Trump sakaður um svæsna karlrembu við tökur á raunveruleikaþætti sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2016 13:38 Þættirnir voru gríðarlega vinsælir undir stjórn Trump. Vísir/Getty Hópur fyrrum þáttakenda og starfsmanna raunveruleikaþáttarins The Apprentice sem stýrt var af Donald Trump um árabil hefur sakað forsetaefni Repúblikana um svæsna karlrembu í garð kvenna við tökur á þáttunum.Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn fréttastofu Associated Press þar sem rætt var yfir tuttugu manns sem komu að þáttunum á sínum tíma en Trump, sem framleiðir þættina enn þann í dag, stýrði þeim á árunum 2004 til 2015. Þættirnir voru mjög vinsælir en í þeim keppti hópur þáttakanda um að fá að stýra fjárfestingarverkefni á vegum Trump. Þeim sem Trump þótti ekki standa sig í stykkinu voru reknir á staðnum. Fyrrum þáttakendur segja að Trump hafi ítrekað rætt fjálglega um brjósastærð þáttakenda og starfsmanna þáttarins og við hverja þeirra hann væri til í að stunda kynmök með. Þá segir Katherine Walker, fyrrum framleiðandi, þáttarsins að Trump hafi ítrekað rætt um líkama kvenkyns starfsfólks þáttanna og velt því fyrir sér hver þeirra myndi standa sig best í rúminu.Bað karlkyns þáttakendur um að gefa kvenkyns þáttakendum einkunn byggða á útliti þeirra Segja þáttakendurnir og starfsmennirnir að Trump hafi oftar en ekki látið ummæli sín falla á meðan á tökum stóð og að þau hafi síðan verið klippt út áður en að þátturinn var sendur í loftið.„Þú ert rekinn“ var helsti frasi Trump í þáttunumVísir/Getty„Ef það var hlé á tökum þá leit hann kannski á einhverja konu í tökuliðinu og sagði: „Þú ert sjóðandi heit í dag. Þessi kjóll fer þér mjög vel,“ áður en hann sneri sér að karlkyns meðlimi í tökuliðinu og spurði hann hvort að hann myndi ekki vilja sofa hjá viðkomandi,“ er haft eftir einum viðmælenda AP. Þá segja þau einnig frá því að Trump hafi beðið karlkyns þáttakendur í þáttunum um að gefa kvenkyns þáttakendum þáttarins einkunn eftir útliti þeirra.Sjá einnig: Trump segir Machado viðbjóðslega Talsmaður Trump segir þessar ásakanir vera tilhæfulausar með öllu og þarna sé á ferðinni óánægðir fyrrum starfsmenn þáttarins sem vilji koma höggi á Trump. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu varpað ljósi á upplýsinga sem draga í efa hæfni Trump til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og má þar nefna upplýsingar sem gefa til kynna að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt í fjölda ára. Trump háir nú harða baráttu um forsetaembætti Bandaríkjanna við Hillary Clinton sem aukið hefur forskot sitt í skoðanakönnunum í kjölfar kappræðna þeirra sem fram fóru í síðustu viku. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum 8. nóvember 2016.Hér að neðan má sjá umfjöllun NBC um þau áhrif sem The Apprentice hafði á forsetaframboð Trump Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Hópur fyrrum þáttakenda og starfsmanna raunveruleikaþáttarins The Apprentice sem stýrt var af Donald Trump um árabil hefur sakað forsetaefni Repúblikana um svæsna karlrembu í garð kvenna við tökur á þáttunum.Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn fréttastofu Associated Press þar sem rætt var yfir tuttugu manns sem komu að þáttunum á sínum tíma en Trump, sem framleiðir þættina enn þann í dag, stýrði þeim á árunum 2004 til 2015. Þættirnir voru mjög vinsælir en í þeim keppti hópur þáttakanda um að fá að stýra fjárfestingarverkefni á vegum Trump. Þeim sem Trump þótti ekki standa sig í stykkinu voru reknir á staðnum. Fyrrum þáttakendur segja að Trump hafi ítrekað rætt fjálglega um brjósastærð þáttakenda og starfsmanna þáttarins og við hverja þeirra hann væri til í að stunda kynmök með. Þá segir Katherine Walker, fyrrum framleiðandi, þáttarsins að Trump hafi ítrekað rætt um líkama kvenkyns starfsfólks þáttanna og velt því fyrir sér hver þeirra myndi standa sig best í rúminu.Bað karlkyns þáttakendur um að gefa kvenkyns þáttakendum einkunn byggða á útliti þeirra Segja þáttakendurnir og starfsmennirnir að Trump hafi oftar en ekki látið ummæli sín falla á meðan á tökum stóð og að þau hafi síðan verið klippt út áður en að þátturinn var sendur í loftið.„Þú ert rekinn“ var helsti frasi Trump í þáttunumVísir/Getty„Ef það var hlé á tökum þá leit hann kannski á einhverja konu í tökuliðinu og sagði: „Þú ert sjóðandi heit í dag. Þessi kjóll fer þér mjög vel,“ áður en hann sneri sér að karlkyns meðlimi í tökuliðinu og spurði hann hvort að hann myndi ekki vilja sofa hjá viðkomandi,“ er haft eftir einum viðmælenda AP. Þá segja þau einnig frá því að Trump hafi beðið karlkyns þáttakendur í þáttunum um að gefa kvenkyns þáttakendum þáttarins einkunn eftir útliti þeirra.Sjá einnig: Trump segir Machado viðbjóðslega Talsmaður Trump segir þessar ásakanir vera tilhæfulausar með öllu og þarna sé á ferðinni óánægðir fyrrum starfsmenn þáttarins sem vilji koma höggi á Trump. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu varpað ljósi á upplýsinga sem draga í efa hæfni Trump til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og má þar nefna upplýsingar sem gefa til kynna að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt í fjölda ára. Trump háir nú harða baráttu um forsetaembætti Bandaríkjanna við Hillary Clinton sem aukið hefur forskot sitt í skoðanakönnunum í kjölfar kappræðna þeirra sem fram fóru í síðustu viku. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum 8. nóvember 2016.Hér að neðan má sjá umfjöllun NBC um þau áhrif sem The Apprentice hafði á forsetaframboð Trump
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14
Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45