Ekki bólar á tilkynningu forsætisráðherra um þingrof og kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2016 12:34 Steingrímur J. Sigfússon. Vísir/Stefán Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir að forsætisráðherra hafi ekki tilkynnt Alþingi um þingrof. Eftir því sem styttist í kjördag verði svigrúm Íslendinga í útlöndum, sjómanna og fleiri hópa minna til að kjósa utankjörfundar. Ef forystumenn stjórnarflokkanna ætla sér að standa við yfirlýsingar um að kosið verði til Alþingis hinn 29. október næst komandi eru aðeins 39 dagar til kosninga í dag. Í stjórnarskrá segir að eftir að forseti Íslands hafi tilkynnt þingrof skuli kosningar fara fram áður en 45 dagar séu liðnir frá þeirri tilkynningu. Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur mesta þingreynslu sitjandi þingmanna, undrast að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra skuli ekki hafa tilkynnt þingrof nú þegar. „Já það kom mér mjög á óvart að þingrofstillaga skyldi ekki í öllu falli vera á dagskrá strax í byrjun þessarar viku. Því nú er farið að ganga á þann tíma sem er til að hafa utankjörfundar atkvæðagreiðslu opna,“ segir Steingrímur. Það sé í anda laganna að utankjörfundar atkvæðagreiðsla hefjist svo fljótt sem verða megi eftir þingrof og setningu kjördags, þó ekki fyrr en átta vikur séu til viskosninga. Nú séu rúmar fimm vikur í kjördag hinn 29. október. Steingrímur gagnrýnir þessi vinnubrögð. „En þarna stendur upp á forsætisráðuneytið að skila inn þingrofstillögunni. Mér finnst það dapurlegt ef einhverjir daga í viðbót fara í súginn í þessum efnum. Það er eðli málsins samkvæmt þannig að það er mjög mikilvægt að nýta allt það svigrúm sem mögulegt er til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Vegna þeirra sem búsettir eru í útlöndum og þurfa kannski að keyra um langan veg og semja við ræðismann um að fá að kjósa. Nú eða skip sem eru að fara út í langt úthald og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Rétt hafi verið staðið að málum árið 2009 þegar einnig var kosið áður en kjörtímabil var á enda. Þá hafi verið gert samkomulag milli flokka um kjördag og þingrofstillaga komið fram og utankjörfundar atkvæðagreiðsla hafist eins fljótt og verða mátti. Önnur fordæmi séu einnig til um þetta. „En þingið starfaði síðan miklu lengur og menn mega ekki rugla því saman að þótt þetta heiti þingrofstillaga þá er þingið ekki sent heim. Þingið getur haldið áfram störfum sínum miklu nær kosningunum.“ Læðist að þér einhver grunur um að stjórnarflokkarnir ætli kannski að seinka kosningum? „Ég fer nú að verða órólegur ef tillagan birtist ekki núna. Það þarf náttúrlega að dreifa henni og eðlilegt að það væri gert degi áður en hún yrði rædd. Ég segi bara það að ef hún birtist ekki í þessari viku eða mánudaginn kemur eða eitthvað svoleiðis, þá er eitthvað undarlegt í gangi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir að forsætisráðherra hafi ekki tilkynnt Alþingi um þingrof. Eftir því sem styttist í kjördag verði svigrúm Íslendinga í útlöndum, sjómanna og fleiri hópa minna til að kjósa utankjörfundar. Ef forystumenn stjórnarflokkanna ætla sér að standa við yfirlýsingar um að kosið verði til Alþingis hinn 29. október næst komandi eru aðeins 39 dagar til kosninga í dag. Í stjórnarskrá segir að eftir að forseti Íslands hafi tilkynnt þingrof skuli kosningar fara fram áður en 45 dagar séu liðnir frá þeirri tilkynningu. Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur mesta þingreynslu sitjandi þingmanna, undrast að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra skuli ekki hafa tilkynnt þingrof nú þegar. „Já það kom mér mjög á óvart að þingrofstillaga skyldi ekki í öllu falli vera á dagskrá strax í byrjun þessarar viku. Því nú er farið að ganga á þann tíma sem er til að hafa utankjörfundar atkvæðagreiðslu opna,“ segir Steingrímur. Það sé í anda laganna að utankjörfundar atkvæðagreiðsla hefjist svo fljótt sem verða megi eftir þingrof og setningu kjördags, þó ekki fyrr en átta vikur séu til viskosninga. Nú séu rúmar fimm vikur í kjördag hinn 29. október. Steingrímur gagnrýnir þessi vinnubrögð. „En þarna stendur upp á forsætisráðuneytið að skila inn þingrofstillögunni. Mér finnst það dapurlegt ef einhverjir daga í viðbót fara í súginn í þessum efnum. Það er eðli málsins samkvæmt þannig að það er mjög mikilvægt að nýta allt það svigrúm sem mögulegt er til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Vegna þeirra sem búsettir eru í útlöndum og þurfa kannski að keyra um langan veg og semja við ræðismann um að fá að kjósa. Nú eða skip sem eru að fara út í langt úthald og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Rétt hafi verið staðið að málum árið 2009 þegar einnig var kosið áður en kjörtímabil var á enda. Þá hafi verið gert samkomulag milli flokka um kjördag og þingrofstillaga komið fram og utankjörfundar atkvæðagreiðsla hafist eins fljótt og verða mátti. Önnur fordæmi séu einnig til um þetta. „En þingið starfaði síðan miklu lengur og menn mega ekki rugla því saman að þótt þetta heiti þingrofstillaga þá er þingið ekki sent heim. Þingið getur haldið áfram störfum sínum miklu nær kosningunum.“ Læðist að þér einhver grunur um að stjórnarflokkarnir ætli kannski að seinka kosningum? „Ég fer nú að verða órólegur ef tillagan birtist ekki núna. Það þarf náttúrlega að dreifa henni og eðlilegt að það væri gert degi áður en hún yrði rædd. Ég segi bara það að ef hún birtist ekki í þessari viku eða mánudaginn kemur eða eitthvað svoleiðis, þá er eitthvað undarlegt í gangi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira