Friðrik Ingi þjálfar 18 ára landslið karla og Einar Árni er yfirþjálfari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2016 16:30 Friðrik Ingi Rúnarsson. Vísir/Valli Körfuknattleikssamband Íslands hefur ráðið þjálfara fyrir yngri landsliðin sín á næsta ári en framundan er stærsta landsliðssumar í sögu KKÍ. Friðrik Ingi Rúnarsson tekur aftur við átján ára landsliði karla átján árum eftir að hann þjálfaði liðið síðast. Liðin sex sem eru komin með þjálfara og aðstoðarþjálfara taka öll þátt í verkefnum í sumar en framundan er risastórt landsliðssumar þar sem lið í U15, U16, U18 og U20 í flokki drengja og stúlkna verða öll í verkefnum erlendis. Einar Árni Jóhannsson er yfirþjálfari yngri landsliða KKÍ og verður hann öllum þjálfurum innan handar en hann hefur yfirumsjón með undirbúningi liðanna. Æfingahópar liðanna verða valdir í lok nóvember og síðan munu öll liðin æfa milli jóla og nýárs í ár, þrjá daga hvert, á tímabilinu 27.-30. desember. Mikla athygli vekur að Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum A-landsliðsþjálfari, snýr nú aftur inn í landsliðsstarf KKÍ. Hann mun taka við 18 ára landsliðinu en aðstoðarþjálfari hans verður Lárus Jónsson. Friðrik Ingi var síðast með landslið þegar hann var aðstoðarmaður Sigurðar Ingimundarsonar frá 2006 til 2007 en Friðrik Ingi var sjálfur A-landsliðsþjálfari frá 1999 til 2003. Friðrik Ingi þjálfaði síðast 18 ára landsliðið sumarið 1999 en í því liði voru kappar eins og Örlygur Sturluson, Logi Gunnarsson, Magnús Þór Gunnarsson, Magni Hafsteinsson og Jón Norðdal Hafsteinsson. Friðrik Ingi er nú að fara að stýra strákum sem fæddust um það leiti þegar hann var síðast með 18 ára landsliðið. Hér fyrir neðan eru þeir þjálfarar sem þjálfa U15, U16 og U18 landslið drengja og stúlkna í ár. KKÍ mun síðan á næstu dögum kynna þjálfara U20 liðanna sem og Afreksbúðaþjálfarar (undanfara U15 2018).Landsliðsþjálfarar yngri liða KKÍ 2017U18 kvenna Finnur Jónsson og aðstoðarþjálfari er Sævaldur Bjarnason.U18 karla Friðrik Ingi Rúnarsson og aðstoðarþjálfari er Lárus Jónsson.U16 stúlkna Daníel Guðmundsson og aðstoðarþjálfari er Kristjana Eir Jónsdóttir.U16 drengja Viðar Hafsteinsson og aðstoðarþjálfari er Skúli Ingibergur Þórarinsson.U15 stúlkna Árni Þór Hilmarsson og aðstoðarþjálfari er Hildur Sigurðardóttir.U15 drengja Ágúst S. Björgvinsson og aðstoðarþjálfari er Snorri Örn Arnaldsson. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands hefur ráðið þjálfara fyrir yngri landsliðin sín á næsta ári en framundan er stærsta landsliðssumar í sögu KKÍ. Friðrik Ingi Rúnarsson tekur aftur við átján ára landsliði karla átján árum eftir að hann þjálfaði liðið síðast. Liðin sex sem eru komin með þjálfara og aðstoðarþjálfara taka öll þátt í verkefnum í sumar en framundan er risastórt landsliðssumar þar sem lið í U15, U16, U18 og U20 í flokki drengja og stúlkna verða öll í verkefnum erlendis. Einar Árni Jóhannsson er yfirþjálfari yngri landsliða KKÍ og verður hann öllum þjálfurum innan handar en hann hefur yfirumsjón með undirbúningi liðanna. Æfingahópar liðanna verða valdir í lok nóvember og síðan munu öll liðin æfa milli jóla og nýárs í ár, þrjá daga hvert, á tímabilinu 27.-30. desember. Mikla athygli vekur að Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum A-landsliðsþjálfari, snýr nú aftur inn í landsliðsstarf KKÍ. Hann mun taka við 18 ára landsliðinu en aðstoðarþjálfari hans verður Lárus Jónsson. Friðrik Ingi var síðast með landslið þegar hann var aðstoðarmaður Sigurðar Ingimundarsonar frá 2006 til 2007 en Friðrik Ingi var sjálfur A-landsliðsþjálfari frá 1999 til 2003. Friðrik Ingi þjálfaði síðast 18 ára landsliðið sumarið 1999 en í því liði voru kappar eins og Örlygur Sturluson, Logi Gunnarsson, Magnús Þór Gunnarsson, Magni Hafsteinsson og Jón Norðdal Hafsteinsson. Friðrik Ingi er nú að fara að stýra strákum sem fæddust um það leiti þegar hann var síðast með 18 ára landsliðið. Hér fyrir neðan eru þeir þjálfarar sem þjálfa U15, U16 og U18 landslið drengja og stúlkna í ár. KKÍ mun síðan á næstu dögum kynna þjálfara U20 liðanna sem og Afreksbúðaþjálfarar (undanfara U15 2018).Landsliðsþjálfarar yngri liða KKÍ 2017U18 kvenna Finnur Jónsson og aðstoðarþjálfari er Sævaldur Bjarnason.U18 karla Friðrik Ingi Rúnarsson og aðstoðarþjálfari er Lárus Jónsson.U16 stúlkna Daníel Guðmundsson og aðstoðarþjálfari er Kristjana Eir Jónsdóttir.U16 drengja Viðar Hafsteinsson og aðstoðarþjálfari er Skúli Ingibergur Þórarinsson.U15 stúlkna Árni Þór Hilmarsson og aðstoðarþjálfari er Hildur Sigurðardóttir.U15 drengja Ágúst S. Björgvinsson og aðstoðarþjálfari er Snorri Örn Arnaldsson.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira