Réttindi barna af erlendum uppruna Karólína Helga Símonardóttir skrifar 14. október 2016 13:52 Flest öll pallborð, samkomur, fundir og aðrar fyrirspurnir til pólitíkusa einkennist af þessu „hörðu“ málum þar sem rætt er um skatta, veiðigjöld, sjávarútveg, framleiðslu og jú stundum eru nefnd málefni innflytjenda og heilbrigðismál bera oft á góma. Ég hef enn ekki orðið vitni að því að frambjóðandi verið spurður um afstöðu hans til móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nútímasamfélagið Íslands hefur að geyma fjölbreytta flóru einstaklinga, þessi fjölbreytileiki á ekki aðeins við um hina fullorðnu í samfélaginu heldur eru börnin líka af ólíkum uppruna. Mikilvægt er að velta upp þeirri umræðu um réttindi barna með annað móðurmál en íslensku. Stjórnvöld á Íslandi hafa lagt áherslu á að börn á Íslandi á hinu ýmsu menntunarstigum fái tækifæri til þess að viðhalda móðurmáli sínu. Það er algild þekking að góð færni í eigin móðurmáli er grunnurinn að öllu, fái barn ekki sterkar stoðir gangi því verr að taka upp annað tungumál eins og íslensku. Það hefur einnig áhrif á sjálfsmynd barnsins og málþroska þess til framtíðar. Það er algild þekking að góður grunnur í móðurmáli er sterk undirstaða til þess að byggja á frekari færni. Einnig er talað um að móðurmálið barnanna er tengt sterkum böndum við sjálfsmynd þess, geti barn ekki tjáð sig á eigin móðurmáli þá missi það niður meðal annars færni til þess að eiga samskipti við ættingja og vini. Í aðalnámskrá Grunnskólanna segir að það sé mikilvægt fyrir sjálfsmynd barnanna með annað móðurmál en íslensku að tekið sé tillit til þess og þau fái tækifæri til að viðhalda færni sinni. Skólar hafa svigrúm innan aðalnámskrárinnar til að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli erlendra barna sem hluti af námi þeirra en það er á færi hvers skóla fyrir sig að útsetja það. Skólar vinna mjög misjafnt með börn af erlendum uppruna og það hefur þekkst að sum börn fá nám sitt í eigin móðurmáli sem alla jafna er stundað utan skóla metið en önnur börn ekki. Fyrir því eru ágætast skýringar, eins og að skólayfirvöld geti ekki skrifað upp á að námið hafi farið fram hjá sérfræðingi eða sé viðunandi. Öll börn eiga rétt á að fá svigrúm og tækifæri til að viðhalda móðurmáli sínu þrátt fyrir að vera ekki staðsett í heimalandinu, er kominn tími til þess að innleiða það nám í aðalnámskrá Leik- Grunn- og framhaldsskóla landsins að þeim beri að veita börnum með annað móðurmál en íslensku tækifæri til þess að rækta og efla móðurmáli sitt samhliða íslenskunni og stuðla þannig að jafnrétti til náms fyrir alla. Er það ásættanlegt að börn með annað móðurál en íslensku þurfi oft að eyða eigin frítíma og fjármunum forráðamanna til þess að viðhalda móðurmáli sínu sem er mikilvægur hlekkur í færni þeirra til framtíðar og styrkingu sjálfsmyndar barnanna? Er ekki kominn tími til þess að börnin fái öll sömu tækifæri til þess að læra móðurmál sitt á skólatíma og fái að nýta frítímann sinn í að stunda aðrar tómstundir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Flest öll pallborð, samkomur, fundir og aðrar fyrirspurnir til pólitíkusa einkennist af þessu „hörðu“ málum þar sem rætt er um skatta, veiðigjöld, sjávarútveg, framleiðslu og jú stundum eru nefnd málefni innflytjenda og heilbrigðismál bera oft á góma. Ég hef enn ekki orðið vitni að því að frambjóðandi verið spurður um afstöðu hans til móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nútímasamfélagið Íslands hefur að geyma fjölbreytta flóru einstaklinga, þessi fjölbreytileiki á ekki aðeins við um hina fullorðnu í samfélaginu heldur eru börnin líka af ólíkum uppruna. Mikilvægt er að velta upp þeirri umræðu um réttindi barna með annað móðurmál en íslensku. Stjórnvöld á Íslandi hafa lagt áherslu á að börn á Íslandi á hinu ýmsu menntunarstigum fái tækifæri til þess að viðhalda móðurmáli sínu. Það er algild þekking að góð færni í eigin móðurmáli er grunnurinn að öllu, fái barn ekki sterkar stoðir gangi því verr að taka upp annað tungumál eins og íslensku. Það hefur einnig áhrif á sjálfsmynd barnsins og málþroska þess til framtíðar. Það er algild þekking að góður grunnur í móðurmáli er sterk undirstaða til þess að byggja á frekari færni. Einnig er talað um að móðurmálið barnanna er tengt sterkum böndum við sjálfsmynd þess, geti barn ekki tjáð sig á eigin móðurmáli þá missi það niður meðal annars færni til þess að eiga samskipti við ættingja og vini. Í aðalnámskrá Grunnskólanna segir að það sé mikilvægt fyrir sjálfsmynd barnanna með annað móðurmál en íslensku að tekið sé tillit til þess og þau fái tækifæri til að viðhalda færni sinni. Skólar hafa svigrúm innan aðalnámskrárinnar til að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli erlendra barna sem hluti af námi þeirra en það er á færi hvers skóla fyrir sig að útsetja það. Skólar vinna mjög misjafnt með börn af erlendum uppruna og það hefur þekkst að sum börn fá nám sitt í eigin móðurmáli sem alla jafna er stundað utan skóla metið en önnur börn ekki. Fyrir því eru ágætast skýringar, eins og að skólayfirvöld geti ekki skrifað upp á að námið hafi farið fram hjá sérfræðingi eða sé viðunandi. Öll börn eiga rétt á að fá svigrúm og tækifæri til að viðhalda móðurmáli sínu þrátt fyrir að vera ekki staðsett í heimalandinu, er kominn tími til þess að innleiða það nám í aðalnámskrá Leik- Grunn- og framhaldsskóla landsins að þeim beri að veita börnum með annað móðurmál en íslensku tækifæri til þess að rækta og efla móðurmáli sitt samhliða íslenskunni og stuðla þannig að jafnrétti til náms fyrir alla. Er það ásættanlegt að börn með annað móðurál en íslensku þurfi oft að eyða eigin frítíma og fjármunum forráðamanna til þess að viðhalda móðurmáli sínu sem er mikilvægur hlekkur í færni þeirra til framtíðar og styrkingu sjálfsmyndar barnanna? Er ekki kominn tími til þess að börnin fái öll sömu tækifæri til þess að læra móðurmál sitt á skólatíma og fái að nýta frítímann sinn í að stunda aðrar tómstundir?
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar