90% stúlkur? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 12. október 2016 09:00 Tvær 15 ára dætur mínar eru að lesa fyrir próf. Þær leggja hart að sér, vitandi að það er leiðin til þess að komast inn í framhaldsskóla að eigin vali á næsta ári. Þær vita líka að vinsælustu framhaldsskólarnir eru með kynjakvóta. Stelpur þurfa að hafa hærri einkunnir en strákar til að komast inn. Þar sjá menn verðmætið í því að jafna stöðuna. Dætur mínar og jafnöldrur þeirra hafa hins vegar fæstar áttað sig á því að þegar þær koma út á vinnumarkaðinn að nokkrum árum liðnum bíður þeirra að óbreyttu heimur þar sem framlag þeirra er metið 10% lægra en framlag strákanna. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að við búum svo um hnútana að ungar stúlkur þurfi ekki að sætta sig við framtíð þar sem þær eru verðlagðar sem 90%. Við verðum að útrýma þessum óverjandi kynbundna launamun sem varpar risaskugga á þann góða árangur sem hefur náðst í jafnréttismálum hér á landi. Ég er stolt af því að hafa, ásamt félögum mínum í Viðreisn, átt þátt í að kynna tæki til þess að rétta hér af kúrsinn svo um munar. Við munum láta það verða eitt af okkar fyrstu verkum á þingi að leggja fram þingmál sem mælir fyrir um að fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn þurfi að gangast árlega undir jafnlaunavottun sem yrði framkvæmd samhliða gerð ársreikninga. Slík jafnlaunavottun er hlutlaus staðfesting þess að hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun er ekki kynbundinn launamunur. Fyrirtæki með jafnlaunavottun eru eftirsóknarverðir vinnustaðir. Önnur fyrirtæki þurfa að hysja upp um sig ef þau ætla að vera samkeppnishæf. Starfsfólk veit að vottunin gefur fyrirheit um að laun eru greidd út frá málefnalegum forsendum og að allt starfsfólk er metið að verðleikum. Það styttist í kvennafrídaginn. Er ekki upplagt að nota tækifærið til að minna á að við erum öll 100%? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær 15 ára dætur mínar eru að lesa fyrir próf. Þær leggja hart að sér, vitandi að það er leiðin til þess að komast inn í framhaldsskóla að eigin vali á næsta ári. Þær vita líka að vinsælustu framhaldsskólarnir eru með kynjakvóta. Stelpur þurfa að hafa hærri einkunnir en strákar til að komast inn. Þar sjá menn verðmætið í því að jafna stöðuna. Dætur mínar og jafnöldrur þeirra hafa hins vegar fæstar áttað sig á því að þegar þær koma út á vinnumarkaðinn að nokkrum árum liðnum bíður þeirra að óbreyttu heimur þar sem framlag þeirra er metið 10% lægra en framlag strákanna. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að við búum svo um hnútana að ungar stúlkur þurfi ekki að sætta sig við framtíð þar sem þær eru verðlagðar sem 90%. Við verðum að útrýma þessum óverjandi kynbundna launamun sem varpar risaskugga á þann góða árangur sem hefur náðst í jafnréttismálum hér á landi. Ég er stolt af því að hafa, ásamt félögum mínum í Viðreisn, átt þátt í að kynna tæki til þess að rétta hér af kúrsinn svo um munar. Við munum láta það verða eitt af okkar fyrstu verkum á þingi að leggja fram þingmál sem mælir fyrir um að fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn þurfi að gangast árlega undir jafnlaunavottun sem yrði framkvæmd samhliða gerð ársreikninga. Slík jafnlaunavottun er hlutlaus staðfesting þess að hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun er ekki kynbundinn launamunur. Fyrirtæki með jafnlaunavottun eru eftirsóknarverðir vinnustaðir. Önnur fyrirtæki þurfa að hysja upp um sig ef þau ætla að vera samkeppnishæf. Starfsfólk veit að vottunin gefur fyrirheit um að laun eru greidd út frá málefnalegum forsendum og að allt starfsfólk er metið að verðleikum. Það styttist í kvennafrídaginn. Er ekki upplagt að nota tækifærið til að minna á að við erum öll 100%?
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun