Allt fyrir ekkert Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. október 2016 07:00 Á mánudaginn er kvennafrídagurinn haldinn hátíðlegur í fertugasta og fyrsta sinn. Af því tilefni biðja leikskólakennarar í leikskólum landsins foreldra um að sækja börnin sín eilítið fyrr svo að kennararnir geti komið saman á baráttufundum. Kannski finnst mörgum foreldrum það hálfgerð kvöð og jafnvel óþægindi að trufla þurfi daginn hjá þeim með þessum hætti. Hvað eru þessir leikskólakennarar alltaf að vilja upp á dekk? Ekki nóg með að oft og tíðum þurfi að sækja börnin fyrr vegna manneklu og eilífra starfsdaga, þá á nú að slíta sundur vinnudag foreldranna í enn eitt skiptið með tilheyrandi óþægindum fyrir vinnustaði og atvinnurekendur. Leikskólakennarar hafa hins vegar góðar ástæður til að koma saman á baráttufundum. Laun og aðbúnaður allur er samfélagi okkar því miður til skammar. Á sama tíma eru gerðar sífellt strangari kröfur um háskólamenntun og sérfræðiþekkingu. Er nema furða að leikskólastjórar eigi það til að auglýsa eftir starfskröftum á foreldrafundum. Þekkið þið einhvern, einhvers staðar? er spurt.Á sama tíma gera foreldrar sífellt meiri kröfur til fólksins sem að stórum hluta sér um uppeldi barna þeirra. Á foreldrafundum er kvartað undan því að ekki berist nægar upplýsingar úr starfinu heim til foreldranna, kennararnir eru gagnrýndir fyrir að tilkynna ekki um starfsdaga með nægjanlegum fyrirvara og jafnvel skammaðir fyrir að taka ekki nógu margar myndir af krökkunum. Þetta bætist við álagið sem fylgir starfinu. Allir foreldrar vita að barnauppeldi er ekki eilífur dans á rósum. Ímyndið ykkur að börnin væru ekki þrjú heldur þrjátíu. Álagið á leikskólakennurum er meira en í flestum öðrum störfum. Einstæðir foreldrar greiða nú um 15 þúsund krónur á mánuði fyrir heilan dag á leikskóla. Foreldrar í sambúð ríflega það. Á sama tíma byrja grunnlaun leikskólakennara og leiðbeinenda í réttum þrjú hundruð þúsund krónum. Mikið vantar á að endar nái saman. Engan skyldi því undra að sífellt færri vilji gegna starfinu. Laun eru lág og starfsskilyrði erfið. Foreldrar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gagnrýna leikskólakennara barna sinna. Í þeirra tilviki er langt í frá að laun endurspegli ábyrgð. Er eitthvað að því að spyrja hvort ekki sé rétt að foreldrar greiði meira fyrir þjónustuna? Þá fyrst væri hægt að hækka laun, bæta aðstöðu og aðbúnað og gera kröfur til kennaranna. Ef borgaryfirvöld hafa ekki hugrekki eða vilja til þess ættu aflögufærir foreldrar einfaldlega að taka höndum saman. Rétta hjálparhönd í manneklu, og sjá til þess með samskotum að börnin hafi leikföng og með því. Í leikskólum landsins er unnið frábært starf, en þar eins og annars staðar sannast, að það er ekki hægt að ætlast til að fá allt fyrir ekkert.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á mánudaginn er kvennafrídagurinn haldinn hátíðlegur í fertugasta og fyrsta sinn. Af því tilefni biðja leikskólakennarar í leikskólum landsins foreldra um að sækja börnin sín eilítið fyrr svo að kennararnir geti komið saman á baráttufundum. Kannski finnst mörgum foreldrum það hálfgerð kvöð og jafnvel óþægindi að trufla þurfi daginn hjá þeim með þessum hætti. Hvað eru þessir leikskólakennarar alltaf að vilja upp á dekk? Ekki nóg með að oft og tíðum þurfi að sækja börnin fyrr vegna manneklu og eilífra starfsdaga, þá á nú að slíta sundur vinnudag foreldranna í enn eitt skiptið með tilheyrandi óþægindum fyrir vinnustaði og atvinnurekendur. Leikskólakennarar hafa hins vegar góðar ástæður til að koma saman á baráttufundum. Laun og aðbúnaður allur er samfélagi okkar því miður til skammar. Á sama tíma eru gerðar sífellt strangari kröfur um háskólamenntun og sérfræðiþekkingu. Er nema furða að leikskólastjórar eigi það til að auglýsa eftir starfskröftum á foreldrafundum. Þekkið þið einhvern, einhvers staðar? er spurt.Á sama tíma gera foreldrar sífellt meiri kröfur til fólksins sem að stórum hluta sér um uppeldi barna þeirra. Á foreldrafundum er kvartað undan því að ekki berist nægar upplýsingar úr starfinu heim til foreldranna, kennararnir eru gagnrýndir fyrir að tilkynna ekki um starfsdaga með nægjanlegum fyrirvara og jafnvel skammaðir fyrir að taka ekki nógu margar myndir af krökkunum. Þetta bætist við álagið sem fylgir starfinu. Allir foreldrar vita að barnauppeldi er ekki eilífur dans á rósum. Ímyndið ykkur að börnin væru ekki þrjú heldur þrjátíu. Álagið á leikskólakennurum er meira en í flestum öðrum störfum. Einstæðir foreldrar greiða nú um 15 þúsund krónur á mánuði fyrir heilan dag á leikskóla. Foreldrar í sambúð ríflega það. Á sama tíma byrja grunnlaun leikskólakennara og leiðbeinenda í réttum þrjú hundruð þúsund krónum. Mikið vantar á að endar nái saman. Engan skyldi því undra að sífellt færri vilji gegna starfinu. Laun eru lág og starfsskilyrði erfið. Foreldrar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gagnrýna leikskólakennara barna sinna. Í þeirra tilviki er langt í frá að laun endurspegli ábyrgð. Er eitthvað að því að spyrja hvort ekki sé rétt að foreldrar greiði meira fyrir þjónustuna? Þá fyrst væri hægt að hækka laun, bæta aðstöðu og aðbúnað og gera kröfur til kennaranna. Ef borgaryfirvöld hafa ekki hugrekki eða vilja til þess ættu aflögufærir foreldrar einfaldlega að taka höndum saman. Rétta hjálparhönd í manneklu, og sjá til þess með samskotum að börnin hafi leikföng og með því. Í leikskólum landsins er unnið frábært starf, en þar eins og annars staðar sannast, að það er ekki hægt að ætlast til að fá allt fyrir ekkert.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun