Salka Valka Óttar Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Breskur prófessor í geðlækningum, David Sinclair, hélt fyrirlestur í Hannesarholti í vikunni. Hann fjallaði um athuganir sínar á skáldsögum Halldórs Laxness frá sjónarhóli geðlækninga. Sinclair ræddi um alla þrjóskupúkana, Bjart í Sumarhúsum, Jón Hreggviðsson og Steinar undir Steinahlíðum o.fl. og velti fyrir sér undarlegu úthaldi og þoli þessara manna. Konunum skipti hann í þolendur (Sigurlínu í Mararbúð, Ástu Sóllilju) og baráttukonur eins og Sölku Völku og Uglu í Atómstöðinni. Er eitthvað til sem heitir þjóðarsál eða þjóðarkarakter? Margar af persónum Halldórs ganga í gegnum ótrúlegar þrengingar en komast af sakir innri styrkleika og þvermóðsku. Prófessorinn var sérlega hrifinn af Sölku Völku og spruttu fróðlegar umræður um persónuleika hennar. Góðar bókmenntir lifa vegna þess að fólk les þær með nýju hugarfari sem kallar á aðrar túlkanir. Fyrir mér er Halldór Laxness að leika sér að transgenderhugtakinu í lýsingum sínum á Sölku. Hún er með dæmigerðan kynáttunarvanda og nær engum sáttum við eigin líkama eða kynímynd. Á þessum árum (1932) er þetta ástand nánast óþekkt þótt þýskir kynfræðingar hafi lýst því í fræðibókum. Halldór hefur heillast af þessu viðfangsefni og býr til lítinn strák í kvenmannslíkama sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Salka fann sig hvorki í kven- né karlhlutverkinu svo að kannski var hún milli vita eða kynsegin. Sinclair hélt því fram að hún hafi verið ólétt í bókarlokin en ég taldi að hún hefði helst viljað fara í brjóstnám og nafnabreytingu til að nálgast sjálfa sig betur. Salka Valka heldur áfram að vefjast fyrir mönnum eins og forðum á Óseyri við Axarfjörð. Allavega var hún langt á undan sinni samtíð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun
Breskur prófessor í geðlækningum, David Sinclair, hélt fyrirlestur í Hannesarholti í vikunni. Hann fjallaði um athuganir sínar á skáldsögum Halldórs Laxness frá sjónarhóli geðlækninga. Sinclair ræddi um alla þrjóskupúkana, Bjart í Sumarhúsum, Jón Hreggviðsson og Steinar undir Steinahlíðum o.fl. og velti fyrir sér undarlegu úthaldi og þoli þessara manna. Konunum skipti hann í þolendur (Sigurlínu í Mararbúð, Ástu Sóllilju) og baráttukonur eins og Sölku Völku og Uglu í Atómstöðinni. Er eitthvað til sem heitir þjóðarsál eða þjóðarkarakter? Margar af persónum Halldórs ganga í gegnum ótrúlegar þrengingar en komast af sakir innri styrkleika og þvermóðsku. Prófessorinn var sérlega hrifinn af Sölku Völku og spruttu fróðlegar umræður um persónuleika hennar. Góðar bókmenntir lifa vegna þess að fólk les þær með nýju hugarfari sem kallar á aðrar túlkanir. Fyrir mér er Halldór Laxness að leika sér að transgenderhugtakinu í lýsingum sínum á Sölku. Hún er með dæmigerðan kynáttunarvanda og nær engum sáttum við eigin líkama eða kynímynd. Á þessum árum (1932) er þetta ástand nánast óþekkt þótt þýskir kynfræðingar hafi lýst því í fræðibókum. Halldór hefur heillast af þessu viðfangsefni og býr til lítinn strák í kvenmannslíkama sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Salka fann sig hvorki í kven- né karlhlutverkinu svo að kannski var hún milli vita eða kynsegin. Sinclair hélt því fram að hún hafi verið ólétt í bókarlokin en ég taldi að hún hefði helst viljað fara í brjóstnám og nafnabreytingu til að nálgast sjálfa sig betur. Salka Valka heldur áfram að vefjast fyrir mönnum eins og forðum á Óseyri við Axarfjörð. Allavega var hún langt á undan sinni samtíð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun