Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck skrifar 21. september 2016 08:26 Umræðan um jafnt kynjahlutfall í starfsgreinum hefur farið vaxandi undanfarin ár og því ber að fagna. Íslendingar hafa náð góðum árangri í þessum efnum þó enn sé langt í land. Mér finnst mikilvægt að allir fái sömu tækifæri til þess að mennta sig og að fólk geti starfað við það sem það hefur áhuga á. Þannig fáum við sem mest út úr hverjum og einum og byggjum þar af leiðandi upp gott samfélag. Mikil bylting hefur orðið á atvinnumarkaði, karlar fara í „konustörf“ og konur fara í „karlastörf“. Ein af þeim stéttum sem lítið hefur breyst í áraraðir hvað þessi mál varða er byggingariðnaðurinn. Í dag er byggingariðnaðurinn skipaður nær eingöngu körlum. Sumir myndu segja að kvenfólk ætti ekki heima í þessum greinum. Ástæðan sem sumir gefa er að þetta starf sé einfaldlega of mikil erfiðisvinna. Þessu er ég aftur á móti ósammála. Sjálfur hef ég starfað í byggingariðnaði og séð marga karla sem hafa nákvæmlega enga líkamlega yfirburði yfir margar konur. Fólk er misjafnt og finnst mér þetta vera mikil einföldun á málinu. Hins vegar gæti ég trúað því að konur hafi einfaldlega ekki áhuga á því að sinna þessum störfum. Ein möguleg ástæða þess gæti verið sú að þær geri ráð fyrir því að verða fyrir fordómum innan þessara stétta. Gamlir karlar með neftóbak í kaffiskúrum að skammast út í allt og alla hljómar ekkert svakalega vel. Hugsanlega er hægt að finna ástæðuna í samfélagsbyggingunni sjálfri. Að þrátt fyrir þessar miklu breytingar þá séum við enn föst í þessu gamla móti kynjahlutverka. Gamlar staðalímyndir verða að fjúka Í byggingariðnaði er aragrúi af ótrúlega kláru og flottu fólki sem hefur áhuga og metnað fyrir því sem það gerir. Byggingariðnaðurinn hefur gott af því að fá fleiri konur inn. Það myndi gefa þessum störfum ferskan blæ sem ég held að sé nauðsynlegur fyrir þessar greinar. Þetta eru fjölbreytt, vel launuð og skemmtileg störf, þar sem verkvit og þekking blandast saman. Ég hvet konur til þess að kynna sér þennan starfsvettvang fyrir alvöru. Á sama tíma hvet ég iðnaðarmenn að taka þeim konum fagnandi sem munu slást í för við að viðhalda og byggja upp mannvirki okkar Íslendinga. Höfundur hefur handlangað í múrverki og er lærður málari og byggingafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um jafnt kynjahlutfall í starfsgreinum hefur farið vaxandi undanfarin ár og því ber að fagna. Íslendingar hafa náð góðum árangri í þessum efnum þó enn sé langt í land. Mér finnst mikilvægt að allir fái sömu tækifæri til þess að mennta sig og að fólk geti starfað við það sem það hefur áhuga á. Þannig fáum við sem mest út úr hverjum og einum og byggjum þar af leiðandi upp gott samfélag. Mikil bylting hefur orðið á atvinnumarkaði, karlar fara í „konustörf“ og konur fara í „karlastörf“. Ein af þeim stéttum sem lítið hefur breyst í áraraðir hvað þessi mál varða er byggingariðnaðurinn. Í dag er byggingariðnaðurinn skipaður nær eingöngu körlum. Sumir myndu segja að kvenfólk ætti ekki heima í þessum greinum. Ástæðan sem sumir gefa er að þetta starf sé einfaldlega of mikil erfiðisvinna. Þessu er ég aftur á móti ósammála. Sjálfur hef ég starfað í byggingariðnaði og séð marga karla sem hafa nákvæmlega enga líkamlega yfirburði yfir margar konur. Fólk er misjafnt og finnst mér þetta vera mikil einföldun á málinu. Hins vegar gæti ég trúað því að konur hafi einfaldlega ekki áhuga á því að sinna þessum störfum. Ein möguleg ástæða þess gæti verið sú að þær geri ráð fyrir því að verða fyrir fordómum innan þessara stétta. Gamlir karlar með neftóbak í kaffiskúrum að skammast út í allt og alla hljómar ekkert svakalega vel. Hugsanlega er hægt að finna ástæðuna í samfélagsbyggingunni sjálfri. Að þrátt fyrir þessar miklu breytingar þá séum við enn föst í þessu gamla móti kynjahlutverka. Gamlar staðalímyndir verða að fjúka Í byggingariðnaði er aragrúi af ótrúlega kláru og flottu fólki sem hefur áhuga og metnað fyrir því sem það gerir. Byggingariðnaðurinn hefur gott af því að fá fleiri konur inn. Það myndi gefa þessum störfum ferskan blæ sem ég held að sé nauðsynlegur fyrir þessar greinar. Þetta eru fjölbreytt, vel launuð og skemmtileg störf, þar sem verkvit og þekking blandast saman. Ég hvet konur til þess að kynna sér þennan starfsvettvang fyrir alvöru. Á sama tíma hvet ég iðnaðarmenn að taka þeim konum fagnandi sem munu slást í för við að viðhalda og byggja upp mannvirki okkar Íslendinga. Höfundur hefur handlangað í múrverki og er lærður málari og byggingafræðingur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun