Biðtími krónprinsins teygist á langinn Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. október 2016 07:00 Maha Vajiralongkorn krónprins hefur reglulega vakið hneykslun. vísir/epa Tæp vika er síðan Bhumibol Adulyadej Taílandskonungur lést, 88 ára eftir heil 70 ár á valdastól. Eini sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, hefur ekki enn formlega tekið við. Ástæða biðarinnar hefur ekki verið gefin upp, en hennar gæti verið að leita í þeirri staðreynd að krónprinsinn er og hefur lengi verið afar umdeildur í Taílandi.Konungurinn hefur notið óskiptrar virðingar flestra landsmanna. Þótt konungstigninni fylgi lítil sem engin formleg völd hefur Bhumibol þótt hafa tryggt ákveðinn stöðugleika í landinu. Og það þrátt fyrir tíðar stjórnarbyltingar og pólitískt umrót. Sonurinn Vajiralongkorn hefur aftur á móti reglulega komist í fréttir fyrir glaumgosalíf og ýmsan galgopahátt. Almenningur er sagður bera litla virðingu fyrir honum og ráðamenn hafa haft áhyggjur af því að hann verði konungur. Vajiralongkorn er að vísu orðinn 64 ára og kannski tekinn að róast, en hneykslismálin fylgja honum. Hann er þrígiftur og á samtals sjö börn, þar af fimm með annarri eiginkonu sinni, en þau fæddust öll á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonunni. Hjónaband númer tvö entist þó aðeins í tvö ár og endaði með því að hann rak konuna úr landi. Krónprinsinn skildi við þriðju eiginkonu sína árið 2014 eftir að nokkrir ættingjar hennar voru handteknir og sakaðir um fjármálaspillingu. Hún sjálf varð alræmd í Taílandi fyrir að ganga um hálfnakin í mikilli afmælisveislu sem haldin var fyrir hund krónprinsins. Sá hundur er síðan sagður hafa verið gerður að yfirmanni í hernum. Enginn vafi leikur á því að Vajiralongkorn á fullan rétt til konungstignar í Taílandi, nú þegar faðir hans er látinn. Bhumipol konungur hafði sjálfur gefið það út formlega að Vajiralongkorn eigi að verða konungur, en samkvæmt lögum hefur konungurinn einn heimild til þess að svipta krónprins rétti til konungstignar. Nærri vika er samt liðin frá andláti Bhumipols og töfin veldur furðu. Opinberlega er Vajiralongkorn sjálfur sagður hafa óskað eftir því að bíða með að taka við konungstigninni, þangað til hann sé tilbúinn, eins og það er orðað í tilkynningu frá konungshöllinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Tengdar fréttir Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn. 15. október 2016 11:16 Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag. 16. október 2016 09:10 Bhumibol Taílandskonungur er látinn Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli. 13. október 2016 12:03 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Tæp vika er síðan Bhumibol Adulyadej Taílandskonungur lést, 88 ára eftir heil 70 ár á valdastól. Eini sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, hefur ekki enn formlega tekið við. Ástæða biðarinnar hefur ekki verið gefin upp, en hennar gæti verið að leita í þeirri staðreynd að krónprinsinn er og hefur lengi verið afar umdeildur í Taílandi.Konungurinn hefur notið óskiptrar virðingar flestra landsmanna. Þótt konungstigninni fylgi lítil sem engin formleg völd hefur Bhumibol þótt hafa tryggt ákveðinn stöðugleika í landinu. Og það þrátt fyrir tíðar stjórnarbyltingar og pólitískt umrót. Sonurinn Vajiralongkorn hefur aftur á móti reglulega komist í fréttir fyrir glaumgosalíf og ýmsan galgopahátt. Almenningur er sagður bera litla virðingu fyrir honum og ráðamenn hafa haft áhyggjur af því að hann verði konungur. Vajiralongkorn er að vísu orðinn 64 ára og kannski tekinn að róast, en hneykslismálin fylgja honum. Hann er þrígiftur og á samtals sjö börn, þar af fimm með annarri eiginkonu sinni, en þau fæddust öll á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonunni. Hjónaband númer tvö entist þó aðeins í tvö ár og endaði með því að hann rak konuna úr landi. Krónprinsinn skildi við þriðju eiginkonu sína árið 2014 eftir að nokkrir ættingjar hennar voru handteknir og sakaðir um fjármálaspillingu. Hún sjálf varð alræmd í Taílandi fyrir að ganga um hálfnakin í mikilli afmælisveislu sem haldin var fyrir hund krónprinsins. Sá hundur er síðan sagður hafa verið gerður að yfirmanni í hernum. Enginn vafi leikur á því að Vajiralongkorn á fullan rétt til konungstignar í Taílandi, nú þegar faðir hans er látinn. Bhumipol konungur hafði sjálfur gefið það út formlega að Vajiralongkorn eigi að verða konungur, en samkvæmt lögum hefur konungurinn einn heimild til þess að svipta krónprins rétti til konungstignar. Nærri vika er samt liðin frá andláti Bhumipols og töfin veldur furðu. Opinberlega er Vajiralongkorn sjálfur sagður hafa óskað eftir því að bíða með að taka við konungstigninni, þangað til hann sé tilbúinn, eins og það er orðað í tilkynningu frá konungshöllinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Tengdar fréttir Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn. 15. október 2016 11:16 Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag. 16. október 2016 09:10 Bhumibol Taílandskonungur er látinn Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli. 13. október 2016 12:03 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn. 15. október 2016 11:16
Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag. 16. október 2016 09:10
Bhumibol Taílandskonungur er látinn Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli. 13. október 2016 12:03