Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck skrifar 21. september 2016 08:26 Umræðan um jafnt kynjahlutfall í starfsgreinum hefur farið vaxandi undanfarin ár og því ber að fagna. Íslendingar hafa náð góðum árangri í þessum efnum þó enn sé langt í land. Mér finnst mikilvægt að allir fái sömu tækifæri til þess að mennta sig og að fólk geti starfað við það sem það hefur áhuga á. Þannig fáum við sem mest út úr hverjum og einum og byggjum þar af leiðandi upp gott samfélag. Mikil bylting hefur orðið á atvinnumarkaði, karlar fara í „konustörf“ og konur fara í „karlastörf“. Ein af þeim stéttum sem lítið hefur breyst í áraraðir hvað þessi mál varða er byggingariðnaðurinn. Í dag er byggingariðnaðurinn skipaður nær eingöngu körlum. Sumir myndu segja að kvenfólk ætti ekki heima í þessum greinum. Ástæðan sem sumir gefa er að þetta starf sé einfaldlega of mikil erfiðisvinna. Þessu er ég aftur á móti ósammála. Sjálfur hef ég starfað í byggingariðnaði og séð marga karla sem hafa nákvæmlega enga líkamlega yfirburði yfir margar konur. Fólk er misjafnt og finnst mér þetta vera mikil einföldun á málinu. Hins vegar gæti ég trúað því að konur hafi einfaldlega ekki áhuga á því að sinna þessum störfum. Ein möguleg ástæða þess gæti verið sú að þær geri ráð fyrir því að verða fyrir fordómum innan þessara stétta. Gamlir karlar með neftóbak í kaffiskúrum að skammast út í allt og alla hljómar ekkert svakalega vel. Hugsanlega er hægt að finna ástæðuna í samfélagsbyggingunni sjálfri. Að þrátt fyrir þessar miklu breytingar þá séum við enn föst í þessu gamla móti kynjahlutverka. Gamlar staðalímyndir verða að fjúka Í byggingariðnaði er aragrúi af ótrúlega kláru og flottu fólki sem hefur áhuga og metnað fyrir því sem það gerir. Byggingariðnaðurinn hefur gott af því að fá fleiri konur inn. Það myndi gefa þessum störfum ferskan blæ sem ég held að sé nauðsynlegur fyrir þessar greinar. Þetta eru fjölbreytt, vel launuð og skemmtileg störf, þar sem verkvit og þekking blandast saman. Ég hvet konur til þess að kynna sér þennan starfsvettvang fyrir alvöru. Á sama tíma hvet ég iðnaðarmenn að taka þeim konum fagnandi sem munu slást í för við að viðhalda og byggja upp mannvirki okkar Íslendinga. Höfundur hefur handlangað í múrverki og er lærður málari og byggingafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Umræðan um jafnt kynjahlutfall í starfsgreinum hefur farið vaxandi undanfarin ár og því ber að fagna. Íslendingar hafa náð góðum árangri í þessum efnum þó enn sé langt í land. Mér finnst mikilvægt að allir fái sömu tækifæri til þess að mennta sig og að fólk geti starfað við það sem það hefur áhuga á. Þannig fáum við sem mest út úr hverjum og einum og byggjum þar af leiðandi upp gott samfélag. Mikil bylting hefur orðið á atvinnumarkaði, karlar fara í „konustörf“ og konur fara í „karlastörf“. Ein af þeim stéttum sem lítið hefur breyst í áraraðir hvað þessi mál varða er byggingariðnaðurinn. Í dag er byggingariðnaðurinn skipaður nær eingöngu körlum. Sumir myndu segja að kvenfólk ætti ekki heima í þessum greinum. Ástæðan sem sumir gefa er að þetta starf sé einfaldlega of mikil erfiðisvinna. Þessu er ég aftur á móti ósammála. Sjálfur hef ég starfað í byggingariðnaði og séð marga karla sem hafa nákvæmlega enga líkamlega yfirburði yfir margar konur. Fólk er misjafnt og finnst mér þetta vera mikil einföldun á málinu. Hins vegar gæti ég trúað því að konur hafi einfaldlega ekki áhuga á því að sinna þessum störfum. Ein möguleg ástæða þess gæti verið sú að þær geri ráð fyrir því að verða fyrir fordómum innan þessara stétta. Gamlir karlar með neftóbak í kaffiskúrum að skammast út í allt og alla hljómar ekkert svakalega vel. Hugsanlega er hægt að finna ástæðuna í samfélagsbyggingunni sjálfri. Að þrátt fyrir þessar miklu breytingar þá séum við enn föst í þessu gamla móti kynjahlutverka. Gamlar staðalímyndir verða að fjúka Í byggingariðnaði er aragrúi af ótrúlega kláru og flottu fólki sem hefur áhuga og metnað fyrir því sem það gerir. Byggingariðnaðurinn hefur gott af því að fá fleiri konur inn. Það myndi gefa þessum störfum ferskan blæ sem ég held að sé nauðsynlegur fyrir þessar greinar. Þetta eru fjölbreytt, vel launuð og skemmtileg störf, þar sem verkvit og þekking blandast saman. Ég hvet konur til þess að kynna sér þennan starfsvettvang fyrir alvöru. Á sama tíma hvet ég iðnaðarmenn að taka þeim konum fagnandi sem munu slást í för við að viðhalda og byggja upp mannvirki okkar Íslendinga. Höfundur hefur handlangað í múrverki og er lærður málari og byggingafræðingur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun