Gefum þeim raunverulegt val um nám Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Þegar ungmenni velja nám að loknum grunnskóla liggur beinast við að fara hina hefðbundnu bóknámsleið. Ekki endilega vegna þess að áhugi flestra liggi á því sviði né heldur vegna þess að það eigi svo afskaplega vel við flesta, heldur vegna þess að þar hafa allar áherslur samfélagsins legið. Virðingin fyrir bóknámi er mikil og ekkert nema gott um það að segja. Sú virðing hefur hins vegar varpað skugga á aðra kosti, eins og starfsnám. Starfsnámið hefur því átt undir högg að sækja og námsframboð dregist saman.Hlutverk grunnskólans Í grunnskóla er meginhluti náms bóknám, þar sem kennsluformið er einfalt og beinn kostnaður liggur helst í námsbókunum sjálfum. Það er dýrara og flóknara að halda uppi verkgreinum. En grunnskólinn ætti að vera sá vettvangur sem ýtir undir fjölbreyttar leiðir í námi og tekur þannig mið af fjölbreytileika atvinnulífsins. Reyndin er að ungmenni finna sér ekki farveg, þau fá ekki stuðning í skólaumhverfinu til að efla sig innan síns áhugasviðs nema að mjög takmörkuðu leyti og skólarnir eru ekki allir í stakk búnir til að bregðast við. Viljann skortir ekki, heldur fjármagnið til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.Hvernig má gera betur? Stjórnvöld í nánum tengslum við atvinnulífið hafa gullið tækifæri til að taka á þessum vanda og styðja betur við menntastofnanir til framkvæmda og fjölbreytileika í námsframboði. Það skiptir öllu að við lok grunnskóla hafi ungmenni raunveruleg tækifæri til að velja þær námsbrautir sem styðja við áhugasvið og löngun til menntunar. Við þurfum að breyta núverandi kerfi, því aðeins þannig getum við vonast til að stemma stigu við brottfalli framhaldsskólanema. Allt of margir fara af stað í nám án þess að vita í raun hvert stefnir, því námið snertir ekki á þeirra áhugasviði og sterku hliðum. Ein lausnin gæti verið sú að strax við fyrsta námsár í framhaldsskóla fari ungmenni að stunda nám á þeim vettvangi sem hugur þeirra leitar til hvað varðar starfsval. Starfsnámið væri því raunverulegur kostur strax við upphaf framhaldsskólagöngu. Þessi ungmenni gætu sett sér framtíðarsýn sem byggir á getu og áhuga á að taka virkan þátt í samfélaginu út frá eigin styrkleikum og hæfni. Það falla ekki allir inn í bóknámsformið – og þurfa alls ekki að gera það.Tími til framkvæmda Umræðan hefur verið mikil og gagnleg en nú er komið að því að framkvæma og endurskapa. Við verðum að gera starfsmenntun hærra undir höfði og leita leiða til að ungmenni geti valið sig inn á áhugasviðið sitt við upphaf framhaldsskólagöngu. Strax, en ekki eftir eins til tveggja ára bóknámstímabil sem hefur þær afleiðingar að hópur ungmenna gefst upp vegna þess að þeim er ekki mætt út frá þeirra eigin styrkleikum. Þau fyllast vonleysi og uppgjöf. Ávinningur af breyttum áherslum er mikill fyrir einstaklingana, en ekki síður fyrir atvinnulífið og þær starfsgreinar sem við byggjum samfélag okkar á. Þegar skrefið er tekið til fulls og kerfið fær þann kjark sem þarf til breytinga þá fyrst getum við talað um að starfsnám fái þá viðurkenningu sem við viljum að allt nám njóti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ungmenni velja nám að loknum grunnskóla liggur beinast við að fara hina hefðbundnu bóknámsleið. Ekki endilega vegna þess að áhugi flestra liggi á því sviði né heldur vegna þess að það eigi svo afskaplega vel við flesta, heldur vegna þess að þar hafa allar áherslur samfélagsins legið. Virðingin fyrir bóknámi er mikil og ekkert nema gott um það að segja. Sú virðing hefur hins vegar varpað skugga á aðra kosti, eins og starfsnám. Starfsnámið hefur því átt undir högg að sækja og námsframboð dregist saman.Hlutverk grunnskólans Í grunnskóla er meginhluti náms bóknám, þar sem kennsluformið er einfalt og beinn kostnaður liggur helst í námsbókunum sjálfum. Það er dýrara og flóknara að halda uppi verkgreinum. En grunnskólinn ætti að vera sá vettvangur sem ýtir undir fjölbreyttar leiðir í námi og tekur þannig mið af fjölbreytileika atvinnulífsins. Reyndin er að ungmenni finna sér ekki farveg, þau fá ekki stuðning í skólaumhverfinu til að efla sig innan síns áhugasviðs nema að mjög takmörkuðu leyti og skólarnir eru ekki allir í stakk búnir til að bregðast við. Viljann skortir ekki, heldur fjármagnið til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.Hvernig má gera betur? Stjórnvöld í nánum tengslum við atvinnulífið hafa gullið tækifæri til að taka á þessum vanda og styðja betur við menntastofnanir til framkvæmda og fjölbreytileika í námsframboði. Það skiptir öllu að við lok grunnskóla hafi ungmenni raunveruleg tækifæri til að velja þær námsbrautir sem styðja við áhugasvið og löngun til menntunar. Við þurfum að breyta núverandi kerfi, því aðeins þannig getum við vonast til að stemma stigu við brottfalli framhaldsskólanema. Allt of margir fara af stað í nám án þess að vita í raun hvert stefnir, því námið snertir ekki á þeirra áhugasviði og sterku hliðum. Ein lausnin gæti verið sú að strax við fyrsta námsár í framhaldsskóla fari ungmenni að stunda nám á þeim vettvangi sem hugur þeirra leitar til hvað varðar starfsval. Starfsnámið væri því raunverulegur kostur strax við upphaf framhaldsskólagöngu. Þessi ungmenni gætu sett sér framtíðarsýn sem byggir á getu og áhuga á að taka virkan þátt í samfélaginu út frá eigin styrkleikum og hæfni. Það falla ekki allir inn í bóknámsformið – og þurfa alls ekki að gera það.Tími til framkvæmda Umræðan hefur verið mikil og gagnleg en nú er komið að því að framkvæma og endurskapa. Við verðum að gera starfsmenntun hærra undir höfði og leita leiða til að ungmenni geti valið sig inn á áhugasviðið sitt við upphaf framhaldsskólagöngu. Strax, en ekki eftir eins til tveggja ára bóknámstímabil sem hefur þær afleiðingar að hópur ungmenna gefst upp vegna þess að þeim er ekki mætt út frá þeirra eigin styrkleikum. Þau fyllast vonleysi og uppgjöf. Ávinningur af breyttum áherslum er mikill fyrir einstaklingana, en ekki síður fyrir atvinnulífið og þær starfsgreinar sem við byggjum samfélag okkar á. Þegar skrefið er tekið til fulls og kerfið fær þann kjark sem þarf til breytinga þá fyrst getum við talað um að starfsnám fái þá viðurkenningu sem við viljum að allt nám njóti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun