Æ er þetta ekki orðið gott – samkeppnin um ferðamanninn Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 21. október 2016 11:15 Ísland er í samkeppni við önnur lönd um ferðamenn og það er hart barist um athyglina. Það er mikilvægt að gæta að innviðum, gæðum og uppbyggingu á Íslandi og gleyma ekki því sem vel er gert en héðan fara ferðamenn ánægðir samkvæmt rannsóknum. Gæta verður líka að því sem er að gerast í alþjóðlega umhverfinu. Ferðamenn á heimsvísu voru 1,2 milljarðar árið 2015 samkvæmt UNTWO og stefnir í 5% aukningu á þessu ári. Ferðamenn í Norður Evrópu voru 75 milljónir og var svipuð aukning þar á milli ára. Ferðamönnum fjölgar um allan heim, og fólk ferðast nú meira en nokkurn tíma fyrr. Það er margt sem hefur áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast og val þeirra á áfangastað. Mishagstætt gengi, Brexit, ZIKA vírus, jarðskjálftar, eldgos og hryðjuverk eru dæmi um þætti sem hafa áhrif á ferðahegðun. Samkvæmt rannsóknarfyrirtækinu IPK International leita 40% ferðamanna nú að öruggum áfangastöðum og hafa hryðjuverk þar mest um að segja. Áhugi á ferðalögum minnkar ekki, en merkja má að fólk veltir áfangastöðunum betur fyrir sér áður en valið er. Rannsóknir hafa verið gerðar á ferða- og kauphegðun. Það eru nokkur atriði sem iðulega koma fram s.s. ferðamenn leita tilboða, hlusta á meðmæli vina og ættingja og leita að einstökum upplifunum. Ferðamenn eru vel tengdir á ferðalögum og nýta samfélagsmiðla og miðla á borð við TripAdvisor, bæði fyrir og á meðan ferðalagi stendur. Áfangastaðir og fyrirtæki í ferðaþjónustu leita síðan margskonar leiða til að koma skilaboðum til ferðamanna. Hefðbundin markaðssetning, samfélagsmiðlar og almannatengsl eru dæmi um það, en auk þess sækja fyrirtæki ferðasýningar, viðskiptasendinefndir og ráðstefnur erlendis til að byggja upp viðskiptatengsl. Æ er þetta ekki orðið gottÆ oftar heyrist, „æ er þetta ekki orðið gott bara af markaðssetningu? Evrópumeistaramótið, Justin Bieber, Kardashian og fleiri sjá bara um landkynninguna“. Margir virðast telja að nóg hafi verið fjárfest í markaðsstarfi, og nú þurfi fyrst og fremst að huga að innviðum. Þetta er ekki svo einfalt, og innviðauppbygging og markaðssetning útiloka ekki hvort annað. Aðrir áfangastaðir halda áfram að kynna sig og ná til ferðamanna með sínar vörur og þjónustu víðsvegar um heiminn. Ísland er ekki stórt í því samhengi og getur auðveldlega orðið undir. Ferðaþjónustan í dag er stærsta atvinnugreinin okkar og skapar yfir 20.000 störf hjá fjölda íslenskra fyrirtækja. Hagsmunir ferðaþjónustunnar eru hagsmunir okkar allra. Það hættir ekkert fyrirtæki að markaðsetja þegar vel gengur en þau breyta mögulega áherslum. Það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki og stjórnvöld nái til ferðamanna með sinni markaðssetningu. Hvað þá að Ísland verði fyrir valinu þrátt fyrir ægifagra náttúru, fjölbreytta afþreyingu og áhugaverða menningu. Atvinnugreinina þarf að vernda í alþjóðlegu umhverfi og tala þarf um hana á uppbyggilegan hátt. Markaðssetning áfangastaðarins Íslands hefur síðustu ára miðað að því að gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein um allt land. Markmiðin eru að draga úr árstíðarsveiflu hvers landshluta sem og eftir árstíðum, auka neyslu ferðamanna og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Nú síðast hafa bæst við áherslur um ábyrga ferðahegðun. Öll þessi markmið hafa verið sett með íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum og þeim þarf að viðhalda og endurskoða reglulega.Samstarf er slagkrafturÍslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda, fyrirtækja og hagaðila um markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Í samstarfi við þessa aðila stundum við kynningar- og markaðsstarf til neytenda ásamt því að vera með öflug tengsl við innlenda og erlenda sölu- og hagsmunaaðila. Það er þó ekki bara Íslandsstofa og samstarfsaðilar sem kynna landið. Flugfélög, söluaðilar Íslandsferða víðsvegar um heiminn og á Íslandi kynna landið á sinn hátt með sínar áherslur og fjárfesta gríðarlega í markaðssetningu.Í sviðsmyndavinnu sem unnin var á vegum Stjórnstöðvar ferðamála kom fram að helstu áhættuþættir fyrir ferðaþjónustuna væru ímynd, upplifun og tekjur. Ímynd og orðspor lands og þjóðar sem áfangastaðar byggir á þeirri upplifun og mynd sem fólk fær af landinu s.s. frá Íslendingum sjálfum, athöfnum okkar, ferðamönnum sem hafa komið hingað, menningarviðburðum, markaðsherferðum erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, fréttaskrifum innlendra og erlendra fjölmiðla, til að nefna eitthvað.Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland áfram sem áfangastað. Hvað þá að ferðamaðurinn ferðist vítt og breytt um landið, allt árið um kring. Það val verður ekki síst því að þakka hvernig við munum kynna og tala um landið okkar, hvernig og hvort innlend og erlend ferðaþjónusta hefur áfram áhuga á því að selja ferðir til Íslands, og ekki síst hvort ferðamaðurinn fari áfram héðan ánægður. Flugfélag getur auðveldlega hætt að fljúga hingað á morgun og erlendar ferðaskrifstofur valið aðra áfangastaði því áhugi ferðamannsins liggur annars staðar og aðrir áfangastaðir ná að laða þá til sín með sinni markaðssetningu.Það er ekki sjálfsagt að Ísland verði næsti áfangastaður ferðamannsins þó það sé það í dag. Við trúum því að sá fókus í markaðsstarfinu sem íslensk ferðaþjónusta hefur haft, hafi skilað þeim árangri sem náðst hefur í dag. Samstarf er slagkraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er í samkeppni við önnur lönd um ferðamenn og það er hart barist um athyglina. Það er mikilvægt að gæta að innviðum, gæðum og uppbyggingu á Íslandi og gleyma ekki því sem vel er gert en héðan fara ferðamenn ánægðir samkvæmt rannsóknum. Gæta verður líka að því sem er að gerast í alþjóðlega umhverfinu. Ferðamenn á heimsvísu voru 1,2 milljarðar árið 2015 samkvæmt UNTWO og stefnir í 5% aukningu á þessu ári. Ferðamenn í Norður Evrópu voru 75 milljónir og var svipuð aukning þar á milli ára. Ferðamönnum fjölgar um allan heim, og fólk ferðast nú meira en nokkurn tíma fyrr. Það er margt sem hefur áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast og val þeirra á áfangastað. Mishagstætt gengi, Brexit, ZIKA vírus, jarðskjálftar, eldgos og hryðjuverk eru dæmi um þætti sem hafa áhrif á ferðahegðun. Samkvæmt rannsóknarfyrirtækinu IPK International leita 40% ferðamanna nú að öruggum áfangastöðum og hafa hryðjuverk þar mest um að segja. Áhugi á ferðalögum minnkar ekki, en merkja má að fólk veltir áfangastöðunum betur fyrir sér áður en valið er. Rannsóknir hafa verið gerðar á ferða- og kauphegðun. Það eru nokkur atriði sem iðulega koma fram s.s. ferðamenn leita tilboða, hlusta á meðmæli vina og ættingja og leita að einstökum upplifunum. Ferðamenn eru vel tengdir á ferðalögum og nýta samfélagsmiðla og miðla á borð við TripAdvisor, bæði fyrir og á meðan ferðalagi stendur. Áfangastaðir og fyrirtæki í ferðaþjónustu leita síðan margskonar leiða til að koma skilaboðum til ferðamanna. Hefðbundin markaðssetning, samfélagsmiðlar og almannatengsl eru dæmi um það, en auk þess sækja fyrirtæki ferðasýningar, viðskiptasendinefndir og ráðstefnur erlendis til að byggja upp viðskiptatengsl. Æ er þetta ekki orðið gottÆ oftar heyrist, „æ er þetta ekki orðið gott bara af markaðssetningu? Evrópumeistaramótið, Justin Bieber, Kardashian og fleiri sjá bara um landkynninguna“. Margir virðast telja að nóg hafi verið fjárfest í markaðsstarfi, og nú þurfi fyrst og fremst að huga að innviðum. Þetta er ekki svo einfalt, og innviðauppbygging og markaðssetning útiloka ekki hvort annað. Aðrir áfangastaðir halda áfram að kynna sig og ná til ferðamanna með sínar vörur og þjónustu víðsvegar um heiminn. Ísland er ekki stórt í því samhengi og getur auðveldlega orðið undir. Ferðaþjónustan í dag er stærsta atvinnugreinin okkar og skapar yfir 20.000 störf hjá fjölda íslenskra fyrirtækja. Hagsmunir ferðaþjónustunnar eru hagsmunir okkar allra. Það hættir ekkert fyrirtæki að markaðsetja þegar vel gengur en þau breyta mögulega áherslum. Það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki og stjórnvöld nái til ferðamanna með sinni markaðssetningu. Hvað þá að Ísland verði fyrir valinu þrátt fyrir ægifagra náttúru, fjölbreytta afþreyingu og áhugaverða menningu. Atvinnugreinina þarf að vernda í alþjóðlegu umhverfi og tala þarf um hana á uppbyggilegan hátt. Markaðssetning áfangastaðarins Íslands hefur síðustu ára miðað að því að gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein um allt land. Markmiðin eru að draga úr árstíðarsveiflu hvers landshluta sem og eftir árstíðum, auka neyslu ferðamanna og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Nú síðast hafa bæst við áherslur um ábyrga ferðahegðun. Öll þessi markmið hafa verið sett með íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum og þeim þarf að viðhalda og endurskoða reglulega.Samstarf er slagkrafturÍslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda, fyrirtækja og hagaðila um markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Í samstarfi við þessa aðila stundum við kynningar- og markaðsstarf til neytenda ásamt því að vera með öflug tengsl við innlenda og erlenda sölu- og hagsmunaaðila. Það er þó ekki bara Íslandsstofa og samstarfsaðilar sem kynna landið. Flugfélög, söluaðilar Íslandsferða víðsvegar um heiminn og á Íslandi kynna landið á sinn hátt með sínar áherslur og fjárfesta gríðarlega í markaðssetningu.Í sviðsmyndavinnu sem unnin var á vegum Stjórnstöðvar ferðamála kom fram að helstu áhættuþættir fyrir ferðaþjónustuna væru ímynd, upplifun og tekjur. Ímynd og orðspor lands og þjóðar sem áfangastaðar byggir á þeirri upplifun og mynd sem fólk fær af landinu s.s. frá Íslendingum sjálfum, athöfnum okkar, ferðamönnum sem hafa komið hingað, menningarviðburðum, markaðsherferðum erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, fréttaskrifum innlendra og erlendra fjölmiðla, til að nefna eitthvað.Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland áfram sem áfangastað. Hvað þá að ferðamaðurinn ferðist vítt og breytt um landið, allt árið um kring. Það val verður ekki síst því að þakka hvernig við munum kynna og tala um landið okkar, hvernig og hvort innlend og erlend ferðaþjónusta hefur áfram áhuga á því að selja ferðir til Íslands, og ekki síst hvort ferðamaðurinn fari áfram héðan ánægður. Flugfélag getur auðveldlega hætt að fljúga hingað á morgun og erlendar ferðaskrifstofur valið aðra áfangastaði því áhugi ferðamannsins liggur annars staðar og aðrir áfangastaðir ná að laða þá til sín með sinni markaðssetningu.Það er ekki sjálfsagt að Ísland verði næsti áfangastaður ferðamannsins þó það sé það í dag. Við trúum því að sá fókus í markaðsstarfinu sem íslensk ferðaþjónusta hefur haft, hafi skilað þeim árangri sem náðst hefur í dag. Samstarf er slagkraftur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun