Með góðri kveðju frá Trump Matthías Freyr Matthíasson skrifar 19. október 2016 09:36 Með nokkurra ára mislöngu millibili fær fólk að ganga til kjörklefans og láta rödd sína heyrast skýrt og greinilega. Hvort sem um er að ræða kjör til sveitastjórna eða alþingis eða velja forseta. Svo auðvitað má ekki gleyma þeim möguleika sem þjóðaratkvæðisgreiðsla hefur upp á að bjóða. Núverandi ríkisstjórnarflokkar virðast reyndar eitthvað hræddir við það fyrirbæri og ég hugsa að það sé út af því að þá þyrftu þeir að horfast í augu við að þeir eru ekki alltaf í tengslum við hugsanir eða skoðanir meirihluta fólks í landinu. Hvað veit almenningur svo sem um viðræður við fólk í Brussel eða hvort einhverjir vellauðugir silfurskeiða og útgerðaeigendur geti borgað meiri arð til samfélagsins, út frá hagnaðinum sem þeir fá frá sameiginlegum auðlindum? Svo einhver dæmi séu nú tekin. Nei, samkvæmt ríkisstjórnarherrunum, því ekki fá konur að mikinn framgang þar á bæ, er best að þeir sjái bara um að taka allar ákvarðanir er varða þjóðarhag því að þeir voru jú kosnir fyrir einhverjum árum síðan. Það verður reyndar að gleymast að þeirra mati að þeir hafi nú einhverntímann lofað því að hinn sauðsvarti almúgi fengi eitthvað um það að segja hvort halda ætti áfram að tala við fólk í Brussel. En jæja, það skiptir svo sem engu því þeir lofuðu því að fella niður skuldir og það hlýtur að telja. Reyndar kom svo bara á daginn að skuldaniðurfellingin kom þeim best sem þurftu í raun ekkert á henni að halda, ekki þannig. Síðan var auðvitað rosa klókt að vera hipp og kúl og ná þannig til unga fólksins með því að nota tölustafi í rituðu máli. En með fast1gn ætlar ríkið að leyfa ákveðnum hópi fólks að nota framtíðarsparnað sinn til að fjárfesta í húsnæði. Þetta reyndar gagnast ekkert rosa mörgum en hvað um það. Að sjálfsögðu má ekki gleyma arfaslöku og illa unnu frumvarpi varðandi LÍN. Frumvarp sem beðið var eftir með öndina í hálsinum því búist var við að loksins yrðu gerðar úrbætur til hins miklu betra til handa námsmönnum. En nei, leiðin sem lögð var til snérist um að fækka lánuðum einingafjölda, fjölga skuldabréfum, hækkun á vöxtum, halda áfram að bjóða verðtryggð lán, bönkunum áfram leyft að eiga í sérstöku ástarsambandi við Lánasjóðinn en það samband ber ekki ríkulegan ávöxt fyrir neinn nema ef ske kynni að vera bankana sjálfa og svo lengi mætti telja varðandi það vonda frumvarp. Síðan reyndar verður að gleymast, að mati núverandi ríkisstjórnaherra, ástæða þess að það er kosið 29. október næstkomandi. Það átti náttúrlega ekkert að kjósa fyrr en 2017. En af hverju er þá verið að kjósa núna? Jú, það er út af því að það kom í ljós að ráðamenn þjóðarinnar og fjölskyldur þeirra hefðu búið og lifað við allt annan raunveruleika en meginþorri þjóðarinnar og áttu félög og peninga í skattaskjólum. Ætli að það sé út af því að þeir treysta ekki þeim litla gjaldmiðli við notum hér á Íslandi, en vilja samt ekki gefa fólki kost á því að komast í samstarf þar sem hægt væri að taka upp stöðugan gjaldmiðil? Það verður líka að muna að það var ekki bara fyrrum forsætisráðherra sem átti peninga (eða kona hans) í útlöndum. Það var líka fjármálaráðherra sem átti svona félag sem og innanríkisráðherra sem kemur úr sama flokknum. En þau þurftu reyndar barasta ekkert að fara í frí eða hætta, þau létu bara samstarfsflokkinn um þennan skandal. En já, ég verð að biðjast afsökunar á þessari ófyrirleitni af minni hálfu í þessari smelludólgsfyrirsögn. Ég þekki ekki Trump og vil ekki þekkja Trump. En þetta vil ég þó segja: Það skiptir máli hverjir stjórna. Það skiptir máli að það séu ekki fúsk eða sérhagsmunir sem ráða för við ríkisstjórnarborðið. Nýttu kosningaréttinn þinn og ekki láta það gerast sem gerðist í BREXIT þegar eldra fólk ákvað hvernig framtíð ungs fólks í Bretlandi kemur til með að verða næstu áratugina. Láttu rödd þína heyrast! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Forsetakosningar í Bandaríkjunum Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Með nokkurra ára mislöngu millibili fær fólk að ganga til kjörklefans og láta rödd sína heyrast skýrt og greinilega. Hvort sem um er að ræða kjör til sveitastjórna eða alþingis eða velja forseta. Svo auðvitað má ekki gleyma þeim möguleika sem þjóðaratkvæðisgreiðsla hefur upp á að bjóða. Núverandi ríkisstjórnarflokkar virðast reyndar eitthvað hræddir við það fyrirbæri og ég hugsa að það sé út af því að þá þyrftu þeir að horfast í augu við að þeir eru ekki alltaf í tengslum við hugsanir eða skoðanir meirihluta fólks í landinu. Hvað veit almenningur svo sem um viðræður við fólk í Brussel eða hvort einhverjir vellauðugir silfurskeiða og útgerðaeigendur geti borgað meiri arð til samfélagsins, út frá hagnaðinum sem þeir fá frá sameiginlegum auðlindum? Svo einhver dæmi séu nú tekin. Nei, samkvæmt ríkisstjórnarherrunum, því ekki fá konur að mikinn framgang þar á bæ, er best að þeir sjái bara um að taka allar ákvarðanir er varða þjóðarhag því að þeir voru jú kosnir fyrir einhverjum árum síðan. Það verður reyndar að gleymast að þeirra mati að þeir hafi nú einhverntímann lofað því að hinn sauðsvarti almúgi fengi eitthvað um það að segja hvort halda ætti áfram að tala við fólk í Brussel. En jæja, það skiptir svo sem engu því þeir lofuðu því að fella niður skuldir og það hlýtur að telja. Reyndar kom svo bara á daginn að skuldaniðurfellingin kom þeim best sem þurftu í raun ekkert á henni að halda, ekki þannig. Síðan var auðvitað rosa klókt að vera hipp og kúl og ná þannig til unga fólksins með því að nota tölustafi í rituðu máli. En með fast1gn ætlar ríkið að leyfa ákveðnum hópi fólks að nota framtíðarsparnað sinn til að fjárfesta í húsnæði. Þetta reyndar gagnast ekkert rosa mörgum en hvað um það. Að sjálfsögðu má ekki gleyma arfaslöku og illa unnu frumvarpi varðandi LÍN. Frumvarp sem beðið var eftir með öndina í hálsinum því búist var við að loksins yrðu gerðar úrbætur til hins miklu betra til handa námsmönnum. En nei, leiðin sem lögð var til snérist um að fækka lánuðum einingafjölda, fjölga skuldabréfum, hækkun á vöxtum, halda áfram að bjóða verðtryggð lán, bönkunum áfram leyft að eiga í sérstöku ástarsambandi við Lánasjóðinn en það samband ber ekki ríkulegan ávöxt fyrir neinn nema ef ske kynni að vera bankana sjálfa og svo lengi mætti telja varðandi það vonda frumvarp. Síðan reyndar verður að gleymast, að mati núverandi ríkisstjórnaherra, ástæða þess að það er kosið 29. október næstkomandi. Það átti náttúrlega ekkert að kjósa fyrr en 2017. En af hverju er þá verið að kjósa núna? Jú, það er út af því að það kom í ljós að ráðamenn þjóðarinnar og fjölskyldur þeirra hefðu búið og lifað við allt annan raunveruleika en meginþorri þjóðarinnar og áttu félög og peninga í skattaskjólum. Ætli að það sé út af því að þeir treysta ekki þeim litla gjaldmiðli við notum hér á Íslandi, en vilja samt ekki gefa fólki kost á því að komast í samstarf þar sem hægt væri að taka upp stöðugan gjaldmiðil? Það verður líka að muna að það var ekki bara fyrrum forsætisráðherra sem átti peninga (eða kona hans) í útlöndum. Það var líka fjármálaráðherra sem átti svona félag sem og innanríkisráðherra sem kemur úr sama flokknum. En þau þurftu reyndar barasta ekkert að fara í frí eða hætta, þau létu bara samstarfsflokkinn um þennan skandal. En já, ég verð að biðjast afsökunar á þessari ófyrirleitni af minni hálfu í þessari smelludólgsfyrirsögn. Ég þekki ekki Trump og vil ekki þekkja Trump. En þetta vil ég þó segja: Það skiptir máli hverjir stjórna. Það skiptir máli að það séu ekki fúsk eða sérhagsmunir sem ráða för við ríkisstjórnarborðið. Nýttu kosningaréttinn þinn og ekki láta það gerast sem gerðist í BREXIT þegar eldra fólk ákvað hvernig framtíð ungs fólks í Bretlandi kemur til með að verða næstu áratugina. Láttu rödd þína heyrast!
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun