Trump sakaður um svæsna karlrembu við tökur á raunveruleikaþætti sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2016 13:38 Þættirnir voru gríðarlega vinsælir undir stjórn Trump. Vísir/Getty Hópur fyrrum þáttakenda og starfsmanna raunveruleikaþáttarins The Apprentice sem stýrt var af Donald Trump um árabil hefur sakað forsetaefni Repúblikana um svæsna karlrembu í garð kvenna við tökur á þáttunum.Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn fréttastofu Associated Press þar sem rætt var yfir tuttugu manns sem komu að þáttunum á sínum tíma en Trump, sem framleiðir þættina enn þann í dag, stýrði þeim á árunum 2004 til 2015. Þættirnir voru mjög vinsælir en í þeim keppti hópur þáttakanda um að fá að stýra fjárfestingarverkefni á vegum Trump. Þeim sem Trump þótti ekki standa sig í stykkinu voru reknir á staðnum. Fyrrum þáttakendur segja að Trump hafi ítrekað rætt fjálglega um brjósastærð þáttakenda og starfsmanna þáttarins og við hverja þeirra hann væri til í að stunda kynmök með. Þá segir Katherine Walker, fyrrum framleiðandi, þáttarsins að Trump hafi ítrekað rætt um líkama kvenkyns starfsfólks þáttanna og velt því fyrir sér hver þeirra myndi standa sig best í rúminu.Bað karlkyns þáttakendur um að gefa kvenkyns þáttakendum einkunn byggða á útliti þeirra Segja þáttakendurnir og starfsmennirnir að Trump hafi oftar en ekki látið ummæli sín falla á meðan á tökum stóð og að þau hafi síðan verið klippt út áður en að þátturinn var sendur í loftið.„Þú ert rekinn“ var helsti frasi Trump í þáttunumVísir/Getty„Ef það var hlé á tökum þá leit hann kannski á einhverja konu í tökuliðinu og sagði: „Þú ert sjóðandi heit í dag. Þessi kjóll fer þér mjög vel,“ áður en hann sneri sér að karlkyns meðlimi í tökuliðinu og spurði hann hvort að hann myndi ekki vilja sofa hjá viðkomandi,“ er haft eftir einum viðmælenda AP. Þá segja þau einnig frá því að Trump hafi beðið karlkyns þáttakendur í þáttunum um að gefa kvenkyns þáttakendum þáttarins einkunn eftir útliti þeirra.Sjá einnig: Trump segir Machado viðbjóðslega Talsmaður Trump segir þessar ásakanir vera tilhæfulausar með öllu og þarna sé á ferðinni óánægðir fyrrum starfsmenn þáttarins sem vilji koma höggi á Trump. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu varpað ljósi á upplýsinga sem draga í efa hæfni Trump til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og má þar nefna upplýsingar sem gefa til kynna að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt í fjölda ára. Trump háir nú harða baráttu um forsetaembætti Bandaríkjanna við Hillary Clinton sem aukið hefur forskot sitt í skoðanakönnunum í kjölfar kappræðna þeirra sem fram fóru í síðustu viku. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum 8. nóvember 2016.Hér að neðan má sjá umfjöllun NBC um þau áhrif sem The Apprentice hafði á forsetaframboð Trump Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Hópur fyrrum þáttakenda og starfsmanna raunveruleikaþáttarins The Apprentice sem stýrt var af Donald Trump um árabil hefur sakað forsetaefni Repúblikana um svæsna karlrembu í garð kvenna við tökur á þáttunum.Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn fréttastofu Associated Press þar sem rætt var yfir tuttugu manns sem komu að þáttunum á sínum tíma en Trump, sem framleiðir þættina enn þann í dag, stýrði þeim á árunum 2004 til 2015. Þættirnir voru mjög vinsælir en í þeim keppti hópur þáttakanda um að fá að stýra fjárfestingarverkefni á vegum Trump. Þeim sem Trump þótti ekki standa sig í stykkinu voru reknir á staðnum. Fyrrum þáttakendur segja að Trump hafi ítrekað rætt fjálglega um brjósastærð þáttakenda og starfsmanna þáttarins og við hverja þeirra hann væri til í að stunda kynmök með. Þá segir Katherine Walker, fyrrum framleiðandi, þáttarsins að Trump hafi ítrekað rætt um líkama kvenkyns starfsfólks þáttanna og velt því fyrir sér hver þeirra myndi standa sig best í rúminu.Bað karlkyns þáttakendur um að gefa kvenkyns þáttakendum einkunn byggða á útliti þeirra Segja þáttakendurnir og starfsmennirnir að Trump hafi oftar en ekki látið ummæli sín falla á meðan á tökum stóð og að þau hafi síðan verið klippt út áður en að þátturinn var sendur í loftið.„Þú ert rekinn“ var helsti frasi Trump í þáttunumVísir/Getty„Ef það var hlé á tökum þá leit hann kannski á einhverja konu í tökuliðinu og sagði: „Þú ert sjóðandi heit í dag. Þessi kjóll fer þér mjög vel,“ áður en hann sneri sér að karlkyns meðlimi í tökuliðinu og spurði hann hvort að hann myndi ekki vilja sofa hjá viðkomandi,“ er haft eftir einum viðmælenda AP. Þá segja þau einnig frá því að Trump hafi beðið karlkyns þáttakendur í þáttunum um að gefa kvenkyns þáttakendum þáttarins einkunn eftir útliti þeirra.Sjá einnig: Trump segir Machado viðbjóðslega Talsmaður Trump segir þessar ásakanir vera tilhæfulausar með öllu og þarna sé á ferðinni óánægðir fyrrum starfsmenn þáttarins sem vilji koma höggi á Trump. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu varpað ljósi á upplýsinga sem draga í efa hæfni Trump til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og má þar nefna upplýsingar sem gefa til kynna að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt í fjölda ára. Trump háir nú harða baráttu um forsetaembætti Bandaríkjanna við Hillary Clinton sem aukið hefur forskot sitt í skoðanakönnunum í kjölfar kappræðna þeirra sem fram fóru í síðustu viku. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum 8. nóvember 2016.Hér að neðan má sjá umfjöllun NBC um þau áhrif sem The Apprentice hafði á forsetaframboð Trump
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14
Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45