„Dæmigerður kynáttunarvandi“ Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:00 Ég las grein fyrir stuttu þar sem trans fólk er notað sem viðfangsefni í greinarskrifum og er meðal annars talað um að persóna í íslenskri bókmenntasögu sé með „dæmigerðan kynáttunarvanda“ og að hún sé „strákur fæddur í kvenkynslíkama.“ Fyrir mörgum sýnist svona orðalag kannski ekki vera rosalega athugavert, en að baki liggur mjög gildishlaðin saga um viðhorf gagnvart trans fólki og kynvitund þess. Orðið kynáttunarvandi á rætur sínar að rekja til skilgreiningarinnar „gender identity disorder“, en sú skilgreining var í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM) fram til ársins 2015. Þá var skilgreiningunni breytt í „gender dysphoria“ (isk. kynami). Grundvallarmunurinn á þessum tveimur skilgreiningum er sá að ekki er lengur gengið út frá því að trans fólk sé með geðsjúkdóm sem þarfnist lækningar, heldur er gengið út frá því að fólk geti upplifað mikla vanlíðan, ama, þunglyndi og kvíða við það að þurfa að lifa í röngu kyni og að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé því til að koma í veg fyrir slíkt og bæta andlega velferð einstaklingsins. Talið er að aðgangur að slíkri heilbrigðisþjónustu sé lífsnauðsynlegur fyrir þau sem á henni þurfa.Ekki geðrænt vandamál Hörfað hefur verið frá því að skilgreina trans fólk innan heilbrigðisgeirans og kynvitund þeirra sem geðrænt vandamál, enda eðli málsins annað. Trans fólk og kynvitund þess er ekki vandi með áttun á kyni eða geðrænt vandamál - það er einfaldlega önnur birtingarmynd kynvitundar. Sömuleiðis er einnig farið að hörfa frá því að tala um að trans fólki „hafi fæðist í líkama karlmanns/kvenmanns“. Slíkt ýtir undir þá hugmynd að trans fólk sé ekki raunverulega þess kyn sem þau upplifa sig og finnst mörgu trans fólki það niðrandi. Ég hef sjálft alltaf lýst því þannig að ég fæddist ekki í líkama einhvers karlmanns, heldur í mínum eigin líkama sem á að vera metin út frá mínum eigin forsendum. Almennt er talað um að trans fólki fái úthlutað ákveðið kyn við fæðingu. Sem dæmi hefði greinarhöfundur því getað sagt að persónan hefði verið strákur sem hefði fengið úthlutað kvenkyn við fæðingu. Persónulega finnst mér þessi greining mikið vanmat á upplifun fólks af kynhlutverkum samfélagins og kröfum þess. Það þarf að gera sterkan greinarmun á því að vera ekki sátt við samfélagsleg kynhlutverk og að vera trans manneskja. Við þurfum að geta horft gagnrýnum augum á félagslega mótuð kynhlutverk og gera okkur grein fyrir því að þau henta alls ekki og ganga oft út frá úreltum og fáranlegum hugmyndum. Það að vera þeim ósammála gerir einstakling ekki af trans manneskju, enda væri þá nánast allir sem ég þekki trans manneskjur. Það að vera trans manneskja snýst um mun djúpstæðari upplifun og ósamræmi við það kyn sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu og eru kynhlutverk þar hugsanlega þáttur, en langt því frá að vera úrslitavaldur.Rétt orðanotkun mikilvæg Það er mikilvægt að tileinka sér rétta orðanotkun sem að ýtir ekki undir ranghugmyndir eða röng hugrenningartengsl. Það að tala um að trans fólk sé haldið kynáttunarvanda ýtir undir sjúkdómsvæðingu þess sem að jaðarsetur þau og þeirra kynvitund enn frekar. Að tala um að trans fólk hafi ‘fæðst í líkama karls/konu’ spilar inn á það að þau hafi verið eitthvað en verði svo eitthvað annað. Trans fólk á að vera metið út frá eigin kynvitund en ekki því kyni sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Það er mín von að við getum færst framar í orðanotkun og reynt að skilja málefnu trans fólks til hlítar. Það er stór munur á því að nota úrelt orðalag vegna þess að við höfum ekki heyrt önnur sjónarmið eða þekkjum ekki þróunar á orðanotkun trans samfélagsins og að vera bókstaflega í valdastöðu gagnvart trans fólki og nota umdeilt orðalag. Það ætti að vera skylda þeirra sem eru í forsvari fyrir trans fólk og hafa lengi barist fyrir þeirra réttindum að tileinka sér rétta og faglega orðanotkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ég las grein fyrir stuttu þar sem trans fólk er notað sem viðfangsefni í greinarskrifum og er meðal annars talað um að persóna í íslenskri bókmenntasögu sé með „dæmigerðan kynáttunarvanda“ og að hún sé „strákur fæddur í kvenkynslíkama.“ Fyrir mörgum sýnist svona orðalag kannski ekki vera rosalega athugavert, en að baki liggur mjög gildishlaðin saga um viðhorf gagnvart trans fólki og kynvitund þess. Orðið kynáttunarvandi á rætur sínar að rekja til skilgreiningarinnar „gender identity disorder“, en sú skilgreining var í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM) fram til ársins 2015. Þá var skilgreiningunni breytt í „gender dysphoria“ (isk. kynami). Grundvallarmunurinn á þessum tveimur skilgreiningum er sá að ekki er lengur gengið út frá því að trans fólk sé með geðsjúkdóm sem þarfnist lækningar, heldur er gengið út frá því að fólk geti upplifað mikla vanlíðan, ama, þunglyndi og kvíða við það að þurfa að lifa í röngu kyni og að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé því til að koma í veg fyrir slíkt og bæta andlega velferð einstaklingsins. Talið er að aðgangur að slíkri heilbrigðisþjónustu sé lífsnauðsynlegur fyrir þau sem á henni þurfa.Ekki geðrænt vandamál Hörfað hefur verið frá því að skilgreina trans fólk innan heilbrigðisgeirans og kynvitund þeirra sem geðrænt vandamál, enda eðli málsins annað. Trans fólk og kynvitund þess er ekki vandi með áttun á kyni eða geðrænt vandamál - það er einfaldlega önnur birtingarmynd kynvitundar. Sömuleiðis er einnig farið að hörfa frá því að tala um að trans fólki „hafi fæðist í líkama karlmanns/kvenmanns“. Slíkt ýtir undir þá hugmynd að trans fólk sé ekki raunverulega þess kyn sem þau upplifa sig og finnst mörgu trans fólki það niðrandi. Ég hef sjálft alltaf lýst því þannig að ég fæddist ekki í líkama einhvers karlmanns, heldur í mínum eigin líkama sem á að vera metin út frá mínum eigin forsendum. Almennt er talað um að trans fólki fái úthlutað ákveðið kyn við fæðingu. Sem dæmi hefði greinarhöfundur því getað sagt að persónan hefði verið strákur sem hefði fengið úthlutað kvenkyn við fæðingu. Persónulega finnst mér þessi greining mikið vanmat á upplifun fólks af kynhlutverkum samfélagins og kröfum þess. Það þarf að gera sterkan greinarmun á því að vera ekki sátt við samfélagsleg kynhlutverk og að vera trans manneskja. Við þurfum að geta horft gagnrýnum augum á félagslega mótuð kynhlutverk og gera okkur grein fyrir því að þau henta alls ekki og ganga oft út frá úreltum og fáranlegum hugmyndum. Það að vera þeim ósammála gerir einstakling ekki af trans manneskju, enda væri þá nánast allir sem ég þekki trans manneskjur. Það að vera trans manneskja snýst um mun djúpstæðari upplifun og ósamræmi við það kyn sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu og eru kynhlutverk þar hugsanlega þáttur, en langt því frá að vera úrslitavaldur.Rétt orðanotkun mikilvæg Það er mikilvægt að tileinka sér rétta orðanotkun sem að ýtir ekki undir ranghugmyndir eða röng hugrenningartengsl. Það að tala um að trans fólk sé haldið kynáttunarvanda ýtir undir sjúkdómsvæðingu þess sem að jaðarsetur þau og þeirra kynvitund enn frekar. Að tala um að trans fólk hafi ‘fæðst í líkama karls/konu’ spilar inn á það að þau hafi verið eitthvað en verði svo eitthvað annað. Trans fólk á að vera metið út frá eigin kynvitund en ekki því kyni sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Það er mín von að við getum færst framar í orðanotkun og reynt að skilja málefnu trans fólks til hlítar. Það er stór munur á því að nota úrelt orðalag vegna þess að við höfum ekki heyrt önnur sjónarmið eða þekkjum ekki þróunar á orðanotkun trans samfélagsins og að vera bókstaflega í valdastöðu gagnvart trans fólki og nota umdeilt orðalag. Það ætti að vera skylda þeirra sem eru í forsvari fyrir trans fólk og hafa lengi barist fyrir þeirra réttindum að tileinka sér rétta og faglega orðanotkun.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun