Bilað stefnuljós Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. október 2016 07:00 Bíll sem ég hef ekið um á tók upp á þeim furðulega fjanda um daginn að gefa bara stefnuljós til vinstri. Hvort sem maður fer með stefnuljósastöngina til vinstri eða hægri – þá blikkar einungis stefnuljósið til vinstri. Þetta er bíll blairismans. Hann þykist ætla til vinstri þegar hann stefnir til hægri.Græni kallinn eða rauði?Sem sé bilað stefnuljós. Er ekki pólitíkin einmitt þannig þegar stéttastjórnmálin hafa enn ekki fundið sér farveg á ný? Og kannski er bíllinn sá arna ágæt myndhverfing fyrir stjórnmálaflokkana yfirleitt; þeir segjast ætla í einhverja stefnu, en svo er undir hælinn lagt hvort þeir fara þangað eða eitthvað allt annað, í einhverja leiðangra sem verkefni dagsins eða bara stjórnsýslan sendir þá í. Kannski er ekki sá reginmunur á stefnu flokkanna sem okkur finnst stundum vera, og hugsanlega er að verða tímabært að breyta kosningafyrirkomulaginu þannig að okkur gefist meiri kostur á því að kjósa einstaklinga sem við teljum vænlega fulltrúa okkar, fremur en þessa flokka með sín biluðu stefnuljós. Eftir hverju eigum við annars að fara þar sem við stöndum þarna alein í klefanum með gulan blýant í höndum og leysum af hendi þetta mikilsverða verkefni? Það er nú það. Sumt fólk gerir eins og þegar maður gengur út úr bankanum og hægt er að ýta á nokkrar fígúrur og gefa þannig til kynna hvort maður sé ánægður eða óánægður með þjónustuna: frá grænni brosfígúru að rauðum fýlupésa. Fólk er þá að leggja dóm á kjör sín síðustu fjögur árin og hvort því finnst að það hafi fengið nægilega góða „þjónustu“ hjá flokkunum. Nátengt því viðhorfi er þegar stjórnmálaflokkar fara að lofa því að skaffa hitt og þetta. Þá skoða kjósendur loforðalista flokkanna fyrir kosningar eins og neytendur: hvað er handa mér hérna? Það er gott og blessað. En getur verið hættuspil, því að þá getur farið forgörðum heildarsýn, heildarstefna viðkomandi flokks – sem sé stefnuljósið: vísar það til hægri eða vinstri? Vinstrisinnuð manneskja sem vill ekki sjá meiri einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu, vill ekki stóriðju, styður ekki hernaðarbrölt, vill að mannúð sé höfð að leiðarljósi í meðferð flóttamanna – slík manneskja gæti álpast til að kjósa stóriðjusinnaðan hernaðarhyggjuflokk sem stefnir að einkarekstri hvar sem honum verður viðkomið og vill reka burt með harðri hendi alla nauðleitarmenn, eingöngu af því að téð manneskja hefur fallið fyrir loforðum flokksins um stórfenglegar úrlausnir í húsnæðismálum. Affarasælast er að fylgja lífsviðhorfum sínum í grófum dráttum þegar maður kýs. Aðhyllist maður einkaframtak, sem stýrt sé í réttar skorður, kýs maður Sjálfstæðisflokkinn. Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn er að kjósa tilveru sína; það er að kjósa bílinn sinn, húsið og garðinn sinn; það er að kjósa sólskin og sunnanvind. Því líst illa á kollsteypur, á borð við stjórnarskrárbreytingar, evrur og kvótakerfisuppskurð. Það sér ekkert athugavert við misskiptingu gæða og tækifæra; telur að sumir séu réttbornir til auðs en aðrir ekki. Sé maður á svipaðri línu en vill samt opna landið meira fyrir erlendri samkeppni og jafnvel taka upp evru – þá kýs maður Viðreisn. Sé maður hins vegar aðdáandi Mjólkursamsölunnar og áhugamaður um gott gengi afurðastöðva og Kaupfélags Skagfirðinga kýs maður Framsóknarflokkinn.Frá frá Fylking!Kjósendur virðast treysta öllum til að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar – nema Samfylkingunni. Flokkurinn notaði ekki tækifærið í prófkjörunum nú til þeirrar gagngeru endurnýjunar sem hann þurfti svo sárlega á að halda og sýpur nú seyðið af því. Engu að síður: fólk sem lítur á sig sem jafnaðarmenn og telur að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. hafi unnið gott hreinsunarstarf við hryllilegar aðstæður, þegar ríkissjóður var gjaldþrota og fjárráðin höfðu verið tekin af landsmönnum – það fólk hlýtur að minnsta kosti að íhuga það að greiða þessum forna sameiningarvettvangi íslenskra vinstri manna atkvæði sitt. VG siglir lygnan sjó; laus við síðasta villiköttinn þegar Ögmundur fór (og mikill sjónarsviptir er nú að honum). Með vinsælan og óumdeildan formann. Þau eru pragmatískir sósíalistar án þess að hafa lagt fyrir róða gömul gildi, og myndu eflaust enn í dag greiða atkvæði gegn bjór og litasjónvarpi, með öllum réttu rökunum … og bera höfuðið hátt, í trausti þess að aðrir sjái til þess að þetta verði samþykkt. Píratar eru valkostur vinstri manna sem myndu samþykkja bjórfrumvarpið. Og líður ekki á netinu eins og þeir séu að svíkjast um að lesa bókina sem þeir fengu í jólagjöf í fyrra – og rykfellur á náttborðinu. Þeim hefur auðnast að láta andann sem lék um stjórnlagaþingið streyma til sín: Ísland er ónýtt! Stofnum nýtt! Og þeim tókst að halda prófkjörin sín, laus við rútuhneyksli gömlu flokkanna, þó vissulega væri þar augsýnilega höfð misjafnlega ósýnileg hönd í bagga. Eru Píratar vinstri flokkur eða hægri flokkur? Skiptir kannski ekki máli. Eru ekki allir hættir að gefa stefnuljós hvort sem er? Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Bíll sem ég hef ekið um á tók upp á þeim furðulega fjanda um daginn að gefa bara stefnuljós til vinstri. Hvort sem maður fer með stefnuljósastöngina til vinstri eða hægri – þá blikkar einungis stefnuljósið til vinstri. Þetta er bíll blairismans. Hann þykist ætla til vinstri þegar hann stefnir til hægri.Græni kallinn eða rauði?Sem sé bilað stefnuljós. Er ekki pólitíkin einmitt þannig þegar stéttastjórnmálin hafa enn ekki fundið sér farveg á ný? Og kannski er bíllinn sá arna ágæt myndhverfing fyrir stjórnmálaflokkana yfirleitt; þeir segjast ætla í einhverja stefnu, en svo er undir hælinn lagt hvort þeir fara þangað eða eitthvað allt annað, í einhverja leiðangra sem verkefni dagsins eða bara stjórnsýslan sendir þá í. Kannski er ekki sá reginmunur á stefnu flokkanna sem okkur finnst stundum vera, og hugsanlega er að verða tímabært að breyta kosningafyrirkomulaginu þannig að okkur gefist meiri kostur á því að kjósa einstaklinga sem við teljum vænlega fulltrúa okkar, fremur en þessa flokka með sín biluðu stefnuljós. Eftir hverju eigum við annars að fara þar sem við stöndum þarna alein í klefanum með gulan blýant í höndum og leysum af hendi þetta mikilsverða verkefni? Það er nú það. Sumt fólk gerir eins og þegar maður gengur út úr bankanum og hægt er að ýta á nokkrar fígúrur og gefa þannig til kynna hvort maður sé ánægður eða óánægður með þjónustuna: frá grænni brosfígúru að rauðum fýlupésa. Fólk er þá að leggja dóm á kjör sín síðustu fjögur árin og hvort því finnst að það hafi fengið nægilega góða „þjónustu“ hjá flokkunum. Nátengt því viðhorfi er þegar stjórnmálaflokkar fara að lofa því að skaffa hitt og þetta. Þá skoða kjósendur loforðalista flokkanna fyrir kosningar eins og neytendur: hvað er handa mér hérna? Það er gott og blessað. En getur verið hættuspil, því að þá getur farið forgörðum heildarsýn, heildarstefna viðkomandi flokks – sem sé stefnuljósið: vísar það til hægri eða vinstri? Vinstrisinnuð manneskja sem vill ekki sjá meiri einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu, vill ekki stóriðju, styður ekki hernaðarbrölt, vill að mannúð sé höfð að leiðarljósi í meðferð flóttamanna – slík manneskja gæti álpast til að kjósa stóriðjusinnaðan hernaðarhyggjuflokk sem stefnir að einkarekstri hvar sem honum verður viðkomið og vill reka burt með harðri hendi alla nauðleitarmenn, eingöngu af því að téð manneskja hefur fallið fyrir loforðum flokksins um stórfenglegar úrlausnir í húsnæðismálum. Affarasælast er að fylgja lífsviðhorfum sínum í grófum dráttum þegar maður kýs. Aðhyllist maður einkaframtak, sem stýrt sé í réttar skorður, kýs maður Sjálfstæðisflokkinn. Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn er að kjósa tilveru sína; það er að kjósa bílinn sinn, húsið og garðinn sinn; það er að kjósa sólskin og sunnanvind. Því líst illa á kollsteypur, á borð við stjórnarskrárbreytingar, evrur og kvótakerfisuppskurð. Það sér ekkert athugavert við misskiptingu gæða og tækifæra; telur að sumir séu réttbornir til auðs en aðrir ekki. Sé maður á svipaðri línu en vill samt opna landið meira fyrir erlendri samkeppni og jafnvel taka upp evru – þá kýs maður Viðreisn. Sé maður hins vegar aðdáandi Mjólkursamsölunnar og áhugamaður um gott gengi afurðastöðva og Kaupfélags Skagfirðinga kýs maður Framsóknarflokkinn.Frá frá Fylking!Kjósendur virðast treysta öllum til að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar – nema Samfylkingunni. Flokkurinn notaði ekki tækifærið í prófkjörunum nú til þeirrar gagngeru endurnýjunar sem hann þurfti svo sárlega á að halda og sýpur nú seyðið af því. Engu að síður: fólk sem lítur á sig sem jafnaðarmenn og telur að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. hafi unnið gott hreinsunarstarf við hryllilegar aðstæður, þegar ríkissjóður var gjaldþrota og fjárráðin höfðu verið tekin af landsmönnum – það fólk hlýtur að minnsta kosti að íhuga það að greiða þessum forna sameiningarvettvangi íslenskra vinstri manna atkvæði sitt. VG siglir lygnan sjó; laus við síðasta villiköttinn þegar Ögmundur fór (og mikill sjónarsviptir er nú að honum). Með vinsælan og óumdeildan formann. Þau eru pragmatískir sósíalistar án þess að hafa lagt fyrir róða gömul gildi, og myndu eflaust enn í dag greiða atkvæði gegn bjór og litasjónvarpi, með öllum réttu rökunum … og bera höfuðið hátt, í trausti þess að aðrir sjái til þess að þetta verði samþykkt. Píratar eru valkostur vinstri manna sem myndu samþykkja bjórfrumvarpið. Og líður ekki á netinu eins og þeir séu að svíkjast um að lesa bókina sem þeir fengu í jólagjöf í fyrra – og rykfellur á náttborðinu. Þeim hefur auðnast að láta andann sem lék um stjórnlagaþingið streyma til sín: Ísland er ónýtt! Stofnum nýtt! Og þeim tókst að halda prófkjörin sín, laus við rútuhneyksli gömlu flokkanna, þó vissulega væri þar augsýnilega höfð misjafnlega ósýnileg hönd í bagga. Eru Píratar vinstri flokkur eða hægri flokkur? Skiptir kannski ekki máli. Eru ekki allir hættir að gefa stefnuljós hvort sem er? Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun