Kvennaliðið efst í undankeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2016 18:00 Kvennaliðið varð efst í undankeppninni. vísir/ernir Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til leiks á EM í hópfimleikum eru komin í úrslit. Bæði unglingaliðin tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær og fyrr í dag gerði blandaða liðið slíkt hið sama. Kvennalið Íslands gerði gott betur og endaði í efsta sæti í undankeppninni í dag. Stelpurnar fengu 56,016 í heildareinkunn og flugu inn í úrslitin. Danir enduðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. Finnar, Norðmenn og Bretar komust einnig í úrslitin sem fara fram á laugardaginn. Ísland var fyrsta liðið á svið og opnaði keppnina með látum. Stelpurnar sýndu glæsilegar gólfæfingar sem skiluðu þeim 21,916 í einkunn. Það er þriðja hæsta einkuninn sem hefur verið gefin á mótinu til þessa. Ísland fékk 17,400 í einkunn fyrir stökk á trampólíni og 16,700 fyrir stökk á dýnu. Þær geta gert betur í báðum greinum eins og þær viðurkenndu eftir keppni. Stelpurnar misstu af gullinu á EM á heimavelli fyrir tveimur árum en miðað við frammistöðuna í dag ætla þær ekki að láta það endurtaka sig. Þær ætla sér sigur á laugardaginn og koma með gullið heim.Stelpurnar í gólfæfingum.mynd/steinunn anna svansdóttirBein textalýsing: EM í hópfimleikum 18:00 Ísland endaði í efsta sæti í undankeppninni með 56,016 stig. Danir urðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. 17:50 Ísland fékk 17,400 í einkunn fyrir trampólínið. Íslenska liðið endar því með 56,016 í heildareinkunn og á sigurinn vísan í undankeppninni. 17:25 Stelpurnar voru að klára trampólínið. Fyrsta og þriðja umferðin gengu virkilega vel en það voru smávægilegir hnökrar í lendingum í annarri umferðinni. 16:59 Íslenska liðið fékk 16,700 í einkunn fyrir stökkin á dýnu. Það þýðir heildareinkunn upp á 38,616. Stelpurnar fljúga inn í úrslitin, það er nokkuð ljóst. Það er bara spurning í hvaða sæti þær enda. Ekki að það skipti öllu máli, aðalmálið er hvar liðið endar á laugardaginn. 16:55 Íslensku stelpurnar voru að enda við að klára dýnustökkin. Reynsluboltinn Glódís Guðgeirsdóttir fór fyrir sínum stelpum sem áttu nokkur glæsileg stökk. Lendingarnar virtust flestar vera í lagi. 16:30 Þetta líkar mér! Íslenska liðið fær 21,916 í einkunn fyrir gólfæfingarnar. Þetta er þriðja hæsta einkuninn á mótinu til þessa. Góð byrjun hjá stelpunum. 16:20 Keppni í kvennaflokki er hafin og drottningarnar okkar riðu á vaðið með sérlega vel heppnuðum gólfæfingum. Nú er að bara að bíða eftir einkuninni. 15:45 Fimmta sætið er niðurstaðan og Ísland er komið áfram ásamt Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og Ítalíu. 15:30 Ísland fékk 15,950 í einkunn fyrir dýnuna. Íslenska liðið er í 3. sæti þegar fjögur lið eiga eftir að fá sína lokaeinkunn. Ísland er komið í úrslit, það er hægt að slá því föstu. 15:18 Íslenska liðið var að klára æfingar á dýnu og hefur þar með lokið leik í dag. Ísland er sem stendur í 3. sæti og er að fara áfram í úrslitin á laugardaginn. 15:07 Ísland datt niður í 2. sætið eftir að Noregur fékk 20,816 stig fyrir gólfæfingar sínar. 14:52 Jahá! Ísland fær 20,566 í einkunn fyrir gólfæfingarnar og hefur þar með tekið forystu í keppninni. Þetta er hæsta einkunn sem hefur verið gefin í keppninni til þessa. 14:45 Dansinn að baki hjá Íslandi. Þær þrjár einkunnir sem hafa verið gefnar fyrir dansinn hingað til eru ekkert sérstaklega háar: 17,183, 16,400 og 13,700. Það verður spennandi að sjá hvaða einkunn Ísland fær. 14:18 Íslenska liðið fær 16,900 í einkunn fyrir trampólínið. Aðeins þrjú lið eru búin að fá einkunn. 14:12 Æfingar á trampólíni að baki hjá íslenska liðinu. Fyrsta og þriðja umferðin gengu virkilega vel, nokkrar tæpar lendingar í þeirri annarri. 14:05 Ísland er númer þrjú í röðinni í blönduðum flokki. Íslenska liðið byrjar á trampólíni, svo er röðin komin að gólfæfingum og loks að æfingum á dýnu. 13:57Íris Mist Magnúsdóttir keppti á fjórum Evrópumótum, þ.á.m. 2010 og 2012 þegar Ísland tók gullið. Í dag er hún í öðru hlutverki, sem þjálfari kvennaliðsins.Viðtal við Írisi sem birtist í Fréttablaðinu í morgun má lesa með því að smella hér. 13:55 Á EM á Ísland fyrir tveimur árum lenti kvennaliðið okkar í 2. sæti og blandaða liðið í 5. sæti. Stelpurnar hafa endað í tveimur efstu sætunum á öllum Evrópumótum frá 2006. Tvö gull og þrjú silfur er uppskeran. 13:50 Níu lið taka þátt í blönduðum flokki og átta í kvennaflokki. Sex lið fara í úrslit í báðum flokkum. Úrslitin fara svo fram á laugardaginn. 13:45 Góðan daginn og velkominn í beina lýsingu frá öðrum degi á EM í hópfimleikum. Í dag fer fram undankeppni í fullorðinsflokki. Ísland á lið í blönduðum flokki og kvennaflokki. Keppni hjá blönduðu liðunum hefst klukkan 14:00 og klukkan 16:15 taka kvennaliðin við. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til leiks á EM í hópfimleikum eru komin í úrslit. Bæði unglingaliðin tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær og fyrr í dag gerði blandaða liðið slíkt hið sama. Kvennalið Íslands gerði gott betur og endaði í efsta sæti í undankeppninni í dag. Stelpurnar fengu 56,016 í heildareinkunn og flugu inn í úrslitin. Danir enduðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. Finnar, Norðmenn og Bretar komust einnig í úrslitin sem fara fram á laugardaginn. Ísland var fyrsta liðið á svið og opnaði keppnina með látum. Stelpurnar sýndu glæsilegar gólfæfingar sem skiluðu þeim 21,916 í einkunn. Það er þriðja hæsta einkuninn sem hefur verið gefin á mótinu til þessa. Ísland fékk 17,400 í einkunn fyrir stökk á trampólíni og 16,700 fyrir stökk á dýnu. Þær geta gert betur í báðum greinum eins og þær viðurkenndu eftir keppni. Stelpurnar misstu af gullinu á EM á heimavelli fyrir tveimur árum en miðað við frammistöðuna í dag ætla þær ekki að láta það endurtaka sig. Þær ætla sér sigur á laugardaginn og koma með gullið heim.Stelpurnar í gólfæfingum.mynd/steinunn anna svansdóttirBein textalýsing: EM í hópfimleikum 18:00 Ísland endaði í efsta sæti í undankeppninni með 56,016 stig. Danir urðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. 17:50 Ísland fékk 17,400 í einkunn fyrir trampólínið. Íslenska liðið endar því með 56,016 í heildareinkunn og á sigurinn vísan í undankeppninni. 17:25 Stelpurnar voru að klára trampólínið. Fyrsta og þriðja umferðin gengu virkilega vel en það voru smávægilegir hnökrar í lendingum í annarri umferðinni. 16:59 Íslenska liðið fékk 16,700 í einkunn fyrir stökkin á dýnu. Það þýðir heildareinkunn upp á 38,616. Stelpurnar fljúga inn í úrslitin, það er nokkuð ljóst. Það er bara spurning í hvaða sæti þær enda. Ekki að það skipti öllu máli, aðalmálið er hvar liðið endar á laugardaginn. 16:55 Íslensku stelpurnar voru að enda við að klára dýnustökkin. Reynsluboltinn Glódís Guðgeirsdóttir fór fyrir sínum stelpum sem áttu nokkur glæsileg stökk. Lendingarnar virtust flestar vera í lagi. 16:30 Þetta líkar mér! Íslenska liðið fær 21,916 í einkunn fyrir gólfæfingarnar. Þetta er þriðja hæsta einkuninn á mótinu til þessa. Góð byrjun hjá stelpunum. 16:20 Keppni í kvennaflokki er hafin og drottningarnar okkar riðu á vaðið með sérlega vel heppnuðum gólfæfingum. Nú er að bara að bíða eftir einkuninni. 15:45 Fimmta sætið er niðurstaðan og Ísland er komið áfram ásamt Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og Ítalíu. 15:30 Ísland fékk 15,950 í einkunn fyrir dýnuna. Íslenska liðið er í 3. sæti þegar fjögur lið eiga eftir að fá sína lokaeinkunn. Ísland er komið í úrslit, það er hægt að slá því föstu. 15:18 Íslenska liðið var að klára æfingar á dýnu og hefur þar með lokið leik í dag. Ísland er sem stendur í 3. sæti og er að fara áfram í úrslitin á laugardaginn. 15:07 Ísland datt niður í 2. sætið eftir að Noregur fékk 20,816 stig fyrir gólfæfingar sínar. 14:52 Jahá! Ísland fær 20,566 í einkunn fyrir gólfæfingarnar og hefur þar með tekið forystu í keppninni. Þetta er hæsta einkunn sem hefur verið gefin í keppninni til þessa. 14:45 Dansinn að baki hjá Íslandi. Þær þrjár einkunnir sem hafa verið gefnar fyrir dansinn hingað til eru ekkert sérstaklega háar: 17,183, 16,400 og 13,700. Það verður spennandi að sjá hvaða einkunn Ísland fær. 14:18 Íslenska liðið fær 16,900 í einkunn fyrir trampólínið. Aðeins þrjú lið eru búin að fá einkunn. 14:12 Æfingar á trampólíni að baki hjá íslenska liðinu. Fyrsta og þriðja umferðin gengu virkilega vel, nokkrar tæpar lendingar í þeirri annarri. 14:05 Ísland er númer þrjú í röðinni í blönduðum flokki. Íslenska liðið byrjar á trampólíni, svo er röðin komin að gólfæfingum og loks að æfingum á dýnu. 13:57Íris Mist Magnúsdóttir keppti á fjórum Evrópumótum, þ.á.m. 2010 og 2012 þegar Ísland tók gullið. Í dag er hún í öðru hlutverki, sem þjálfari kvennaliðsins.Viðtal við Írisi sem birtist í Fréttablaðinu í morgun má lesa með því að smella hér. 13:55 Á EM á Ísland fyrir tveimur árum lenti kvennaliðið okkar í 2. sæti og blandaða liðið í 5. sæti. Stelpurnar hafa endað í tveimur efstu sætunum á öllum Evrópumótum frá 2006. Tvö gull og þrjú silfur er uppskeran. 13:50 Níu lið taka þátt í blönduðum flokki og átta í kvennaflokki. Sex lið fara í úrslit í báðum flokkum. Úrslitin fara svo fram á laugardaginn. 13:45 Góðan daginn og velkominn í beina lýsingu frá öðrum degi á EM í hópfimleikum. Í dag fer fram undankeppni í fullorðinsflokki. Ísland á lið í blönduðum flokki og kvennaflokki. Keppni hjá blönduðu liðunum hefst klukkan 14:00 og klukkan 16:15 taka kvennaliðin við.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira