Íslenski boltinn

Kristján tekur við ÍBV

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristján Guðmundsson er tekinn við ÍBV.
Kristján Guðmundsson er tekinn við ÍBV. vísir/daníel
Kristján Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem leikur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Kristján skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn en hann mun verða búsettur í Vestmannaeyjum og auk þess koma að mótun yngri flokka starfs ÍBV.

Kristján stjórnaði Leikni í Inkasso-deildinni í sumar en lét af störfum að loknu tímabilinu.

„Knattspyrnuráð ÍBV fagnar því að fá jafn reyndan þjálfara og Kristján til starfa og væntir mikils af honum á komandi árum. Hann verður búsettur í Vestmannaeyjum og mun koma að mótun og stefnu yngri flokka félagsins," segir í tilkynningu sem ÍBV sendi frá sér nú rétt í þessu.

ÍBV endaði í 9.sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og var í fallbaráttu undir lok tímabilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×