Rétta liðið? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 1. október 2016 07:00 Það er stundum talað um að stjórnmálaflokkar eigi ákveðið kjarnafylgi. Mér hefur alltaf þótt það svoldið óþægileg tilhugsun að slíkt skuli yfirhöfuð vera til og það sem er kannski enn verra að hjá sumum stjórnmálaöflum hefur þetta kjarnafylgi verið talið á bilinu 10-20%! En hvað er kjarnafylgi? Jú, það er það fylgi sem stjórnmálaafl getur gengið að vísu sama hvað bjátar á. Svona svipað og að halda með íþróttaliði. Ég t.d. held með Liverpool, það er ekki alltaf búið að vera auðvelt, en ég held samt með þeim og mun alltaf gera. Það kannski gerir mér ekki alltaf gott, sérstaklega ekki þegar illa gengur, en það hefur bara áhrif á mig og mig einan. Að „halda“ með stjórnmálaflokki er hins vegar aldrei gott. Það færir þeim sem eru í forystu á hverjum tíma völd sem hægt er að misnota án þess að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Flokkurinn fær alltaf sinn skerf af atkvæðum frá dyggum stuðningsmönnum og aðhaldið sem hverjum stjórnmálamanni og flokki er nauðsynlegt minnkar og jafnvel hverfur. Þar af leiðandi höfum við verið að horfa upp á það undanfarin ár og áratugi að stjórnmálamenn sækja umboð sitt til almennings með loforðaflaumi rétt á meðan á kosningabaráttunni stendur til þess eins að svíkja þau jafnharðan og halda áfram að verja hagsmuni fárra á kostnað heildarinnar á komandi kjörtímabili. Slæmt fyrir samfélagið Stundum fæ ég það á tilfinninguna að sumt af þessu fólki sem myndar þetta svokallaða kjarnafylgi geri það á þeim forsendum að það sé að styðja „liðið“ sitt. Það er stolt af því að halda hollustu við flokkinn sinn sama hvaða stefnu forysta hans tekur. Jafnvel þó þessi stefna samrýmist á engan hátt hagsmunum viðkomandi þá heldur hann samt áfram að styðja „liðið“ sitt. Það segir sig sjálft að það er ekki bara slæmt fyrir hag viðkomandi heldur getur það líka verið slæmt fyrir hag samfélagsins í heild og það er verst af öllu. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að eiga fylgi. Það er hættulegt lýðræðinu og gerir sérhagsmunahópum kleift að ná völdum í gegnum forystu flokka sem „eiga“ mikið kjarnafylgi. Það hefur gerst, það er að gerast og mun halda áfram að gerast ef kjarnafylgisfólkið breytir ekki um hugafar. Eina „liðið“ sem á að skipta máli í kosningum er samfélagið okkar og hvernig við, fólkið í landinu, viljum hafa það þannig að það þjóni okkur sem best og tryggi velferð okkar allra, ekki bara sumra. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum talað um að stjórnmálaflokkar eigi ákveðið kjarnafylgi. Mér hefur alltaf þótt það svoldið óþægileg tilhugsun að slíkt skuli yfirhöfuð vera til og það sem er kannski enn verra að hjá sumum stjórnmálaöflum hefur þetta kjarnafylgi verið talið á bilinu 10-20%! En hvað er kjarnafylgi? Jú, það er það fylgi sem stjórnmálaafl getur gengið að vísu sama hvað bjátar á. Svona svipað og að halda með íþróttaliði. Ég t.d. held með Liverpool, það er ekki alltaf búið að vera auðvelt, en ég held samt með þeim og mun alltaf gera. Það kannski gerir mér ekki alltaf gott, sérstaklega ekki þegar illa gengur, en það hefur bara áhrif á mig og mig einan. Að „halda“ með stjórnmálaflokki er hins vegar aldrei gott. Það færir þeim sem eru í forystu á hverjum tíma völd sem hægt er að misnota án þess að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Flokkurinn fær alltaf sinn skerf af atkvæðum frá dyggum stuðningsmönnum og aðhaldið sem hverjum stjórnmálamanni og flokki er nauðsynlegt minnkar og jafnvel hverfur. Þar af leiðandi höfum við verið að horfa upp á það undanfarin ár og áratugi að stjórnmálamenn sækja umboð sitt til almennings með loforðaflaumi rétt á meðan á kosningabaráttunni stendur til þess eins að svíkja þau jafnharðan og halda áfram að verja hagsmuni fárra á kostnað heildarinnar á komandi kjörtímabili. Slæmt fyrir samfélagið Stundum fæ ég það á tilfinninguna að sumt af þessu fólki sem myndar þetta svokallaða kjarnafylgi geri það á þeim forsendum að það sé að styðja „liðið“ sitt. Það er stolt af því að halda hollustu við flokkinn sinn sama hvaða stefnu forysta hans tekur. Jafnvel þó þessi stefna samrýmist á engan hátt hagsmunum viðkomandi þá heldur hann samt áfram að styðja „liðið“ sitt. Það segir sig sjálft að það er ekki bara slæmt fyrir hag viðkomandi heldur getur það líka verið slæmt fyrir hag samfélagsins í heild og það er verst af öllu. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að eiga fylgi. Það er hættulegt lýðræðinu og gerir sérhagsmunahópum kleift að ná völdum í gegnum forystu flokka sem „eiga“ mikið kjarnafylgi. Það hefur gerst, það er að gerast og mun halda áfram að gerast ef kjarnafylgisfólkið breytir ekki um hugafar. Eina „liðið“ sem á að skipta máli í kosningum er samfélagið okkar og hvernig við, fólkið í landinu, viljum hafa það þannig að það þjóni okkur sem best og tryggi velferð okkar allra, ekki bara sumra. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun