Villta vestrið Ívar Halldórsson skrifar 18. október 2016 14:19 Í bítið á Bylgjunni fékk til sín góða gesti þann 13. október sem kynntu framtakið „Ekki hata“, sem er frábær vitundarvakning gegn ofbeldi á netinu. Hlusta má á þáttinn hér. Ég eins og flestir vitum að ástandið hérlendis er víða orðið jafn slæmt og í villta vestrinu forðum daga, þegar sexhleypurnar fengu að ráða niðurlögum mála vegna þess að einhver útlaginn var ekki sammála einhverjum galvöskum gríngóa. Við segjum að það sé skoðanafrelsi hérlendis, þegar í raun og veru búum við við vaxandi skoðanakúgun. Við fáum ekki lengur að heyra allar hliðar á málunum vegna þess að fólk hættir ekki á að vera niðurlægt opinberlega fyrir afstöðu sína. Fólk þorir ekki að greiða atkvæði með eða á móti vissum málefnum því það er hrætt um að ráðist verði til harðrar atlögu gegn því vegna skoðana sinna. En það er ekki hægt að banna fólki að hafa skoðanir þótt sumir krefjist reyndar þess að fólk hreinlega gefi upp sína skoðun fyrir aðra fyrirvaralaust, ella hafi þeir sem „ranga skoðun“ hafa, verra af. Sjálfskipaðir skoðanaskerfarar eru í sjálfboðavinnu víða í okkar samfélagi með sexhleypurnar sínar á lofti. Að fara inn á samskiptamiðlana er oft eins og að ganga inn á reykfyllta og skítuga kúrekakrá í villta vestrinu þar sem rangt augnaráð, misskilin hreyfing eða óvelkomin skoðun getur kostað kráargesti lífið. Mannréttinda- og jafnréttislög takmarka hvaða skoðanir má viðra í okkar samfélagi til að standa vörð um persónulegt öryggi fólks og tryggja sátt meðal ólíkra íbúa þjóðarinnar. Að mismuna eða gera lítið úr persónu á grundvelli trúar, kyns, litarháttar eða kynhneigðar er til að mynda brot á lögum. Lögin stuðla að góðu siðferði í samskiptum milli landsbúa, og hvetja okkur öll til þess að bera virðingu fyrir samlöndum; óháð útliti, bakgrunni, trúarlegri afstöðu eða því hvort við sofum hjá sama kyni eða ekki. Skoðanafrelsi er ekki frelsi til að niðurlægja, mismuna eða leggja ákveðnar persónur í einelti. Ef við ætlum að nýta svokallað skoðanafrelsið til að gera lítið úr öðrum og jafnvel ganga svo langt, eins og því miður fjöldi Íslendinga gerir á samskiptamiðlum okkar og víðar, að kalla hvort annað niðrandi nöfnum, tökum við sem þjóðfélag stórt siðferðislegt skref afturábak. Með slíkri hegðun kæfum við auk þess þá málefnalegu umræðu sem þarf að eiga sér stað. Málefni líðandi stundar eru fjölmörg, og yfirleitt eru margar hliðar á hverju máli fyrir sig og skoðanirnar ófáar eftir því. Auðvitað er engin leið að allir geti alltaf verið sammála um allt. Það er ómögulegt að allir hafi rétt fyrir sér. Við eigum að gagnrýna skoðanir hvers annars með virðingu hvert fyrir öðru. Að hlusta á gagnrýni með opnum huga verður oft til þess að mislaga ágreiningsbrotin smelli saman og taki á sig skýrari mynd. En opinber gagnrýni og skoðanatjáning þarf ávallt að beinast að umræðuefninu, og þá aldrei að persónunni sem tjáir sitt viðhorf til málsins. Með málefnalegri gagnrýni finnum við skynsamlegar leiðir til að leysa hin erfiðustu mál. Ég hef oft skipt skoðun minni út fyrir aðra vel rökstudda skoðun. Með því að hlusta á sjónarmið annara áttum við okkur stundum á því að sjónarhorn okkar er oft heldur þröngt. Stundum kemur fyrir að fólk getur hreinlega ekki verið sammála um viðhorf eða lausnir. Þá þarf fólk að bera nægan þroska til þess að sættast á að vera sammála um að vera ósammála og halda þannig friðinn. Það veldur miklum vonbrigðum hversu lágt fólk hérlendis leggur sig í umræðu á netinu. Hatur, persónuníð og mannfyrirlitning er orðið daglegt brauð hér á landi í villta vestri veraldarvefsins; samskiptamiðlunum sem allir hafa aðgang að. Maður setur sig þá í spor kráareigandans á kránni í villta vestrinu, sem vissi að ef einhverjum óþokkanum líkaði ekki við viskíið sem hann bar fram, var hætt við að hann fengi viskíflöskuna í hausinn eða þá hann látinn dansa “byssukúludansinn” meðan ribbaldinn skaut miskunnarlaust í gólfið þar sem hann stóð. Að vera kallaður „fífl“, „ógeð“ eða „trúarhálfviti“ af einhverjum óbeisluðum einstaklingum sem ekki þekkir mann persónulega gerir mann auðvitað ekki að fífli, ógeði eða trúarhálfvita. Ekki frekar en að vera kallaður “pípulagningamaður” af einhverjum geri mig að pípulagningamanni. Slík óþroskuð hegðun segir hins vegar ýmislegt um þá sem leyfa sér að níða og rægja samlanda sína með opinberum hætti. Orðin endurspegla innri mann. Auðvitað þarf að stöðva þessa siðlausu þróun hér á landi. Það hefur reynst erfitt, enda enginn Lukku-Láki, John Wayne eða Clint Eastwood í þessu villta vestri til að taka í taumana eins og þeir gerðu forðum daga, þegar að bandítar niðurlægðu óillviljaða kráargesti með því að þekja þá tjöru og fiðri fyrir allra augum. Grófari ribbaldar aðhylltust “skjóta fyrst og spyrja svo regluna”, og fylltu fólk sem var fyrir þeim umsvifalaust af blýi. Í okkar landi býr fólk með fjölbreytta lífssýn og ólíkar skoðanir. Til að tryggja góða sambúð ólíkra einstaklinga hérlendis þurfum við að geta rætt málin án þess að vega að hvort öðru með níði og rógburði. Við þurfum að geta sett okkur í spor annara og hlusta gaumgæfilega á allar hliðar málsins. Við megum ekki leyfa endalausum fordómum að birgja okkar sýn. Við þurfum þá einnig að tilreikna náunga okkar hið besta og leyfa honum að njóta vafans þegar kemur að viðkvæmum málefnum. Flestum gengur gott eitt til þegar þeir bera fram skoðanir sínar, en því miður er oft svo stutt í fordóma og móðgunargjarna hegðun að einlæg sjónarmið eru kaffærð í fæðingu. Um leið og við tökum augun af efninu og förum að ráðast hvert á annað, setjum við um leið upp gaddavír yfir þær götur sem liggja til góðra lausna. Mig langar að enda á því að vitna í næst elstu dóttur mína sem segist af eigin raun hafa upplifað misbeitingu skoðanafrelsis hér á landi og orðið vör við eineltið sem á sér stað; bæði á netinu og í fjölmiðlum. Hún sagði þetta varðandi þær mörgu skoðanir sem bornar eru fram af ólíkum persónum. Mér fannst hún eiginlega hitta naglann á höfuðið: „Hvaða manneskja er það hlutlaus að hún geti fullyrt hvaða skoðun sé rétt, og hvaða skoðun sé ekki rétt?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í bítið á Bylgjunni fékk til sín góða gesti þann 13. október sem kynntu framtakið „Ekki hata“, sem er frábær vitundarvakning gegn ofbeldi á netinu. Hlusta má á þáttinn hér. Ég eins og flestir vitum að ástandið hérlendis er víða orðið jafn slæmt og í villta vestrinu forðum daga, þegar sexhleypurnar fengu að ráða niðurlögum mála vegna þess að einhver útlaginn var ekki sammála einhverjum galvöskum gríngóa. Við segjum að það sé skoðanafrelsi hérlendis, þegar í raun og veru búum við við vaxandi skoðanakúgun. Við fáum ekki lengur að heyra allar hliðar á málunum vegna þess að fólk hættir ekki á að vera niðurlægt opinberlega fyrir afstöðu sína. Fólk þorir ekki að greiða atkvæði með eða á móti vissum málefnum því það er hrætt um að ráðist verði til harðrar atlögu gegn því vegna skoðana sinna. En það er ekki hægt að banna fólki að hafa skoðanir þótt sumir krefjist reyndar þess að fólk hreinlega gefi upp sína skoðun fyrir aðra fyrirvaralaust, ella hafi þeir sem „ranga skoðun“ hafa, verra af. Sjálfskipaðir skoðanaskerfarar eru í sjálfboðavinnu víða í okkar samfélagi með sexhleypurnar sínar á lofti. Að fara inn á samskiptamiðlana er oft eins og að ganga inn á reykfyllta og skítuga kúrekakrá í villta vestrinu þar sem rangt augnaráð, misskilin hreyfing eða óvelkomin skoðun getur kostað kráargesti lífið. Mannréttinda- og jafnréttislög takmarka hvaða skoðanir má viðra í okkar samfélagi til að standa vörð um persónulegt öryggi fólks og tryggja sátt meðal ólíkra íbúa þjóðarinnar. Að mismuna eða gera lítið úr persónu á grundvelli trúar, kyns, litarháttar eða kynhneigðar er til að mynda brot á lögum. Lögin stuðla að góðu siðferði í samskiptum milli landsbúa, og hvetja okkur öll til þess að bera virðingu fyrir samlöndum; óháð útliti, bakgrunni, trúarlegri afstöðu eða því hvort við sofum hjá sama kyni eða ekki. Skoðanafrelsi er ekki frelsi til að niðurlægja, mismuna eða leggja ákveðnar persónur í einelti. Ef við ætlum að nýta svokallað skoðanafrelsið til að gera lítið úr öðrum og jafnvel ganga svo langt, eins og því miður fjöldi Íslendinga gerir á samskiptamiðlum okkar og víðar, að kalla hvort annað niðrandi nöfnum, tökum við sem þjóðfélag stórt siðferðislegt skref afturábak. Með slíkri hegðun kæfum við auk þess þá málefnalegu umræðu sem þarf að eiga sér stað. Málefni líðandi stundar eru fjölmörg, og yfirleitt eru margar hliðar á hverju máli fyrir sig og skoðanirnar ófáar eftir því. Auðvitað er engin leið að allir geti alltaf verið sammála um allt. Það er ómögulegt að allir hafi rétt fyrir sér. Við eigum að gagnrýna skoðanir hvers annars með virðingu hvert fyrir öðru. Að hlusta á gagnrýni með opnum huga verður oft til þess að mislaga ágreiningsbrotin smelli saman og taki á sig skýrari mynd. En opinber gagnrýni og skoðanatjáning þarf ávallt að beinast að umræðuefninu, og þá aldrei að persónunni sem tjáir sitt viðhorf til málsins. Með málefnalegri gagnrýni finnum við skynsamlegar leiðir til að leysa hin erfiðustu mál. Ég hef oft skipt skoðun minni út fyrir aðra vel rökstudda skoðun. Með því að hlusta á sjónarmið annara áttum við okkur stundum á því að sjónarhorn okkar er oft heldur þröngt. Stundum kemur fyrir að fólk getur hreinlega ekki verið sammála um viðhorf eða lausnir. Þá þarf fólk að bera nægan þroska til þess að sættast á að vera sammála um að vera ósammála og halda þannig friðinn. Það veldur miklum vonbrigðum hversu lágt fólk hérlendis leggur sig í umræðu á netinu. Hatur, persónuníð og mannfyrirlitning er orðið daglegt brauð hér á landi í villta vestri veraldarvefsins; samskiptamiðlunum sem allir hafa aðgang að. Maður setur sig þá í spor kráareigandans á kránni í villta vestrinu, sem vissi að ef einhverjum óþokkanum líkaði ekki við viskíið sem hann bar fram, var hætt við að hann fengi viskíflöskuna í hausinn eða þá hann látinn dansa “byssukúludansinn” meðan ribbaldinn skaut miskunnarlaust í gólfið þar sem hann stóð. Að vera kallaður „fífl“, „ógeð“ eða „trúarhálfviti“ af einhverjum óbeisluðum einstaklingum sem ekki þekkir mann persónulega gerir mann auðvitað ekki að fífli, ógeði eða trúarhálfvita. Ekki frekar en að vera kallaður “pípulagningamaður” af einhverjum geri mig að pípulagningamanni. Slík óþroskuð hegðun segir hins vegar ýmislegt um þá sem leyfa sér að níða og rægja samlanda sína með opinberum hætti. Orðin endurspegla innri mann. Auðvitað þarf að stöðva þessa siðlausu þróun hér á landi. Það hefur reynst erfitt, enda enginn Lukku-Láki, John Wayne eða Clint Eastwood í þessu villta vestri til að taka í taumana eins og þeir gerðu forðum daga, þegar að bandítar niðurlægðu óillviljaða kráargesti með því að þekja þá tjöru og fiðri fyrir allra augum. Grófari ribbaldar aðhylltust “skjóta fyrst og spyrja svo regluna”, og fylltu fólk sem var fyrir þeim umsvifalaust af blýi. Í okkar landi býr fólk með fjölbreytta lífssýn og ólíkar skoðanir. Til að tryggja góða sambúð ólíkra einstaklinga hérlendis þurfum við að geta rætt málin án þess að vega að hvort öðru með níði og rógburði. Við þurfum að geta sett okkur í spor annara og hlusta gaumgæfilega á allar hliðar málsins. Við megum ekki leyfa endalausum fordómum að birgja okkar sýn. Við þurfum þá einnig að tilreikna náunga okkar hið besta og leyfa honum að njóta vafans þegar kemur að viðkvæmum málefnum. Flestum gengur gott eitt til þegar þeir bera fram skoðanir sínar, en því miður er oft svo stutt í fordóma og móðgunargjarna hegðun að einlæg sjónarmið eru kaffærð í fæðingu. Um leið og við tökum augun af efninu og förum að ráðast hvert á annað, setjum við um leið upp gaddavír yfir þær götur sem liggja til góðra lausna. Mig langar að enda á því að vitna í næst elstu dóttur mína sem segist af eigin raun hafa upplifað misbeitingu skoðanafrelsis hér á landi og orðið vör við eineltið sem á sér stað; bæði á netinu og í fjölmiðlum. Hún sagði þetta varðandi þær mörgu skoðanir sem bornar eru fram af ólíkum persónum. Mér fannst hún eiginlega hitta naglann á höfuðið: „Hvaða manneskja er það hlutlaus að hún geti fullyrt hvaða skoðun sé rétt, og hvaða skoðun sé ekki rétt?“
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun