Lausnir eða lýðskrum í lífeyrismálum Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 19. október 2016 00:00 Flokkur fólksins fer mikinn í þessum málum og það er ekki furða. Formaðurinn Inga Sæland er innblásin og flugmælsk og hrífur marga með málflutningi sínum. Það er líka hárrétt sem hún segir, að fátækt meðal íslenskra barna er ólíðandi og það er svo sannarlega skylda samfélagsins að tryggja öllum börnum mannsæmandi viðurværi, eins og reyndar öllum öðrum sem ekki geta gert það sjálfir. En það eru hnökrar á málflutningnum sem er nauðsyn – já, skylda – að gagnrýna. Spurt er: Hvernig á að fjármagna bætt kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa svarað: með afturvirkri skattlagningu á lífeyrissjóðina; einhvers konar afnámi skattleysisins á inngreiðslur, sem hefur verið við lýði í tæp 30 ár. Þetta er ekki hægt. Skatturinn, sem vísað er til, liggur ekki og ávaxtar sig í lífeyrissjóðunum. Hann var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan. Auk þess gengur ekki upp að ætla að taka hundruð milljarða af lífeyrissjóðunum, en ætla þeim jafnframt áfram hlutverk sem ein af meginstoðum velferðarkerfisins. Ef þetta væri allt tekið af þeim, þyrftu þeir að skerða lífeyrinn mjög mikið, til viðbótar öllum þeim skerðingum sem eru þegar orðnar. Er það það sem Flokkur fólksins vill? Mundi það gagnast lífeyrisþegum?Betri lausn Til allrar hamingju er til betri lausn á þessu dæmi. Ríkið á bara að yfirtaka eignir og skuldbindingar lífeyrissjóðanna og tryggja öllum mannsæmandi lífeyri. Það á að gera séreignarsjóðina upp og borga þá út. Sameignarsjóðina á að leysa upp og jafna lífeyri í landinu, þannig að allir, sem ekki geta unnið fyrir sér sjálfir, eigi rétt á sama lífeyrinum, án þess að þurfa fyrst að kaupa sér þann rétt. Ef sama gengur yfir alla, er líka auðveldara að standa saman um að upphæðin sé mannsæmandi, heldur en ef mismunandi reikniformúlur eru notaðar fyrir öryrkja, aldraða, atvinnulausa, fólk í fæðingarorlofi, o.s.frv. Þessi leið heitir félagsvæðing lífeyriskerfisins og er hluti af almennri félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem Alþýðufylkingin boðar, ein flokka. Sú almenna leið felur líka í sér lausn á öðru vandamáli: Ef alþýðan hefur aðgang að félagslegri fjármálaþjónustu, þar sem vextir eru ekki teknir af hóflegum lánum, þarf hún ekki framar að margborga húsnæðisverðið vegna hárra vaxta. Vextirnir sliga heimilin í dag, sliga þau sum í drep eða gjaldþrot. Þeir vextir standa undir ávöxtun lífeyrissjóðanna. Félagslegt fjármálakerfi og velferðarkerfi er því lausnin á hvoru tveggja: Tryggir öllum rétt til mannsæmandi framfærslu, og leysir fólk um leið undan drápsklyfjum vaxta af húsnæðislánum. Eru þetta ekki hagsmunir 95% landsmanna? Ölmusa er ekki farsæl pólitík fyrir alþýðuna og það heitir lýðskrum þegar fólk reynir að vinna fjöldans hylli með rangfærslum. En ef fólk vill slá tvær flugur í einu höggi, með félagsvæðingu fjármálakerfisins og velferðarkerfisins, vísar Alþýðufylkingin leiðina: leið samstöðu og leið baráttu, leiðina úr út greipum fjármálakapítalisma. Einu leiðina til jafnaðar og félagslegs réttlætis í landinu. Hollvinir íslenskrar alþýðu eiga að styðja Alþýðufylkinguna vegna þess að Alþýðufylkingin styður alþýðuna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins fer mikinn í þessum málum og það er ekki furða. Formaðurinn Inga Sæland er innblásin og flugmælsk og hrífur marga með málflutningi sínum. Það er líka hárrétt sem hún segir, að fátækt meðal íslenskra barna er ólíðandi og það er svo sannarlega skylda samfélagsins að tryggja öllum börnum mannsæmandi viðurværi, eins og reyndar öllum öðrum sem ekki geta gert það sjálfir. En það eru hnökrar á málflutningnum sem er nauðsyn – já, skylda – að gagnrýna. Spurt er: Hvernig á að fjármagna bætt kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa svarað: með afturvirkri skattlagningu á lífeyrissjóðina; einhvers konar afnámi skattleysisins á inngreiðslur, sem hefur verið við lýði í tæp 30 ár. Þetta er ekki hægt. Skatturinn, sem vísað er til, liggur ekki og ávaxtar sig í lífeyrissjóðunum. Hann var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan. Auk þess gengur ekki upp að ætla að taka hundruð milljarða af lífeyrissjóðunum, en ætla þeim jafnframt áfram hlutverk sem ein af meginstoðum velferðarkerfisins. Ef þetta væri allt tekið af þeim, þyrftu þeir að skerða lífeyrinn mjög mikið, til viðbótar öllum þeim skerðingum sem eru þegar orðnar. Er það það sem Flokkur fólksins vill? Mundi það gagnast lífeyrisþegum?Betri lausn Til allrar hamingju er til betri lausn á þessu dæmi. Ríkið á bara að yfirtaka eignir og skuldbindingar lífeyrissjóðanna og tryggja öllum mannsæmandi lífeyri. Það á að gera séreignarsjóðina upp og borga þá út. Sameignarsjóðina á að leysa upp og jafna lífeyri í landinu, þannig að allir, sem ekki geta unnið fyrir sér sjálfir, eigi rétt á sama lífeyrinum, án þess að þurfa fyrst að kaupa sér þann rétt. Ef sama gengur yfir alla, er líka auðveldara að standa saman um að upphæðin sé mannsæmandi, heldur en ef mismunandi reikniformúlur eru notaðar fyrir öryrkja, aldraða, atvinnulausa, fólk í fæðingarorlofi, o.s.frv. Þessi leið heitir félagsvæðing lífeyriskerfisins og er hluti af almennri félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem Alþýðufylkingin boðar, ein flokka. Sú almenna leið felur líka í sér lausn á öðru vandamáli: Ef alþýðan hefur aðgang að félagslegri fjármálaþjónustu, þar sem vextir eru ekki teknir af hóflegum lánum, þarf hún ekki framar að margborga húsnæðisverðið vegna hárra vaxta. Vextirnir sliga heimilin í dag, sliga þau sum í drep eða gjaldþrot. Þeir vextir standa undir ávöxtun lífeyrissjóðanna. Félagslegt fjármálakerfi og velferðarkerfi er því lausnin á hvoru tveggja: Tryggir öllum rétt til mannsæmandi framfærslu, og leysir fólk um leið undan drápsklyfjum vaxta af húsnæðislánum. Eru þetta ekki hagsmunir 95% landsmanna? Ölmusa er ekki farsæl pólitík fyrir alþýðuna og það heitir lýðskrum þegar fólk reynir að vinna fjöldans hylli með rangfærslum. En ef fólk vill slá tvær flugur í einu höggi, með félagsvæðingu fjármálakerfisins og velferðarkerfisins, vísar Alþýðufylkingin leiðina: leið samstöðu og leið baráttu, leiðina úr út greipum fjármálakapítalisma. Einu leiðina til jafnaðar og félagslegs réttlætis í landinu. Hollvinir íslenskrar alþýðu eiga að styðja Alþýðufylkinguna vegna þess að Alþýðufylkingin styður alþýðuna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar