Æ er þetta ekki orðið gott – samkeppnin um ferðamanninn Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 21. október 2016 11:15 Ísland er í samkeppni við önnur lönd um ferðamenn og það er hart barist um athyglina. Það er mikilvægt að gæta að innviðum, gæðum og uppbyggingu á Íslandi og gleyma ekki því sem vel er gert en héðan fara ferðamenn ánægðir samkvæmt rannsóknum. Gæta verður líka að því sem er að gerast í alþjóðlega umhverfinu. Ferðamenn á heimsvísu voru 1,2 milljarðar árið 2015 samkvæmt UNTWO og stefnir í 5% aukningu á þessu ári. Ferðamenn í Norður Evrópu voru 75 milljónir og var svipuð aukning þar á milli ára. Ferðamönnum fjölgar um allan heim, og fólk ferðast nú meira en nokkurn tíma fyrr. Það er margt sem hefur áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast og val þeirra á áfangastað. Mishagstætt gengi, Brexit, ZIKA vírus, jarðskjálftar, eldgos og hryðjuverk eru dæmi um þætti sem hafa áhrif á ferðahegðun. Samkvæmt rannsóknarfyrirtækinu IPK International leita 40% ferðamanna nú að öruggum áfangastöðum og hafa hryðjuverk þar mest um að segja. Áhugi á ferðalögum minnkar ekki, en merkja má að fólk veltir áfangastöðunum betur fyrir sér áður en valið er. Rannsóknir hafa verið gerðar á ferða- og kauphegðun. Það eru nokkur atriði sem iðulega koma fram s.s. ferðamenn leita tilboða, hlusta á meðmæli vina og ættingja og leita að einstökum upplifunum. Ferðamenn eru vel tengdir á ferðalögum og nýta samfélagsmiðla og miðla á borð við TripAdvisor, bæði fyrir og á meðan ferðalagi stendur. Áfangastaðir og fyrirtæki í ferðaþjónustu leita síðan margskonar leiða til að koma skilaboðum til ferðamanna. Hefðbundin markaðssetning, samfélagsmiðlar og almannatengsl eru dæmi um það, en auk þess sækja fyrirtæki ferðasýningar, viðskiptasendinefndir og ráðstefnur erlendis til að byggja upp viðskiptatengsl. Æ er þetta ekki orðið gottÆ oftar heyrist, „æ er þetta ekki orðið gott bara af markaðssetningu? Evrópumeistaramótið, Justin Bieber, Kardashian og fleiri sjá bara um landkynninguna“. Margir virðast telja að nóg hafi verið fjárfest í markaðsstarfi, og nú þurfi fyrst og fremst að huga að innviðum. Þetta er ekki svo einfalt, og innviðauppbygging og markaðssetning útiloka ekki hvort annað. Aðrir áfangastaðir halda áfram að kynna sig og ná til ferðamanna með sínar vörur og þjónustu víðsvegar um heiminn. Ísland er ekki stórt í því samhengi og getur auðveldlega orðið undir. Ferðaþjónustan í dag er stærsta atvinnugreinin okkar og skapar yfir 20.000 störf hjá fjölda íslenskra fyrirtækja. Hagsmunir ferðaþjónustunnar eru hagsmunir okkar allra. Það hættir ekkert fyrirtæki að markaðsetja þegar vel gengur en þau breyta mögulega áherslum. Það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki og stjórnvöld nái til ferðamanna með sinni markaðssetningu. Hvað þá að Ísland verði fyrir valinu þrátt fyrir ægifagra náttúru, fjölbreytta afþreyingu og áhugaverða menningu. Atvinnugreinina þarf að vernda í alþjóðlegu umhverfi og tala þarf um hana á uppbyggilegan hátt. Markaðssetning áfangastaðarins Íslands hefur síðustu ára miðað að því að gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein um allt land. Markmiðin eru að draga úr árstíðarsveiflu hvers landshluta sem og eftir árstíðum, auka neyslu ferðamanna og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Nú síðast hafa bæst við áherslur um ábyrga ferðahegðun. Öll þessi markmið hafa verið sett með íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum og þeim þarf að viðhalda og endurskoða reglulega.Samstarf er slagkrafturÍslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda, fyrirtækja og hagaðila um markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Í samstarfi við þessa aðila stundum við kynningar- og markaðsstarf til neytenda ásamt því að vera með öflug tengsl við innlenda og erlenda sölu- og hagsmunaaðila. Það er þó ekki bara Íslandsstofa og samstarfsaðilar sem kynna landið. Flugfélög, söluaðilar Íslandsferða víðsvegar um heiminn og á Íslandi kynna landið á sinn hátt með sínar áherslur og fjárfesta gríðarlega í markaðssetningu.Í sviðsmyndavinnu sem unnin var á vegum Stjórnstöðvar ferðamála kom fram að helstu áhættuþættir fyrir ferðaþjónustuna væru ímynd, upplifun og tekjur. Ímynd og orðspor lands og þjóðar sem áfangastaðar byggir á þeirri upplifun og mynd sem fólk fær af landinu s.s. frá Íslendingum sjálfum, athöfnum okkar, ferðamönnum sem hafa komið hingað, menningarviðburðum, markaðsherferðum erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, fréttaskrifum innlendra og erlendra fjölmiðla, til að nefna eitthvað.Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland áfram sem áfangastað. Hvað þá að ferðamaðurinn ferðist vítt og breytt um landið, allt árið um kring. Það val verður ekki síst því að þakka hvernig við munum kynna og tala um landið okkar, hvernig og hvort innlend og erlend ferðaþjónusta hefur áfram áhuga á því að selja ferðir til Íslands, og ekki síst hvort ferðamaðurinn fari áfram héðan ánægður. Flugfélag getur auðveldlega hætt að fljúga hingað á morgun og erlendar ferðaskrifstofur valið aðra áfangastaði því áhugi ferðamannsins liggur annars staðar og aðrir áfangastaðir ná að laða þá til sín með sinni markaðssetningu.Það er ekki sjálfsagt að Ísland verði næsti áfangastaður ferðamannsins þó það sé það í dag. Við trúum því að sá fókus í markaðsstarfinu sem íslensk ferðaþjónusta hefur haft, hafi skilað þeim árangri sem náðst hefur í dag. Samstarf er slagkraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er í samkeppni við önnur lönd um ferðamenn og það er hart barist um athyglina. Það er mikilvægt að gæta að innviðum, gæðum og uppbyggingu á Íslandi og gleyma ekki því sem vel er gert en héðan fara ferðamenn ánægðir samkvæmt rannsóknum. Gæta verður líka að því sem er að gerast í alþjóðlega umhverfinu. Ferðamenn á heimsvísu voru 1,2 milljarðar árið 2015 samkvæmt UNTWO og stefnir í 5% aukningu á þessu ári. Ferðamenn í Norður Evrópu voru 75 milljónir og var svipuð aukning þar á milli ára. Ferðamönnum fjölgar um allan heim, og fólk ferðast nú meira en nokkurn tíma fyrr. Það er margt sem hefur áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast og val þeirra á áfangastað. Mishagstætt gengi, Brexit, ZIKA vírus, jarðskjálftar, eldgos og hryðjuverk eru dæmi um þætti sem hafa áhrif á ferðahegðun. Samkvæmt rannsóknarfyrirtækinu IPK International leita 40% ferðamanna nú að öruggum áfangastöðum og hafa hryðjuverk þar mest um að segja. Áhugi á ferðalögum minnkar ekki, en merkja má að fólk veltir áfangastöðunum betur fyrir sér áður en valið er. Rannsóknir hafa verið gerðar á ferða- og kauphegðun. Það eru nokkur atriði sem iðulega koma fram s.s. ferðamenn leita tilboða, hlusta á meðmæli vina og ættingja og leita að einstökum upplifunum. Ferðamenn eru vel tengdir á ferðalögum og nýta samfélagsmiðla og miðla á borð við TripAdvisor, bæði fyrir og á meðan ferðalagi stendur. Áfangastaðir og fyrirtæki í ferðaþjónustu leita síðan margskonar leiða til að koma skilaboðum til ferðamanna. Hefðbundin markaðssetning, samfélagsmiðlar og almannatengsl eru dæmi um það, en auk þess sækja fyrirtæki ferðasýningar, viðskiptasendinefndir og ráðstefnur erlendis til að byggja upp viðskiptatengsl. Æ er þetta ekki orðið gottÆ oftar heyrist, „æ er þetta ekki orðið gott bara af markaðssetningu? Evrópumeistaramótið, Justin Bieber, Kardashian og fleiri sjá bara um landkynninguna“. Margir virðast telja að nóg hafi verið fjárfest í markaðsstarfi, og nú þurfi fyrst og fremst að huga að innviðum. Þetta er ekki svo einfalt, og innviðauppbygging og markaðssetning útiloka ekki hvort annað. Aðrir áfangastaðir halda áfram að kynna sig og ná til ferðamanna með sínar vörur og þjónustu víðsvegar um heiminn. Ísland er ekki stórt í því samhengi og getur auðveldlega orðið undir. Ferðaþjónustan í dag er stærsta atvinnugreinin okkar og skapar yfir 20.000 störf hjá fjölda íslenskra fyrirtækja. Hagsmunir ferðaþjónustunnar eru hagsmunir okkar allra. Það hættir ekkert fyrirtæki að markaðsetja þegar vel gengur en þau breyta mögulega áherslum. Það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki og stjórnvöld nái til ferðamanna með sinni markaðssetningu. Hvað þá að Ísland verði fyrir valinu þrátt fyrir ægifagra náttúru, fjölbreytta afþreyingu og áhugaverða menningu. Atvinnugreinina þarf að vernda í alþjóðlegu umhverfi og tala þarf um hana á uppbyggilegan hátt. Markaðssetning áfangastaðarins Íslands hefur síðustu ára miðað að því að gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein um allt land. Markmiðin eru að draga úr árstíðarsveiflu hvers landshluta sem og eftir árstíðum, auka neyslu ferðamanna og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Nú síðast hafa bæst við áherslur um ábyrga ferðahegðun. Öll þessi markmið hafa verið sett með íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum og þeim þarf að viðhalda og endurskoða reglulega.Samstarf er slagkrafturÍslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda, fyrirtækja og hagaðila um markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Í samstarfi við þessa aðila stundum við kynningar- og markaðsstarf til neytenda ásamt því að vera með öflug tengsl við innlenda og erlenda sölu- og hagsmunaaðila. Það er þó ekki bara Íslandsstofa og samstarfsaðilar sem kynna landið. Flugfélög, söluaðilar Íslandsferða víðsvegar um heiminn og á Íslandi kynna landið á sinn hátt með sínar áherslur og fjárfesta gríðarlega í markaðssetningu.Í sviðsmyndavinnu sem unnin var á vegum Stjórnstöðvar ferðamála kom fram að helstu áhættuþættir fyrir ferðaþjónustuna væru ímynd, upplifun og tekjur. Ímynd og orðspor lands og þjóðar sem áfangastaðar byggir á þeirri upplifun og mynd sem fólk fær af landinu s.s. frá Íslendingum sjálfum, athöfnum okkar, ferðamönnum sem hafa komið hingað, menningarviðburðum, markaðsherferðum erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, fréttaskrifum innlendra og erlendra fjölmiðla, til að nefna eitthvað.Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland áfram sem áfangastað. Hvað þá að ferðamaðurinn ferðist vítt og breytt um landið, allt árið um kring. Það val verður ekki síst því að þakka hvernig við munum kynna og tala um landið okkar, hvernig og hvort innlend og erlend ferðaþjónusta hefur áfram áhuga á því að selja ferðir til Íslands, og ekki síst hvort ferðamaðurinn fari áfram héðan ánægður. Flugfélag getur auðveldlega hætt að fljúga hingað á morgun og erlendar ferðaskrifstofur valið aðra áfangastaði því áhugi ferðamannsins liggur annars staðar og aðrir áfangastaðir ná að laða þá til sín með sinni markaðssetningu.Það er ekki sjálfsagt að Ísland verði næsti áfangastaður ferðamannsins þó það sé það í dag. Við trúum því að sá fókus í markaðsstarfinu sem íslensk ferðaþjónusta hefur haft, hafi skilað þeim árangri sem náðst hefur í dag. Samstarf er slagkraftur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun