Trump sakaður um svæsna karlrembu við tökur á raunveruleikaþætti sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2016 13:38 Þættirnir voru gríðarlega vinsælir undir stjórn Trump. Vísir/Getty Hópur fyrrum þáttakenda og starfsmanna raunveruleikaþáttarins The Apprentice sem stýrt var af Donald Trump um árabil hefur sakað forsetaefni Repúblikana um svæsna karlrembu í garð kvenna við tökur á þáttunum.Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn fréttastofu Associated Press þar sem rætt var yfir tuttugu manns sem komu að þáttunum á sínum tíma en Trump, sem framleiðir þættina enn þann í dag, stýrði þeim á árunum 2004 til 2015. Þættirnir voru mjög vinsælir en í þeim keppti hópur þáttakanda um að fá að stýra fjárfestingarverkefni á vegum Trump. Þeim sem Trump þótti ekki standa sig í stykkinu voru reknir á staðnum. Fyrrum þáttakendur segja að Trump hafi ítrekað rætt fjálglega um brjósastærð þáttakenda og starfsmanna þáttarins og við hverja þeirra hann væri til í að stunda kynmök með. Þá segir Katherine Walker, fyrrum framleiðandi, þáttarsins að Trump hafi ítrekað rætt um líkama kvenkyns starfsfólks þáttanna og velt því fyrir sér hver þeirra myndi standa sig best í rúminu.Bað karlkyns þáttakendur um að gefa kvenkyns þáttakendum einkunn byggða á útliti þeirra Segja þáttakendurnir og starfsmennirnir að Trump hafi oftar en ekki látið ummæli sín falla á meðan á tökum stóð og að þau hafi síðan verið klippt út áður en að þátturinn var sendur í loftið.„Þú ert rekinn“ var helsti frasi Trump í þáttunumVísir/Getty„Ef það var hlé á tökum þá leit hann kannski á einhverja konu í tökuliðinu og sagði: „Þú ert sjóðandi heit í dag. Þessi kjóll fer þér mjög vel,“ áður en hann sneri sér að karlkyns meðlimi í tökuliðinu og spurði hann hvort að hann myndi ekki vilja sofa hjá viðkomandi,“ er haft eftir einum viðmælenda AP. Þá segja þau einnig frá því að Trump hafi beðið karlkyns þáttakendur í þáttunum um að gefa kvenkyns þáttakendum þáttarins einkunn eftir útliti þeirra.Sjá einnig: Trump segir Machado viðbjóðslega Talsmaður Trump segir þessar ásakanir vera tilhæfulausar með öllu og þarna sé á ferðinni óánægðir fyrrum starfsmenn þáttarins sem vilji koma höggi á Trump. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu varpað ljósi á upplýsinga sem draga í efa hæfni Trump til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og má þar nefna upplýsingar sem gefa til kynna að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt í fjölda ára. Trump háir nú harða baráttu um forsetaembætti Bandaríkjanna við Hillary Clinton sem aukið hefur forskot sitt í skoðanakönnunum í kjölfar kappræðna þeirra sem fram fóru í síðustu viku. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum 8. nóvember 2016.Hér að neðan má sjá umfjöllun NBC um þau áhrif sem The Apprentice hafði á forsetaframboð Trump Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Hópur fyrrum þáttakenda og starfsmanna raunveruleikaþáttarins The Apprentice sem stýrt var af Donald Trump um árabil hefur sakað forsetaefni Repúblikana um svæsna karlrembu í garð kvenna við tökur á þáttunum.Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn fréttastofu Associated Press þar sem rætt var yfir tuttugu manns sem komu að þáttunum á sínum tíma en Trump, sem framleiðir þættina enn þann í dag, stýrði þeim á árunum 2004 til 2015. Þættirnir voru mjög vinsælir en í þeim keppti hópur þáttakanda um að fá að stýra fjárfestingarverkefni á vegum Trump. Þeim sem Trump þótti ekki standa sig í stykkinu voru reknir á staðnum. Fyrrum þáttakendur segja að Trump hafi ítrekað rætt fjálglega um brjósastærð þáttakenda og starfsmanna þáttarins og við hverja þeirra hann væri til í að stunda kynmök með. Þá segir Katherine Walker, fyrrum framleiðandi, þáttarsins að Trump hafi ítrekað rætt um líkama kvenkyns starfsfólks þáttanna og velt því fyrir sér hver þeirra myndi standa sig best í rúminu.Bað karlkyns þáttakendur um að gefa kvenkyns þáttakendum einkunn byggða á útliti þeirra Segja þáttakendurnir og starfsmennirnir að Trump hafi oftar en ekki látið ummæli sín falla á meðan á tökum stóð og að þau hafi síðan verið klippt út áður en að þátturinn var sendur í loftið.„Þú ert rekinn“ var helsti frasi Trump í þáttunumVísir/Getty„Ef það var hlé á tökum þá leit hann kannski á einhverja konu í tökuliðinu og sagði: „Þú ert sjóðandi heit í dag. Þessi kjóll fer þér mjög vel,“ áður en hann sneri sér að karlkyns meðlimi í tökuliðinu og spurði hann hvort að hann myndi ekki vilja sofa hjá viðkomandi,“ er haft eftir einum viðmælenda AP. Þá segja þau einnig frá því að Trump hafi beðið karlkyns þáttakendur í þáttunum um að gefa kvenkyns þáttakendum þáttarins einkunn eftir útliti þeirra.Sjá einnig: Trump segir Machado viðbjóðslega Talsmaður Trump segir þessar ásakanir vera tilhæfulausar með öllu og þarna sé á ferðinni óánægðir fyrrum starfsmenn þáttarins sem vilji koma höggi á Trump. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu varpað ljósi á upplýsinga sem draga í efa hæfni Trump til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og má þar nefna upplýsingar sem gefa til kynna að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt í fjölda ára. Trump háir nú harða baráttu um forsetaembætti Bandaríkjanna við Hillary Clinton sem aukið hefur forskot sitt í skoðanakönnunum í kjölfar kappræðna þeirra sem fram fóru í síðustu viku. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum 8. nóvember 2016.Hér að neðan má sjá umfjöllun NBC um þau áhrif sem The Apprentice hafði á forsetaframboð Trump
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14
Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45