Erlent

Upplausn í bandarískum stjórnmálum mun halda áfram óháð úrslitum í kosningunum

Una Sighvatsdóttir skrifar
Allan Rivlin rekur hugveituna Zen Political Research Center, en hann starfaði áður sem ráðgjafi hjá ríkisstjórn Bill Clinton. Allan er því demókrati en fyrst og fremst er hann kosningasérfræðingur og hann telur forsetakjörið í ár vera birtingarmynd mun djúpstæðari vanda í bandarískum stjórnmálum

.

„Það er upplausn í bandarískum stjórnmálum sem hefur leitt til þess að kosningarnar eru þær óvinsælustu nokkurn tímann, en aðdragandinn er langur. Bandaríska ríkisstjórnin virkar ekki, starfsemin er brotin. Ekki mölbrotin en hefur verið að brotna í lengri tíma og ástandið versnar stöðugt.“

Þessa upplausn má að mati Allans rekja til þess að almenningur treystir ekki lengur kerfinu á sama hátt og áður. Við þessu sé því miður engin augljós lausn

.

„Fólk treystir ríkisstjórninni ekki lengur og treystir ekki fjölmiðlum.“


Það muni ekki breytast ef Hillary Clinton verður kosin og Trump tapar. Upplausnin mun halda áfram.

Hræðsluáróðurinn sem notaður hefur verið á báða bóga er þó orðum aukinn að mati Allans, því þótt hrikti í stoðum kerfisins sé lýðræðið í Bandaríkjunum byggt á nógu sterkum grunni til að verjast því.


Þetta þýðir hinsvegar að hvorugt forsetaefni er líklegt til þess að koma miklu í verk á kjörtímabilinu, því þingið mun beita sér gegn því. Upplausnin mun því gerjast áfram að mati Allans og hugsanlega strax daginn eftir kosningar, fari svo að Clinton vinni eins og líkur benda til


„Ég held að það sé góður möguleiki á því að eftir mjög jafnar kosningar, þar sem úrslit verða tvísýn í nokkrum lykilríkjum, að öflin á bak við Trump muni leita réttar síns fyrir dómstólum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×