Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Sveinn Arnarsson skrifar 13. september 2016 07:00 „Framsókn vill geta lagt verk sín í dóm kjósenda," segir Guðni. Vísir Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, segir engan einn mann stærri en flokkurinn. Hann segir mikilvægt að fá frið um formannsembætti flokksins og að í starfið þurfi að veljast maður sem geti talað við alla án þess að persónuleg einkamál þvælist fyrir góðum málum ríkisstjórnarinnar. „Framsókn vill geta lagt verk sín í dóm kjósenda. Nú finn ég að þó mönnum þyki vænt um Sigmund Davíð óttast menn að þessi vondu mál sem hann hefur orðið fyrir muni yfirskyggja alla kosningabaráttu og skaða árangur flokksins í kosningunum,“ segir Guðni. Guðni hefur verið einn áhrifamesti maður Framsóknarflokksins síðustu þrjátíu og fimm ár. Hann settist fyrst inn á þing fyrir flokkinn árið 1986 sem varaþingmaður og sat á þingi til ársins 2008 þegar hann lét af störfum sem formaður flokksins og „lagði hann í hendur grasrótarinnar,“ eins og Guðni orðar það. Nú, átta árum, tveimur kosningum og einum sigri síðar, er flokkurinn á tímamótum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur þurft að svara fyrir aflandseigur sínar þar sem hann leyndi því fyrir kjósendum að hann ætti háar fjárhæðir í aflandsfélagi í alræmdu skattaskjóli og hafi selt hlut sinn í félaginu konu sinni á einn dal degi áður en harðari reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.Sigmundur Davíð ásamt Önnu Stellu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í Hofi.vísir/sveinnKalt á toppnumGuðni bendir á að traust stjórnmálamanna skipti miklu máli. Almenningur verði að geta treyst orðum þingmanna og ráðherra. Traust Sigmundar gagnvart almenningi hafi beðið hnekki. „Tindur stjórnmálamannsins er kaldur og pólitíkin er ekki alltaf sanngjörn. Það er engin spurning í mínum huga að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð fyrir miklu áfalli hvað traust varðar, vegna peninga í Panamaskjölum og föllnum bönkum.“ „Hann hafði ekki brotið lög en á einu augabragði risu um hann miklar deilur sem bæði hafa verið í þjóðfélaginu sem og innan raða Framsóknarflokksins sem sést nú best í hans kjördæmi þegar allir þingmenn hjóla í fyrsta sætið. Hið góða var að ríkisstjórnin hélt áfram undir stjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og hann tók við hinu fallna merki þegar Sigmundur þurfti að víkja af velli.“Sigurður getur talað við allaGuðni telur að það hafi verið farsælt að Sigurður Ingi hafi tekið að sér forsæti í ríkisstjórn eftir fall Sigmundar Davíðs í byrjun apríl á þessu ári. Að hans mati var það farsælt fyrir íslenska þjóð að í starfið kæmi maður sem gæti róað þingið og haldið starfinu áfram. „Sigurður Ingi tók við forsætisráðherrastarfinu við mjög erfiðar aðstæður en hefur staðið sig frábærlega Hann sættir öfl, hann friðar þing og róar það niður, hann hefur verið auðmjúkur og talað við alla þannig að hann gerir þetta eins og best verður gert,“ segir Guðni.Tveir hjartakóngarHaustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins sem haldinn var um helgina í Hofi á Akureyri staðfesti að tvær fylkingar eru farnar að berjast innan flokksins. Forsætisráðherra var ekki settur á dagskrá fundarins heldur hélt Sigmundur Davíð langa tölu, opna fjölmiðlum, um afrek flokksins undir hans stjórn. Þetta gramdist forsætisráðherra og sagðist ekki geta setið í óbreyttri stjórn að afloknu flokksþingi.„Það eru tveir hjartakóngar í spilum Framsóknarflokksins,“ segir Guðni. „Sigmundur Davíð er afreksmaður í pólitík. Með skuldalækkun, Icesave og að endurheimta fé fallinna banka hefur hann sýnt það. Nú eiga Framsóknarmenn ekki að deila um þessa menn. Þeir verða að meta þetta eins og í fótbolta. Á Eiður Smári að vera sá sem keyrir liðið áfram og skorar mörkin eða er annar líklegur til þess að gera það betur í þetta sinn,“ segir Guðni. Guðni vill ekki sjálfur fella dóma en segir frið um Sigurð á meðan spjót standa að Sigmundi Davíð.Þarf sterkan leiðtogaÍ kosningabaráttunni árið 2013 vann Framsóknarflokkurinn, undir formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, stórsigur. Þrátt fyrir að hafa fengið næstflest atkvæði ákvað þáverandi forseti og stórvinur Guðna, Ólafur Ragnar Grímsson, að veita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboð til stjórnarmyndunar. Nú sé hinsvegar uppi aðrir tímar og vert sé að skoða málin upp á nýtt. „Nú þarf sterkan leiðtoga til að leiða flokkinn áfram. Sigmundi heppnaðist að ná fjórðungsfylgi en þessir peningar þeirra hjóna þvældust fyrir honum og auðvitað hefðu átt að vera geymdir annars staðar,“ segir Guðni „Það er enginn stærri en flokkurinn. Hér talar maður sem fórnaði starfi sínu fyrir flokkinn. Þegar framsóknarflokkurinn fékk sína verstu útreið 2007 sagði Jón Sigurðsson af sér og ég tók við. Þá vonaði ég eftir því að geta friðað flokkinn en tókst ekki. Því var ekkert í stöðunni annað en að segja af mér og afhenda grasrótinni flokkinn.“Þurfum formann sem getur talað við allaFramsóknarflokkurinn verður senn eitt hundrað ára. Samkvæmt núverandi formanni flokksins hefur hann verið umbótaafl í íslenskum stjórnmálum í heila öld og afl breytinga til batnaðar. Flokkurinn hefur gengið í gegnum ýmsar raunir og telur Guðni sjá það sama gerast nú og gerðist á tímum Jónasar frá Hriflu. „Mér er auðvitað harmur í huga þetta ólán sem Sigmundur Davíð lenti í. Það var auðvitað einkamál þeirra hjóna sem gerðu það að verkum. Þetta hefur valdið miklum deilum og minnir um margt á sögu Framsóknarflokksins. Jónas frá Hriflu og Hermann Jónasson tókust á og var Jónas að lokum felldur fyrir rest. Þessi mesti maður íslenskra stjórnmála sem lagði til stærstu afrek íslenskrar þjóðar í áratugi laut þar í gras.“ Ekki verður annað ráðið af orðum Guðna annað en að hann líki Sigmundi við Jónas. Næstu vikur munu síðan skera úr um það hvort sagan endurtaki sig að fullu í Framsóknarflokknum. Guðni segir hinsvegar það skipa mestu máli að fá óumdeildan formann og að menn sammælist um einn mann sem fari fyrir flokki Framsóknarmanna með málefnin inn í næstu kosningar. „Nú þurfa vitrir menn í Framsókn að setjast niður, íhuga þetta mál því við þurfum að hafa frið í pólitíkinni í stað innanflokksátaka. Við þurfum formann sem getur talað við alla án þess að verið sé að ræða einhver einkamál sem þvælast kunnu fyrir. við þurfum Óumdeildan formann sem samstaða næst um,“ segir Guðni. Það sé hinsvegar flokksmanna að velja hver sé best til þess fallinn að leiða flokkinn. „Ef Sigmundur Davíð nær því getur hann leitt flokkinn áfram en ef ekki þarf að setja nýjan mann inn á völlinn. Sigurður Ingi hefur sýnt að hann er góður skipstjóri og sem forsætisráðherra hefur hann af myndarskap farið fyrir ríkisstjórn.“Sigurður Ingi Jóhannsson hefur að mati Guðna friðað fólk og róað öldur eftir afsögn Sigmundar Davíðs. Fréttablaðið/Anton BrinkÖrlagastund upp runninEftir fall fjármálakerfisins árið 2008 hefur íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Síðustu ár hafa verið hagfelld fyrir okkur og árangurinn af uppbyggingu eftir hrunið hefur verið mjög hraður. Núverandi stjórnvöld hafa setið í brúnni síðustu þrjú og hálft ár og vilja ólm komast í kosningabaráttu þar sem aðeins verk ríkisstjórnarinnar eru lögð í dóm kjósenda. Guðni telur það gríðarlega mikilvægt að kjósendur sjái á hve góðum stað við erum sem þjóð eftir ríkisstjórnartíð undir forsæti Framsóknarflokksins er. „Við lifum í bestu stöðu Íslands frá heimsstyrjöld. Hér er engin verðbólga, full atvinna og glæst tækifæri framundan. Því megum við ekki lenda í pólitískum vandræðum nú og menn verða að hugsa pólitískt inni í Framsóknarflokknum.“ Hann segir einnig að flokkurinn þurfi aðeins að gera upp á milli þess hvort það vilji stríð eða frið. „Mér sýnist örlagastund upp runna hjá Sigmundi Davíð. Spjót standa að honum og flokknum en það er friður um Sigurð Inga. Þannig að hann hefur styrkt sig mjög og hann hlýtur að velta ýmsu fyrir sér sem og að flokkurinn hugsi hvort menn vilji að að hann taki við forystunni.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Staða Sigmundar sögð veik innan Framsóknar Framsóknarmenn halda þrjú kjördæmisþing um helgina. Flokksmenn sem Fréttablaðið heyrði í segja ómögulegt að fara í kosningar með sitjandi formann enn við stjórnvölinn í flokknum. Róið að því að halda landsþing sem fyrst. 20. ágúst 2016 06:00 Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Segir formann reyna að bjarga eigin skinni Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir formann Framsóknarflokksins reyna að bjarga eigin pólitíska lífi með að komast hjá flokksþingi í haust. Sigmundur Davíð greiddi atkvæði gegn því að flokksþing yrði hald 22. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, segir engan einn mann stærri en flokkurinn. Hann segir mikilvægt að fá frið um formannsembætti flokksins og að í starfið þurfi að veljast maður sem geti talað við alla án þess að persónuleg einkamál þvælist fyrir góðum málum ríkisstjórnarinnar. „Framsókn vill geta lagt verk sín í dóm kjósenda. Nú finn ég að þó mönnum þyki vænt um Sigmund Davíð óttast menn að þessi vondu mál sem hann hefur orðið fyrir muni yfirskyggja alla kosningabaráttu og skaða árangur flokksins í kosningunum,“ segir Guðni. Guðni hefur verið einn áhrifamesti maður Framsóknarflokksins síðustu þrjátíu og fimm ár. Hann settist fyrst inn á þing fyrir flokkinn árið 1986 sem varaþingmaður og sat á þingi til ársins 2008 þegar hann lét af störfum sem formaður flokksins og „lagði hann í hendur grasrótarinnar,“ eins og Guðni orðar það. Nú, átta árum, tveimur kosningum og einum sigri síðar, er flokkurinn á tímamótum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur þurft að svara fyrir aflandseigur sínar þar sem hann leyndi því fyrir kjósendum að hann ætti háar fjárhæðir í aflandsfélagi í alræmdu skattaskjóli og hafi selt hlut sinn í félaginu konu sinni á einn dal degi áður en harðari reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.Sigmundur Davíð ásamt Önnu Stellu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í Hofi.vísir/sveinnKalt á toppnumGuðni bendir á að traust stjórnmálamanna skipti miklu máli. Almenningur verði að geta treyst orðum þingmanna og ráðherra. Traust Sigmundar gagnvart almenningi hafi beðið hnekki. „Tindur stjórnmálamannsins er kaldur og pólitíkin er ekki alltaf sanngjörn. Það er engin spurning í mínum huga að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð fyrir miklu áfalli hvað traust varðar, vegna peninga í Panamaskjölum og föllnum bönkum.“ „Hann hafði ekki brotið lög en á einu augabragði risu um hann miklar deilur sem bæði hafa verið í þjóðfélaginu sem og innan raða Framsóknarflokksins sem sést nú best í hans kjördæmi þegar allir þingmenn hjóla í fyrsta sætið. Hið góða var að ríkisstjórnin hélt áfram undir stjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og hann tók við hinu fallna merki þegar Sigmundur þurfti að víkja af velli.“Sigurður getur talað við allaGuðni telur að það hafi verið farsælt að Sigurður Ingi hafi tekið að sér forsæti í ríkisstjórn eftir fall Sigmundar Davíðs í byrjun apríl á þessu ári. Að hans mati var það farsælt fyrir íslenska þjóð að í starfið kæmi maður sem gæti róað þingið og haldið starfinu áfram. „Sigurður Ingi tók við forsætisráðherrastarfinu við mjög erfiðar aðstæður en hefur staðið sig frábærlega Hann sættir öfl, hann friðar þing og róar það niður, hann hefur verið auðmjúkur og talað við alla þannig að hann gerir þetta eins og best verður gert,“ segir Guðni.Tveir hjartakóngarHaustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins sem haldinn var um helgina í Hofi á Akureyri staðfesti að tvær fylkingar eru farnar að berjast innan flokksins. Forsætisráðherra var ekki settur á dagskrá fundarins heldur hélt Sigmundur Davíð langa tölu, opna fjölmiðlum, um afrek flokksins undir hans stjórn. Þetta gramdist forsætisráðherra og sagðist ekki geta setið í óbreyttri stjórn að afloknu flokksþingi.„Það eru tveir hjartakóngar í spilum Framsóknarflokksins,“ segir Guðni. „Sigmundur Davíð er afreksmaður í pólitík. Með skuldalækkun, Icesave og að endurheimta fé fallinna banka hefur hann sýnt það. Nú eiga Framsóknarmenn ekki að deila um þessa menn. Þeir verða að meta þetta eins og í fótbolta. Á Eiður Smári að vera sá sem keyrir liðið áfram og skorar mörkin eða er annar líklegur til þess að gera það betur í þetta sinn,“ segir Guðni. Guðni vill ekki sjálfur fella dóma en segir frið um Sigurð á meðan spjót standa að Sigmundi Davíð.Þarf sterkan leiðtogaÍ kosningabaráttunni árið 2013 vann Framsóknarflokkurinn, undir formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, stórsigur. Þrátt fyrir að hafa fengið næstflest atkvæði ákvað þáverandi forseti og stórvinur Guðna, Ólafur Ragnar Grímsson, að veita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboð til stjórnarmyndunar. Nú sé hinsvegar uppi aðrir tímar og vert sé að skoða málin upp á nýtt. „Nú þarf sterkan leiðtoga til að leiða flokkinn áfram. Sigmundi heppnaðist að ná fjórðungsfylgi en þessir peningar þeirra hjóna þvældust fyrir honum og auðvitað hefðu átt að vera geymdir annars staðar,“ segir Guðni „Það er enginn stærri en flokkurinn. Hér talar maður sem fórnaði starfi sínu fyrir flokkinn. Þegar framsóknarflokkurinn fékk sína verstu útreið 2007 sagði Jón Sigurðsson af sér og ég tók við. Þá vonaði ég eftir því að geta friðað flokkinn en tókst ekki. Því var ekkert í stöðunni annað en að segja af mér og afhenda grasrótinni flokkinn.“Þurfum formann sem getur talað við allaFramsóknarflokkurinn verður senn eitt hundrað ára. Samkvæmt núverandi formanni flokksins hefur hann verið umbótaafl í íslenskum stjórnmálum í heila öld og afl breytinga til batnaðar. Flokkurinn hefur gengið í gegnum ýmsar raunir og telur Guðni sjá það sama gerast nú og gerðist á tímum Jónasar frá Hriflu. „Mér er auðvitað harmur í huga þetta ólán sem Sigmundur Davíð lenti í. Það var auðvitað einkamál þeirra hjóna sem gerðu það að verkum. Þetta hefur valdið miklum deilum og minnir um margt á sögu Framsóknarflokksins. Jónas frá Hriflu og Hermann Jónasson tókust á og var Jónas að lokum felldur fyrir rest. Þessi mesti maður íslenskra stjórnmála sem lagði til stærstu afrek íslenskrar þjóðar í áratugi laut þar í gras.“ Ekki verður annað ráðið af orðum Guðna annað en að hann líki Sigmundi við Jónas. Næstu vikur munu síðan skera úr um það hvort sagan endurtaki sig að fullu í Framsóknarflokknum. Guðni segir hinsvegar það skipa mestu máli að fá óumdeildan formann og að menn sammælist um einn mann sem fari fyrir flokki Framsóknarmanna með málefnin inn í næstu kosningar. „Nú þurfa vitrir menn í Framsókn að setjast niður, íhuga þetta mál því við þurfum að hafa frið í pólitíkinni í stað innanflokksátaka. Við þurfum formann sem getur talað við alla án þess að verið sé að ræða einhver einkamál sem þvælast kunnu fyrir. við þurfum Óumdeildan formann sem samstaða næst um,“ segir Guðni. Það sé hinsvegar flokksmanna að velja hver sé best til þess fallinn að leiða flokkinn. „Ef Sigmundur Davíð nær því getur hann leitt flokkinn áfram en ef ekki þarf að setja nýjan mann inn á völlinn. Sigurður Ingi hefur sýnt að hann er góður skipstjóri og sem forsætisráðherra hefur hann af myndarskap farið fyrir ríkisstjórn.“Sigurður Ingi Jóhannsson hefur að mati Guðna friðað fólk og róað öldur eftir afsögn Sigmundar Davíðs. Fréttablaðið/Anton BrinkÖrlagastund upp runninEftir fall fjármálakerfisins árið 2008 hefur íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Síðustu ár hafa verið hagfelld fyrir okkur og árangurinn af uppbyggingu eftir hrunið hefur verið mjög hraður. Núverandi stjórnvöld hafa setið í brúnni síðustu þrjú og hálft ár og vilja ólm komast í kosningabaráttu þar sem aðeins verk ríkisstjórnarinnar eru lögð í dóm kjósenda. Guðni telur það gríðarlega mikilvægt að kjósendur sjái á hve góðum stað við erum sem þjóð eftir ríkisstjórnartíð undir forsæti Framsóknarflokksins er. „Við lifum í bestu stöðu Íslands frá heimsstyrjöld. Hér er engin verðbólga, full atvinna og glæst tækifæri framundan. Því megum við ekki lenda í pólitískum vandræðum nú og menn verða að hugsa pólitískt inni í Framsóknarflokknum.“ Hann segir einnig að flokkurinn þurfi aðeins að gera upp á milli þess hvort það vilji stríð eða frið. „Mér sýnist örlagastund upp runna hjá Sigmundi Davíð. Spjót standa að honum og flokknum en það er friður um Sigurð Inga. Þannig að hann hefur styrkt sig mjög og hann hlýtur að velta ýmsu fyrir sér sem og að flokkurinn hugsi hvort menn vilji að að hann taki við forystunni.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Staða Sigmundar sögð veik innan Framsóknar Framsóknarmenn halda þrjú kjördæmisþing um helgina. Flokksmenn sem Fréttablaðið heyrði í segja ómögulegt að fara í kosningar með sitjandi formann enn við stjórnvölinn í flokknum. Róið að því að halda landsþing sem fyrst. 20. ágúst 2016 06:00 Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Segir formann reyna að bjarga eigin skinni Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir formann Framsóknarflokksins reyna að bjarga eigin pólitíska lífi með að komast hjá flokksþingi í haust. Sigmundur Davíð greiddi atkvæði gegn því að flokksþing yrði hald 22. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30
Staða Sigmundar sögð veik innan Framsóknar Framsóknarmenn halda þrjú kjördæmisþing um helgina. Flokksmenn sem Fréttablaðið heyrði í segja ómögulegt að fara í kosningar með sitjandi formann enn við stjórnvölinn í flokknum. Róið að því að halda landsþing sem fyrst. 20. ágúst 2016 06:00
Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03
Segir formann reyna að bjarga eigin skinni Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir formann Framsóknarflokksins reyna að bjarga eigin pólitíska lífi með að komast hjá flokksþingi í haust. Sigmundur Davíð greiddi atkvæði gegn því að flokksþing yrði hald 22. ágúst 2016 06:00