Ekki bólar á tilkynningu forsætisráðherra um þingrof og kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2016 12:34 Steingrímur J. Sigfússon. Vísir/Stefán Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir að forsætisráðherra hafi ekki tilkynnt Alþingi um þingrof. Eftir því sem styttist í kjördag verði svigrúm Íslendinga í útlöndum, sjómanna og fleiri hópa minna til að kjósa utankjörfundar. Ef forystumenn stjórnarflokkanna ætla sér að standa við yfirlýsingar um að kosið verði til Alþingis hinn 29. október næst komandi eru aðeins 39 dagar til kosninga í dag. Í stjórnarskrá segir að eftir að forseti Íslands hafi tilkynnt þingrof skuli kosningar fara fram áður en 45 dagar séu liðnir frá þeirri tilkynningu. Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur mesta þingreynslu sitjandi þingmanna, undrast að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra skuli ekki hafa tilkynnt þingrof nú þegar. „Já það kom mér mjög á óvart að þingrofstillaga skyldi ekki í öllu falli vera á dagskrá strax í byrjun þessarar viku. Því nú er farið að ganga á þann tíma sem er til að hafa utankjörfundar atkvæðagreiðslu opna,“ segir Steingrímur. Það sé í anda laganna að utankjörfundar atkvæðagreiðsla hefjist svo fljótt sem verða megi eftir þingrof og setningu kjördags, þó ekki fyrr en átta vikur séu til viskosninga. Nú séu rúmar fimm vikur í kjördag hinn 29. október. Steingrímur gagnrýnir þessi vinnubrögð. „En þarna stendur upp á forsætisráðuneytið að skila inn þingrofstillögunni. Mér finnst það dapurlegt ef einhverjir daga í viðbót fara í súginn í þessum efnum. Það er eðli málsins samkvæmt þannig að það er mjög mikilvægt að nýta allt það svigrúm sem mögulegt er til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Vegna þeirra sem búsettir eru í útlöndum og þurfa kannski að keyra um langan veg og semja við ræðismann um að fá að kjósa. Nú eða skip sem eru að fara út í langt úthald og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Rétt hafi verið staðið að málum árið 2009 þegar einnig var kosið áður en kjörtímabil var á enda. Þá hafi verið gert samkomulag milli flokka um kjördag og þingrofstillaga komið fram og utankjörfundar atkvæðagreiðsla hafist eins fljótt og verða mátti. Önnur fordæmi séu einnig til um þetta. „En þingið starfaði síðan miklu lengur og menn mega ekki rugla því saman að þótt þetta heiti þingrofstillaga þá er þingið ekki sent heim. Þingið getur haldið áfram störfum sínum miklu nær kosningunum.“ Læðist að þér einhver grunur um að stjórnarflokkarnir ætli kannski að seinka kosningum? „Ég fer nú að verða órólegur ef tillagan birtist ekki núna. Það þarf náttúrlega að dreifa henni og eðlilegt að það væri gert degi áður en hún yrði rædd. Ég segi bara það að ef hún birtist ekki í þessari viku eða mánudaginn kemur eða eitthvað svoleiðis, þá er eitthvað undarlegt í gangi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir að forsætisráðherra hafi ekki tilkynnt Alþingi um þingrof. Eftir því sem styttist í kjördag verði svigrúm Íslendinga í útlöndum, sjómanna og fleiri hópa minna til að kjósa utankjörfundar. Ef forystumenn stjórnarflokkanna ætla sér að standa við yfirlýsingar um að kosið verði til Alþingis hinn 29. október næst komandi eru aðeins 39 dagar til kosninga í dag. Í stjórnarskrá segir að eftir að forseti Íslands hafi tilkynnt þingrof skuli kosningar fara fram áður en 45 dagar séu liðnir frá þeirri tilkynningu. Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur mesta þingreynslu sitjandi þingmanna, undrast að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra skuli ekki hafa tilkynnt þingrof nú þegar. „Já það kom mér mjög á óvart að þingrofstillaga skyldi ekki í öllu falli vera á dagskrá strax í byrjun þessarar viku. Því nú er farið að ganga á þann tíma sem er til að hafa utankjörfundar atkvæðagreiðslu opna,“ segir Steingrímur. Það sé í anda laganna að utankjörfundar atkvæðagreiðsla hefjist svo fljótt sem verða megi eftir þingrof og setningu kjördags, þó ekki fyrr en átta vikur séu til viskosninga. Nú séu rúmar fimm vikur í kjördag hinn 29. október. Steingrímur gagnrýnir þessi vinnubrögð. „En þarna stendur upp á forsætisráðuneytið að skila inn þingrofstillögunni. Mér finnst það dapurlegt ef einhverjir daga í viðbót fara í súginn í þessum efnum. Það er eðli málsins samkvæmt þannig að það er mjög mikilvægt að nýta allt það svigrúm sem mögulegt er til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Vegna þeirra sem búsettir eru í útlöndum og þurfa kannski að keyra um langan veg og semja við ræðismann um að fá að kjósa. Nú eða skip sem eru að fara út í langt úthald og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Rétt hafi verið staðið að málum árið 2009 þegar einnig var kosið áður en kjörtímabil var á enda. Þá hafi verið gert samkomulag milli flokka um kjördag og þingrofstillaga komið fram og utankjörfundar atkvæðagreiðsla hafist eins fljótt og verða mátti. Önnur fordæmi séu einnig til um þetta. „En þingið starfaði síðan miklu lengur og menn mega ekki rugla því saman að þótt þetta heiti þingrofstillaga þá er þingið ekki sent heim. Þingið getur haldið áfram störfum sínum miklu nær kosningunum.“ Læðist að þér einhver grunur um að stjórnarflokkarnir ætli kannski að seinka kosningum? „Ég fer nú að verða órólegur ef tillagan birtist ekki núna. Það þarf náttúrlega að dreifa henni og eðlilegt að það væri gert degi áður en hún yrði rædd. Ég segi bara það að ef hún birtist ekki í þessari viku eða mánudaginn kemur eða eitthvað svoleiðis, þá er eitthvað undarlegt í gangi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira