Réttindi barna af erlendum uppruna Karólína Helga Símonardóttir skrifar 14. október 2016 13:52 Flest öll pallborð, samkomur, fundir og aðrar fyrirspurnir til pólitíkusa einkennist af þessu „hörðu“ málum þar sem rætt er um skatta, veiðigjöld, sjávarútveg, framleiðslu og jú stundum eru nefnd málefni innflytjenda og heilbrigðismál bera oft á góma. Ég hef enn ekki orðið vitni að því að frambjóðandi verið spurður um afstöðu hans til móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nútímasamfélagið Íslands hefur að geyma fjölbreytta flóru einstaklinga, þessi fjölbreytileiki á ekki aðeins við um hina fullorðnu í samfélaginu heldur eru börnin líka af ólíkum uppruna. Mikilvægt er að velta upp þeirri umræðu um réttindi barna með annað móðurmál en íslensku. Stjórnvöld á Íslandi hafa lagt áherslu á að börn á Íslandi á hinu ýmsu menntunarstigum fái tækifæri til þess að viðhalda móðurmáli sínu. Það er algild þekking að góð færni í eigin móðurmáli er grunnurinn að öllu, fái barn ekki sterkar stoðir gangi því verr að taka upp annað tungumál eins og íslensku. Það hefur einnig áhrif á sjálfsmynd barnsins og málþroska þess til framtíðar. Það er algild þekking að góður grunnur í móðurmáli er sterk undirstaða til þess að byggja á frekari færni. Einnig er talað um að móðurmálið barnanna er tengt sterkum böndum við sjálfsmynd þess, geti barn ekki tjáð sig á eigin móðurmáli þá missi það niður meðal annars færni til þess að eiga samskipti við ættingja og vini. Í aðalnámskrá Grunnskólanna segir að það sé mikilvægt fyrir sjálfsmynd barnanna með annað móðurmál en íslensku að tekið sé tillit til þess og þau fái tækifæri til að viðhalda færni sinni. Skólar hafa svigrúm innan aðalnámskrárinnar til að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli erlendra barna sem hluti af námi þeirra en það er á færi hvers skóla fyrir sig að útsetja það. Skólar vinna mjög misjafnt með börn af erlendum uppruna og það hefur þekkst að sum börn fá nám sitt í eigin móðurmáli sem alla jafna er stundað utan skóla metið en önnur börn ekki. Fyrir því eru ágætast skýringar, eins og að skólayfirvöld geti ekki skrifað upp á að námið hafi farið fram hjá sérfræðingi eða sé viðunandi. Öll börn eiga rétt á að fá svigrúm og tækifæri til að viðhalda móðurmáli sínu þrátt fyrir að vera ekki staðsett í heimalandinu, er kominn tími til þess að innleiða það nám í aðalnámskrá Leik- Grunn- og framhaldsskóla landsins að þeim beri að veita börnum með annað móðurmál en íslensku tækifæri til þess að rækta og efla móðurmáli sitt samhliða íslenskunni og stuðla þannig að jafnrétti til náms fyrir alla. Er það ásættanlegt að börn með annað móðurál en íslensku þurfi oft að eyða eigin frítíma og fjármunum forráðamanna til þess að viðhalda móðurmáli sínu sem er mikilvægur hlekkur í færni þeirra til framtíðar og styrkingu sjálfsmyndar barnanna? Er ekki kominn tími til þess að börnin fái öll sömu tækifæri til þess að læra móðurmál sitt á skólatíma og fái að nýta frítímann sinn í að stunda aðrar tómstundir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Flest öll pallborð, samkomur, fundir og aðrar fyrirspurnir til pólitíkusa einkennist af þessu „hörðu“ málum þar sem rætt er um skatta, veiðigjöld, sjávarútveg, framleiðslu og jú stundum eru nefnd málefni innflytjenda og heilbrigðismál bera oft á góma. Ég hef enn ekki orðið vitni að því að frambjóðandi verið spurður um afstöðu hans til móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nútímasamfélagið Íslands hefur að geyma fjölbreytta flóru einstaklinga, þessi fjölbreytileiki á ekki aðeins við um hina fullorðnu í samfélaginu heldur eru börnin líka af ólíkum uppruna. Mikilvægt er að velta upp þeirri umræðu um réttindi barna með annað móðurmál en íslensku. Stjórnvöld á Íslandi hafa lagt áherslu á að börn á Íslandi á hinu ýmsu menntunarstigum fái tækifæri til þess að viðhalda móðurmáli sínu. Það er algild þekking að góð færni í eigin móðurmáli er grunnurinn að öllu, fái barn ekki sterkar stoðir gangi því verr að taka upp annað tungumál eins og íslensku. Það hefur einnig áhrif á sjálfsmynd barnsins og málþroska þess til framtíðar. Það er algild þekking að góður grunnur í móðurmáli er sterk undirstaða til þess að byggja á frekari færni. Einnig er talað um að móðurmálið barnanna er tengt sterkum böndum við sjálfsmynd þess, geti barn ekki tjáð sig á eigin móðurmáli þá missi það niður meðal annars færni til þess að eiga samskipti við ættingja og vini. Í aðalnámskrá Grunnskólanna segir að það sé mikilvægt fyrir sjálfsmynd barnanna með annað móðurmál en íslensku að tekið sé tillit til þess og þau fái tækifæri til að viðhalda færni sinni. Skólar hafa svigrúm innan aðalnámskrárinnar til að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli erlendra barna sem hluti af námi þeirra en það er á færi hvers skóla fyrir sig að útsetja það. Skólar vinna mjög misjafnt með börn af erlendum uppruna og það hefur þekkst að sum börn fá nám sitt í eigin móðurmáli sem alla jafna er stundað utan skóla metið en önnur börn ekki. Fyrir því eru ágætast skýringar, eins og að skólayfirvöld geti ekki skrifað upp á að námið hafi farið fram hjá sérfræðingi eða sé viðunandi. Öll börn eiga rétt á að fá svigrúm og tækifæri til að viðhalda móðurmáli sínu þrátt fyrir að vera ekki staðsett í heimalandinu, er kominn tími til þess að innleiða það nám í aðalnámskrá Leik- Grunn- og framhaldsskóla landsins að þeim beri að veita börnum með annað móðurmál en íslensku tækifæri til þess að rækta og efla móðurmáli sitt samhliða íslenskunni og stuðla þannig að jafnrétti til náms fyrir alla. Er það ásættanlegt að börn með annað móðurál en íslensku þurfi oft að eyða eigin frítíma og fjármunum forráðamanna til þess að viðhalda móðurmáli sínu sem er mikilvægur hlekkur í færni þeirra til framtíðar og styrkingu sjálfsmyndar barnanna? Er ekki kominn tími til þess að börnin fái öll sömu tækifæri til þess að læra móðurmál sitt á skólatíma og fái að nýta frítímann sinn í að stunda aðrar tómstundir?
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun