Köllun til hjúkrunar Valgerður Fjölnisdóttir skrifar 18. október 2016 15:45 Af hverju ætti einhver að vilja mennta sig til þessa að sinna starfi þar sem vitað er fyrirfram að vinnuaðstaðan mun sennilega vera slæm, launakjör ekki í samræmi við menntun og andlegt álag er yfir eðlilegum mörkum? Er það ekki svolítið eins og að hlaupa beint í gin ljónssins? Sennilega. Hvað er það sem fær nærri 200 manns á hverju ári til þess að velja að læra hjúkrunarfræði ? Sú staðreynd að hér á landi vantar 800-900 hjúkrunarfræðinga vegur þar líklega ekki þyngst. Ég er nánast viss um að þaðEnginn hjúkrunarfræðinemi bíður þess í ofvæni að fá að starfa í húsnæði Landspítalans með þann tækjakost sem þar er. Staðreyndin er sú að stór hluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifast á næstu árum munu ekki starfa á spítalanum. Sem dæmi þá hafa 20% þeirra sem útskrifuðust árið 2014 starfað sem flugliðar eftir útskrift. Sú vitund að ganga ávallt að öruggri atvinnu víðast hvar um heim gefur hjúkrunarfræðingum viss forréttindi. Sú vitund að vera eftirsótt, býður upp á að þurfa ekki að láta bjóða sér hvað sem er. Við getum farið annað. Ástæðurnar eru óteljandi og mjög persónubundnar. Ætli aðalástæða þess að velja hjúkrun sé ekki alltaf sú sama? Við viljum við hlúa að betri heimi, gera gagn. En á sama tíma og gæði íslensks hjúkrunarfræðináms er meðal þess besta sem boðið er upp á í heiminum, er það sorglegt að ég og bekkjarfélaga mína kvíðum því á vissan hátt að starfa innan heilbrigðiskerfisins í sama landi Það er eitthvað bogið við þessa stöðu. Það er eitthvað bogið við það að sitja í kennslustundum um hvernig gott heilbrigðiskerfi á að vera og ræða svo um það við samnemendur í kaffihléum að hafa ekki efni á því að fara til læknis eða að leysa út lyf. Það er eitthvað bogið við að þurfa að þjálfa sig í því hvernig eigi að róa skjólstæðinga sem hafa áhyggjur af því hvernig eigi að greiða fyrir lífsnauðsynlega aðstoð. Það er eitthvað bogið við það að fólk þurfi í verstu tilfellum að dvelja svo dögum skiptir á bráðadeild vegna húsnæðisvanda, þegar rannsóknir sýna að dvöl á bráðamóttöku á ekki að vera lengri en 4-6 tímar ef það á ekki að hafa áhrif á afkomu sjúklingsins. Það er svo margt við heilbrigðiskerfið okkar sem lætur dæmið einfaldlega ekki ganga upp. Því þurfum við að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Af hverju ætti einhver að vilja mennta sig til þessa að sinna starfi þar sem vitað er fyrirfram að vinnuaðstaðan mun sennilega vera slæm, launakjör ekki í samræmi við menntun og andlegt álag er yfir eðlilegum mörkum? Er það ekki svolítið eins og að hlaupa beint í gin ljónssins? Sennilega. Hvað er það sem fær nærri 200 manns á hverju ári til þess að velja að læra hjúkrunarfræði ? Sú staðreynd að hér á landi vantar 800-900 hjúkrunarfræðinga vegur þar líklega ekki þyngst. Ég er nánast viss um að þaðEnginn hjúkrunarfræðinemi bíður þess í ofvæni að fá að starfa í húsnæði Landspítalans með þann tækjakost sem þar er. Staðreyndin er sú að stór hluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifast á næstu árum munu ekki starfa á spítalanum. Sem dæmi þá hafa 20% þeirra sem útskrifuðust árið 2014 starfað sem flugliðar eftir útskrift. Sú vitund að ganga ávallt að öruggri atvinnu víðast hvar um heim gefur hjúkrunarfræðingum viss forréttindi. Sú vitund að vera eftirsótt, býður upp á að þurfa ekki að láta bjóða sér hvað sem er. Við getum farið annað. Ástæðurnar eru óteljandi og mjög persónubundnar. Ætli aðalástæða þess að velja hjúkrun sé ekki alltaf sú sama? Við viljum við hlúa að betri heimi, gera gagn. En á sama tíma og gæði íslensks hjúkrunarfræðináms er meðal þess besta sem boðið er upp á í heiminum, er það sorglegt að ég og bekkjarfélaga mína kvíðum því á vissan hátt að starfa innan heilbrigðiskerfisins í sama landi Það er eitthvað bogið við þessa stöðu. Það er eitthvað bogið við það að sitja í kennslustundum um hvernig gott heilbrigðiskerfi á að vera og ræða svo um það við samnemendur í kaffihléum að hafa ekki efni á því að fara til læknis eða að leysa út lyf. Það er eitthvað bogið við að þurfa að þjálfa sig í því hvernig eigi að róa skjólstæðinga sem hafa áhyggjur af því hvernig eigi að greiða fyrir lífsnauðsynlega aðstoð. Það er eitthvað bogið við það að fólk þurfi í verstu tilfellum að dvelja svo dögum skiptir á bráðadeild vegna húsnæðisvanda, þegar rannsóknir sýna að dvöl á bráðamóttöku á ekki að vera lengri en 4-6 tímar ef það á ekki að hafa áhrif á afkomu sjúklingsins. Það er svo margt við heilbrigðiskerfið okkar sem lætur dæmið einfaldlega ekki ganga upp. Því þurfum við að breyta.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar