Hugleiðing um flóttamenn Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Á hverjum degi fáum við fréttir af ömurlegum aðstæðum flóttafólks sem hefur flúið stríð, ofsóknir eða efnahagsástand í heimalandi sínu. Við sem búum við þær aðstæður að þurfa til dæmis ekki að flýja sprengjur og byssuskot til að komast heim til okkar föttum ekki alltaf hvað við höfum það gott og við ættum að vera oftar þakklát fyrir aðstæður okkar. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk þarf að flýja landið sitt. Heimili þess hefur kannski skemmst í sprengingum, búið er að eyðileggja skóla barnanna og innviðir samfélagsins og heilbrigðiskerfið eru að hruni komin. Þegar fólk býr við slíkar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á hefur það engan annan kost en að flýja. Stundum er um að ræða börn sem hafa misst foreldra sína og takast á við ferðalagið ein. Þau eru hrædd, jafnvel veik og fá litla aðstoð. Við getum ekki ímyndað okkur hvernig sú reynsla er. Fólkið hefur hins vegar enga tryggingu fyrir því að komast lifandi á áfangastað. Margir þeirra sem flýja yfir Miðjarðarhafið fara í lélegum bátum sem sumir sökkva. Fólk drukknar og þeir fáu sem ná að synda í land þurfa að ganga langar leiðir eftir aðstoð. Björgunarsveitir reyna að gera allt sem þær geta til að bjarga fólkinu og koma því í öruggt skjól. En þegar í land er komið þarf fólkið gjarnan að ganga í gegnum miklar raunir. Ofan á það bætist hungur, óvissa og jafnvel veikindi. Við getum aldrei almennilega sett okkur í þessi spor án þess að hafa upplifað þau sjálf. Og við myndum ekki vilja láta koma svona fram við okkur ef við þyrftum að flýja land. Við myndum vilja góða aðstoð frá þeim sem gætu hjálpað. Á Íslandi sendum við of mikið af flóttafólki úr landi sem hefur lagt svo mikið á sig til að komast lifandi á leiðarenda. Við getum gert svo miklu betur. Við getum boðið fleira fólk velkomið. Ef við viljum ekki láta koma svona fram við okkur, af hverju komum við svona fram við aðra?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi fáum við fréttir af ömurlegum aðstæðum flóttafólks sem hefur flúið stríð, ofsóknir eða efnahagsástand í heimalandi sínu. Við sem búum við þær aðstæður að þurfa til dæmis ekki að flýja sprengjur og byssuskot til að komast heim til okkar föttum ekki alltaf hvað við höfum það gott og við ættum að vera oftar þakklát fyrir aðstæður okkar. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk þarf að flýja landið sitt. Heimili þess hefur kannski skemmst í sprengingum, búið er að eyðileggja skóla barnanna og innviðir samfélagsins og heilbrigðiskerfið eru að hruni komin. Þegar fólk býr við slíkar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á hefur það engan annan kost en að flýja. Stundum er um að ræða börn sem hafa misst foreldra sína og takast á við ferðalagið ein. Þau eru hrædd, jafnvel veik og fá litla aðstoð. Við getum ekki ímyndað okkur hvernig sú reynsla er. Fólkið hefur hins vegar enga tryggingu fyrir því að komast lifandi á áfangastað. Margir þeirra sem flýja yfir Miðjarðarhafið fara í lélegum bátum sem sumir sökkva. Fólk drukknar og þeir fáu sem ná að synda í land þurfa að ganga langar leiðir eftir aðstoð. Björgunarsveitir reyna að gera allt sem þær geta til að bjarga fólkinu og koma því í öruggt skjól. En þegar í land er komið þarf fólkið gjarnan að ganga í gegnum miklar raunir. Ofan á það bætist hungur, óvissa og jafnvel veikindi. Við getum aldrei almennilega sett okkur í þessi spor án þess að hafa upplifað þau sjálf. Og við myndum ekki vilja láta koma svona fram við okkur ef við þyrftum að flýja land. Við myndum vilja góða aðstoð frá þeim sem gætu hjálpað. Á Íslandi sendum við of mikið af flóttafólki úr landi sem hefur lagt svo mikið á sig til að komast lifandi á leiðarenda. Við getum gert svo miklu betur. Við getum boðið fleira fólk velkomið. Ef við viljum ekki láta koma svona fram við okkur, af hverju komum við svona fram við aðra?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar