Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Í önnum dagsins berast okkur reglulega fréttir af válegum atburðum. Atburðum sem setja mark á þá er fyrir þeim verða – jafnvel til lífstíðar. Við finnum til samkenndar með þeim sem hlut eiga að máli en fljótt reikar hugurinn annað. Þrátt fyrir að athygli samborgaranna sé ekki lengur til staðar þá eru á bak við öll váleg tíðindi einstaklingar sem sitja eftir með afleiðingarnar. Einstaklingar sem orðið hafa fyrir áfalli þar sem öryggi þeirra, heilsu og jafnvel lífi var ógnað á einhvern hátt. Á þeim stundum reynir á samfélagið okkar og þann mannauð sem þar starfar við það að sjá til þess að skaðinn verði sem minnstur og að viðkomandi fái þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Störf viðbragðsaðila eru fjölbreytt og aðkoma þeirra mismunandi, en eitt eiga þeir sameiginlegt, þ.e. að þeirra nýtur við þegar áföll knýja dyra. Einn af þessum viðbragðsaðilum er lögreglan og getur aðkoma hennar varað allt frá augnablikinu rétt eftir tilkynningu atviks þar til málinu er lokið fyrir dómi. Samskipti lögreglu við brotaþola, aðstandendur og hugsanlegan geranda geta varað í þó nokkurn tíma. Fyrir lögreglumann að koma að og taka þátt í lífi fólks á þeirri stundu sem það er hvað berskjaldaðast getur reynt á og haft áhrif á hann sem einstakling allt hans líf. Að sinna krefjandi og oft á tíðum erfiðum verkefnum sem snúa að velferð skjólstæðinga kallar á það að viðkomandi sé í stakk búinn til að koma að verkefninu og leysa það á sem farsælastan hátt. Þess vegna er svo mikilvægt að viðkomandi hafi aðstæður til að vaxa og dafna í starfi sem reynir á, er streituvaldandi og gerir kröfu um þekkingu, skilning, jákvætt hugarfar og seiglu. Auður fyrir samfélagið Hér á landi höfum við aðgang að öflugum og færum einstaklingum sem sinna viðbragðsþjónustu. Í því felst mikill auður fyrir samfélagið og það er mikilvægt að hlúð sé að þeim sem sinna slíkum störfum. Nauðsynlegt er að viðbragðsaðilar hafi aðgang að stuðningi, fræðslu og þjálfun sem gerir þeim kleift að sinna sínu starfi á sem bestan hátt. Þar er einna mikilvægast að þeir fái fræðslu um hugsanlegar afleiðingar starfa þeirra á þá sjálfa og leiðir til að takast á við þær afleiðingar. Því er sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila einn af þeim þáttum sem stuðlar að því að þeir sem starfa við neyðarþjónustu þrífist sem best. Því er ánægjulegt að Landssamband lögreglumanna, Neyðarlínan, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði kross Íslands, Landhelgisgæsla Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Háskólinn í Reykjavík og Sálfræðingarnir Lynghálsi, www.salfraedingarnir.is, standi fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi sem ber yfirskriftina „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“. Ráðstefnan er mikilvægt innlegg í umræðuna um stuðning við viðbragðsaðila og eru allir þeir sem gegna slíkum störfum eindregið hvattir til að mæta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Í önnum dagsins berast okkur reglulega fréttir af válegum atburðum. Atburðum sem setja mark á þá er fyrir þeim verða – jafnvel til lífstíðar. Við finnum til samkenndar með þeim sem hlut eiga að máli en fljótt reikar hugurinn annað. Þrátt fyrir að athygli samborgaranna sé ekki lengur til staðar þá eru á bak við öll váleg tíðindi einstaklingar sem sitja eftir með afleiðingarnar. Einstaklingar sem orðið hafa fyrir áfalli þar sem öryggi þeirra, heilsu og jafnvel lífi var ógnað á einhvern hátt. Á þeim stundum reynir á samfélagið okkar og þann mannauð sem þar starfar við það að sjá til þess að skaðinn verði sem minnstur og að viðkomandi fái þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Störf viðbragðsaðila eru fjölbreytt og aðkoma þeirra mismunandi, en eitt eiga þeir sameiginlegt, þ.e. að þeirra nýtur við þegar áföll knýja dyra. Einn af þessum viðbragðsaðilum er lögreglan og getur aðkoma hennar varað allt frá augnablikinu rétt eftir tilkynningu atviks þar til málinu er lokið fyrir dómi. Samskipti lögreglu við brotaþola, aðstandendur og hugsanlegan geranda geta varað í þó nokkurn tíma. Fyrir lögreglumann að koma að og taka þátt í lífi fólks á þeirri stundu sem það er hvað berskjaldaðast getur reynt á og haft áhrif á hann sem einstakling allt hans líf. Að sinna krefjandi og oft á tíðum erfiðum verkefnum sem snúa að velferð skjólstæðinga kallar á það að viðkomandi sé í stakk búinn til að koma að verkefninu og leysa það á sem farsælastan hátt. Þess vegna er svo mikilvægt að viðkomandi hafi aðstæður til að vaxa og dafna í starfi sem reynir á, er streituvaldandi og gerir kröfu um þekkingu, skilning, jákvætt hugarfar og seiglu. Auður fyrir samfélagið Hér á landi höfum við aðgang að öflugum og færum einstaklingum sem sinna viðbragðsþjónustu. Í því felst mikill auður fyrir samfélagið og það er mikilvægt að hlúð sé að þeim sem sinna slíkum störfum. Nauðsynlegt er að viðbragðsaðilar hafi aðgang að stuðningi, fræðslu og þjálfun sem gerir þeim kleift að sinna sínu starfi á sem bestan hátt. Þar er einna mikilvægast að þeir fái fræðslu um hugsanlegar afleiðingar starfa þeirra á þá sjálfa og leiðir til að takast á við þær afleiðingar. Því er sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila einn af þeim þáttum sem stuðlar að því að þeir sem starfa við neyðarþjónustu þrífist sem best. Því er ánægjulegt að Landssamband lögreglumanna, Neyðarlínan, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði kross Íslands, Landhelgisgæsla Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Háskólinn í Reykjavík og Sálfræðingarnir Lynghálsi, www.salfraedingarnir.is, standi fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi sem ber yfirskriftina „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“. Ráðstefnan er mikilvægt innlegg í umræðuna um stuðning við viðbragðsaðila og eru allir þeir sem gegna slíkum störfum eindregið hvattir til að mæta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar