Píratar fá fólkið heim Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Nyrstu Norðurlöndin standa öll frammi fyrir sama vandamálinu: Unga fólkið flytur í burtu og kemur oft ekki aftur heim. Þetta mynstur er samfélögunum dýrkeypt og þetta gerði sérstaklega vart við sig hér á Íslandi eftir hrun, eins og við vitum. Ísland er að mörgu leyti ósjarmerandi samfélag miðað við hina lýðræðislegu Skandinavíu; hér ríkir spilling og gölluð stjórnmálamenning. Hér er dýrt að lifa, færri atvinnumöguleikar og þröngsýni algeng. Eftir að hafa komið sér vel fyrir í stærra samfélagi þar sem kerfin virka betur er fátt sem togar þig heim. Vonin um breytingar á ylhýra Íslandi of lítil. Ég var búin að búa í útlöndum í sjö ár. En svo komu Píratar. Píratar eru upplýsingaþyrstir og alþjóðlega sinnaðir. Þeir vilja fyrst og fremst vinna gegn spillingu og byggja upp lýðræðislega stjórnmálamenningu réttlætis og jafnræðis. Þeir fagna framtíðinni og þora að dreyma stórt. Þeir vilja nýta tækifærin sem bjóðast með nýrri tækni og þróun fremur en að ströggla við að halda í fortíðina. Við erum fjölmörg í flokknum sem höfum flutt aftur heim til Íslands út af Pírötum. Píratar blása okkur von í brjóst um nýja og betri tíma.Snýst um vilja til breytinga Píratar vilja stuðla að þekkingarsamfélagi og uppbyggingu nýrra greina sem henta ungu, vel menntuðu fólki. Nýsköpun og samstarf þvert á geira eru lykilatriði í færslunni frá samfélagi sem byggir á náttúruauðlindum og til þess sem byggir á þekkingu. Samfélögin hér í Norðrinu eru sprottin af nýtingu náttúruauðlinda en það þýðir ekki að það þurfi endilega að vera framtíðin. Unga fólkið menntar sig sem aldrei fyrr og því vantar störf fyrir vel menntað fólk. Með menntun sinni hefur unga fólkið þegar kosið aðra atvinnustefnu en flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi bjóða upp á. Það er ekki nóg að byggja eina nýja áburðarverksmiðju til að mæta þessari þörf, það þarf að hugsa stærra, þróa nýtt og bregðast við breyttum tímum. Þessar kosningar snúast ekki um að velja á milli hægri- eða vinstristefnu heldur val um afturhald eða vilja til breytinga. Leyfum okkur að dreyma um lýðræðislegt, nútímalegt samfélag. Og látum drauminn rætast í þessum kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Sjá meira
Nyrstu Norðurlöndin standa öll frammi fyrir sama vandamálinu: Unga fólkið flytur í burtu og kemur oft ekki aftur heim. Þetta mynstur er samfélögunum dýrkeypt og þetta gerði sérstaklega vart við sig hér á Íslandi eftir hrun, eins og við vitum. Ísland er að mörgu leyti ósjarmerandi samfélag miðað við hina lýðræðislegu Skandinavíu; hér ríkir spilling og gölluð stjórnmálamenning. Hér er dýrt að lifa, færri atvinnumöguleikar og þröngsýni algeng. Eftir að hafa komið sér vel fyrir í stærra samfélagi þar sem kerfin virka betur er fátt sem togar þig heim. Vonin um breytingar á ylhýra Íslandi of lítil. Ég var búin að búa í útlöndum í sjö ár. En svo komu Píratar. Píratar eru upplýsingaþyrstir og alþjóðlega sinnaðir. Þeir vilja fyrst og fremst vinna gegn spillingu og byggja upp lýðræðislega stjórnmálamenningu réttlætis og jafnræðis. Þeir fagna framtíðinni og þora að dreyma stórt. Þeir vilja nýta tækifærin sem bjóðast með nýrri tækni og þróun fremur en að ströggla við að halda í fortíðina. Við erum fjölmörg í flokknum sem höfum flutt aftur heim til Íslands út af Pírötum. Píratar blása okkur von í brjóst um nýja og betri tíma.Snýst um vilja til breytinga Píratar vilja stuðla að þekkingarsamfélagi og uppbyggingu nýrra greina sem henta ungu, vel menntuðu fólki. Nýsköpun og samstarf þvert á geira eru lykilatriði í færslunni frá samfélagi sem byggir á náttúruauðlindum og til þess sem byggir á þekkingu. Samfélögin hér í Norðrinu eru sprottin af nýtingu náttúruauðlinda en það þýðir ekki að það þurfi endilega að vera framtíðin. Unga fólkið menntar sig sem aldrei fyrr og því vantar störf fyrir vel menntað fólk. Með menntun sinni hefur unga fólkið þegar kosið aðra atvinnustefnu en flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi bjóða upp á. Það er ekki nóg að byggja eina nýja áburðarverksmiðju til að mæta þessari þörf, það þarf að hugsa stærra, þróa nýtt og bregðast við breyttum tímum. Þessar kosningar snúast ekki um að velja á milli hægri- eða vinstristefnu heldur val um afturhald eða vilja til breytinga. Leyfum okkur að dreyma um lýðræðislegt, nútímalegt samfélag. Og látum drauminn rætast í þessum kosningum.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun