Vill að þingsköp verði endurskoðuð vegna afgreiðslu búvörusamninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 14:44 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/stefán Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. Samningarnir voru samþykktir með 19 atkvæðum gegn 7 en fjöldi þingmanna sat hjá eða var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. „Það gerðist hér í gær að búvörusamningurinn sem varðar tugi og hundruð milljarða króna var samþykktur með 19 atkvæðum. Innan við þriðjungur þingmanna batt ráðstöfun gríðarhárra fjármuna með 19 atkvæðum. Þetta hlýtur að kalla á það, virðulegi forseti, að þingsköp verði endurskoðuð og tryggt að ekki sé hægt að ráðstafa öðrum eins fjármunum með minni hluta þeirra sem sæti eiga á Alþingi Íslendinga. Ég get ekki orða bundist, virðulegi forseti, að vekja athygli á þessu. Mér finnst hafa orðið lýðræðisbrestur með þessari afgreiðslu,“ sagði Ólína. Birgitta Jónsdóttir kom næst í pontu og tók undir orð Ólínu en Birgitta var fjarverandi í atkvæðagreiðslunni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar tók einnig undir orð Ólínu en þingflokkur Bjartrar framtíðar greiddi allur atkvæði gegn samningunum. „Það er eitthvað að þegar maður horfir hér á atkvæðatöfluna í atkvæðagreiðslu um jafn gríðarlega stórt mál og búvörusamningana í gær og það eru 26 sem greiða ekki atkvæði en 19 sem bera þetta mál áfram í gegnum þingið. Ég held að við hljótum með einhverjum hætti að þurfa að endurskoða starfshætti í þinginu þegar meirihluti þingsins tekur ekki ábyrgð á jafn gríðarstórri ákvörðun sem að mínu mati og okkar í Bjartri framtíð er ekkert annað en samningur um gamla Ísland, um óbreytt ástand,“ sagði Róbert. Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og gerði að umtalsefni atkvæðagreiðsluna um búvörusamningana á þingi í gær. Samningarnir voru samþykktir með 19 atkvæðum gegn 7 en fjöldi þingmanna sat hjá eða var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. „Það gerðist hér í gær að búvörusamningurinn sem varðar tugi og hundruð milljarða króna var samþykktur með 19 atkvæðum. Innan við þriðjungur þingmanna batt ráðstöfun gríðarhárra fjármuna með 19 atkvæðum. Þetta hlýtur að kalla á það, virðulegi forseti, að þingsköp verði endurskoðuð og tryggt að ekki sé hægt að ráðstafa öðrum eins fjármunum með minni hluta þeirra sem sæti eiga á Alþingi Íslendinga. Ég get ekki orða bundist, virðulegi forseti, að vekja athygli á þessu. Mér finnst hafa orðið lýðræðisbrestur með þessari afgreiðslu,“ sagði Ólína. Birgitta Jónsdóttir kom næst í pontu og tók undir orð Ólínu en Birgitta var fjarverandi í atkvæðagreiðslunni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar tók einnig undir orð Ólínu en þingflokkur Bjartrar framtíðar greiddi allur atkvæði gegn samningunum. „Það er eitthvað að þegar maður horfir hér á atkvæðatöfluna í atkvæðagreiðslu um jafn gríðarlega stórt mál og búvörusamningana í gær og það eru 26 sem greiða ekki atkvæði en 19 sem bera þetta mál áfram í gegnum þingið. Ég held að við hljótum með einhverjum hætti að þurfa að endurskoða starfshætti í þinginu þegar meirihluti þingsins tekur ekki ábyrgð á jafn gríðarstórri ákvörðun sem að mínu mati og okkar í Bjartri framtíð er ekkert annað en samningur um gamla Ísland, um óbreytt ástand,“ sagði Róbert.
Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24
Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38