á stórmót síðan þeir voru á meðal þátttökuliða á EM 2000.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira